Frétt

mbl.is | 14.06.2006 | 08:40Hugmynd um olíuframleiðslu á Grundartanga

Það kann að hljóma eins og vísindaskáldskapur en íslenskur vísindamaður segir að með því að framleiða dísilolíu á Grundartanga mætti sjá öllum fiskiskipaflota landsins fyrir eldsneyti og þannig minnka innflutning á olíu um allt að þriðjung. „Aðferðin gengur í stuttu máli út á að nota einn ofna Járnblendifélagsins á Grundartanga til að tengja saman vetnissameindir og kolefni með notkun sérstakra hvata svo úr verði dísilolía,“ sagði Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, í gær.

"Við höfum þróað þessar hugmyndir með bandaríska vísindamanninum Klaus Lackner, en þær ganga út á að "gleypa" kolmónoxíð (CO) úr ofnunum, tengja það vetni (H2) og búa til gervidísil með efnaformúlu í kringum svokallað Fischer Tropsch-dísil.

Mér sýnist í fljótu bragði að stóri ofninn á Grundartanga gæti nánast annað íslenska flotanum. Hér er um að ræða ofn sem er hægt að loka og það er það sem skiptir máli. Þetta er ævintýralegt og myndi kosta töluverð útgjöld en gæti á móti sparað Íslendingum sem nemur um þriðjungi af olíuinnflutningi til landsins.

Þetta yrði viðbót við vetniskerfið sem við erum að undirbúa með notkun vetnis á bíla. Þá má geta þess að aðferðin er notuð víða um heim í dag við að vinna dísilolíu úr kolum eða náttúrugasi."

Spurður um aðdraganda þessa sagði Þorsteinn að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefði hringt í sig haustið 2003.

"Ólafur sagðist hafa verið beðinn um það af hagfræðingnum Jeffrey D. Sachs að koma á sambandi milli Klaus Lackners, prófessors við Kólumbíuháskóla, og íslenskra vísindamanna," sagði Þorsteinn í gær.

"Hann sagði að prófessor Lackner væri að velta fyrir sér að taka koltvísýring úr andrúmsloftinu og binda hann. Ólafur bað mig svo að ræða við Lackner. Ég fór svo að hitta hann í Bandaríkjunum haustið 2003 en við fórum strax að starfa saman. Árið 2005 stofnaði svo Jarðarstofnun Kólumbíuháskóla "Global Roundtable on Climate Change", eða Samráðsþing um loftslagsbreytingar, þar sem ég varð stofnaðili og hluti af tækniráðgjafahópnum."

Þorsteinn segir hugmyndafræði þingsins ekki eingöngu snúast um samvinnu háskóla því það leggi einnig áherslu á samstarf við fyrirtæki.

"Þeim tókst frá upphafi að tengja þetta 100 stórfyrirtækjum í Bandaríkjunum sem eru auðvitað mjög leiðandi aðilar í allri umræðu um loftslagsbreytingar," sagði Þorsteinn í gær. "Það er þetta sem er spennandi í nálgun Bandaríkjamanna."

Aðspurður um eðli samvinnunnar segir Þorsteinn að áður en þingið hafi verið sett í gær hafi verið haldin tvö þing í Kólumbíuháskóla og nú væru að verða að raunveruleika hugmyndir um vettvangstilraunir.

"Í janúar komu svo Wallace Broecker, hinn frægi vísindamaður á sviði hafstrauma, og áðurnefndur Lackner," sagði Þorsteinn en einnig komu að þessu vísindamenn við Háskóla Íslands, með Sigurð Reyni Gíslason í broddi fylkingar, og vísindamenn hjá Íslenskum orkurannsóknum og Orkuveitu Reykjavíkur.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli