Frétt

bb.is | 09.06.2006 | 15:16Miklar breytingar á starfsmannahaldi hjá 3X-Stál

Höfuðstöðvar 3X-Stál á Ísafirði.
Höfuðstöðvar 3X-Stál á Ísafirði.
Jóhann Jónasson hefur ákveðið að láta af störfum framkvæmdastjóra 3X-Stál hf., á Ísafirði og mun verða starfandi stjórnarformaður, en hann starfar út mánuðinn sem framkvæmdastjóri. Miklar starfsmannabreytingar eiga sér nú stað innan fyrirtækisins en Albert Högnason er taka við stjórnarformennsku dótturfélaginu Rennex í stað Jóhanns. Albert hefur gegnt stjórnarformennsku fram til þessa ásamt því að leiða vöruþróun innan fyrirtækisins. Jóhann mun hafa aðsetur á skrifstofu félagsins í Reykjavík en þar verður einnig rekið markaðs- og sölustarf erlendrar sölu ásamt þjónustu til viðskiptamanna innanlands og erlendis. Auk þess lætur Sonja Harðardóttir, eiginkona Jóhanns lætur af störfum í bókhaldi 3X-Stál og Rennex eftir starf frá stofnun félaganna. Frá þessu er greint á vef fyrirtækisins.

Ísfirðingurinn Gunnar Gaukur Magnússon hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri og mun hann taka til starfa þann 1. júlí. Gunnar er véltæknifræðingur (Mechanical Engineer B.Sc) af orkutæknisviði og hefur hann starfað undanfarin ár í Taiwan fyrir Kanadíska fyrirtækið Clearwater við hönnun nýs togara ásamt því að samræma val á vélbúnaði og helstu kerfum ásamt eftirliti með smíði skipsins á byggingartíma. Gunnar Gaukur er kvæntur Hugrúnu Kristinsdóttur og eiga þau þrjú börn.

Undanfarið ár hefur verið viðburðarríkt hjá 3X-Stál. Margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á starfseminni sem lúta að nýjum vörum, nýrri framleiðslutækni bæði í hönnun og á framleiðsluvélbúnaði ásamt því að unnið hefur verið á nýjum mörkuðum. „Á sama tíma og einn markaður dregst saman, hafa opnast tækifæri á öðrum. Nægir að nefna kjöt og fiskvinnslur í Evrópu ásamt fiskvinnslunni hér heima sem hefur tæknivæðst á síðustu misserum. Framundan er mikil vinna við umbreytingar á starfseminni í takt við þá stefnu félagsins, að vera í fremstu röð vélbúnaðarframleiðenda fyrir Íslenska og Evrópska matvælaframleiðslu. Til þess að fylgja þessu eftir hefur verið ákveðið að gera breytingar á skipulagi félagsins“, segir í frétt á 3x.is.

thelma@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 14:38 „Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli