Frétt

mbl.is | 09.06.2006 | 10:36Mæðginum dæmdar bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða konu og tveimur sonum hennar 100 þúsund krónur hverju í bætur fyrir tilhæfulausa handtöku og frelsissviptingu. Mæðginin voru grunuð um að hafa fært bílnúmer á milli bíla, en mál þeirra var fellt niður eftir að hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu í hátt á annað ár. Segir héraðsdómur að engin skýring hafi fengist á nauðsyn þessarar löngu málsmeðferðar hjá lögreglu. Lögregla stöðvaði konuna að kvöldlagi í apríl árið 2003, þar sem hún var á ferð á bíl sínum, en númersplötu vantaði á bílinn að framan. Var konan síðan handtekin og færð á lögreglustöð og sett í fangaklefa. Fram kemur í dómum að tilefni handtökunnar var það, að lögreglan hafði fengið ábendingar um að verið væri að færa tiltekið bílnúmer á milli þriggja bíla í eigu sömu fjölskyldunnar og taldi lögregla sig hafa séð tvo bíla með þessu sama númeri í akstri á sama tíma og var annar þeirra bíllinn sem konan ók.

Tveir synir konunnar sáu að lögreglan ók á eftir móður þeirra. Þegar hún kom ekki heim um nóttina fóru þeir á lögreglustöðina og annar bróðirinn fór þar inn í port til að svipast um eftir bílnum sem móðir hans ók. Í kjölfarið voru bræðurnir handteknir og settir í fangaklefa. Konunni og sonum hennar var síðan sleppt laust fyrir klukkan 9 morguninn eftir.

Í dómum héraðsdóms segir, að fram komi í gögnum málsins og við skýrslugjafir lögreglumannanna, sem að málinu komu, að þeir höfðu engar upplýsingar fengið um það, hverjir það væru, sem tengdust hinu meinta broti, hvorki um kyn né aldur ætlaðra brotamanna. Þá sýnist lögregla ekki hafa haft, á þessum tíma, upplýsingar um skráðan eiganda bílsins sem bar númerið eða nákvæmar upplýsingar um tegund eða árgerð bílsins, en fyrir liggi að þeir tveir bílar, sem lögreglan taldi sig hafa séð með umræddu númeri, voru ekki sömu gerðar. Konan hafi ekki verið skráð eigandi bíls á þessum tíma, en eiginmaður hennar var skráður eigandi bílsins sem hún ók, og við eftirgrennslan lögreglu kom í ljós, að númer það sem var á bílnum var hið rétta númer hans. Segir dómurinn að ekki verði séð að þetta hafi ekki mátt staðreyna án tafar, því lögreglan hefur aðgang að ökutækjaskrá. Þá leiddi eftirgrennslan lögreglu ekki til þess að annar bíll fyndist með sama skráningarmerki.

Segir dómurinn síðan að ekki verði séð að akstur konunnar á bílnum í umrætt sinn hafi gefið tilefni til handtöku hennar og frelsissviptingar í tæpan hálfan sólarhring og vera bræðranna í grennd við lögreglustöðina eða eftirgrennslan eftir móður þeirra í umrætt sinn hafi ekki gefið tilefni til handtöku þeirra og frelsissviptingar fram til næsta morguns, en annar bróðirinn var aldrei yfirheyrður um nóttina. Þyki öll meðferð málsins hjá lögreglu umrædda nótt að auki hafa dregist úr hófi.

Dómarinn segir, að af hálfu lögreglu hafi verið borið við erli í störfum hennar umrædda nótt, án þess að það hafi verið skýrt nánar, svo réttlætt gæti þann mikla drátt sem varð á skýrslutökum af konunni og sonum hennar. Ekki hafi heldur verið sýnt fram á að handtaka konunnar og frelsissvipting í framhaldi af því hafi verið nauðsynleg eða réttlætanleg, eins og á stóð, til að koma í veg fyrir áframhaldandi meint brot eða að sakargögnum yrði spillt.

bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli