Frétt

mbl.is | 08.06.2006 | 16:54Margar kvartanir hafa borist Neytendasamtökunum vegna HM

Þeir, sem hafa verið í viðskiptum við Símann og 365 miðla með erlendar stöðvar, fá ekki að njóta útsendinga frá leikjum Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu þar sem lokað verður fyrir útsendingar erlendra sjónvarpsstöðva sem sýna leikina. Þetta þykir mörgum viðskiptavinum óeðlilegt og virðist eingöngu vera íslenskt fyrirbæri á ferð, að því er segir á heimasíðu Neytendasamtakanna (NS), en fjölmargir neytendur hafa kvartað yfir því að þeim sé ekki gert auðvelt að njóta sjónvarpsútsendinga á leikjum HM.

NS segja margar kvartanir hafa borist yfir því að áskrifendur séu sviptir aðgangi að útsendingum þó svo þeir greiði fyrir fullan aðgang að sínu sjónvarpskerfi. Einnig er kvartað yfir ósanngjarnri verðlagningu hjá Sýn á meðan á HM stendur. Þetta er flókið mál, að sögn NS, og snýst um hver hefur sýningarréttinn af leikjum HM 2006.

Þá kemur einnig fram að mánaðargjaldið á Sýn fyrir HM-tímabilið hækkar upp úr öllu valdi, eins og segir á síðu NS, og er í engu samræmi við aðra mánuði. Möguleiki á að fá almennt mánaðargjald er að taka áskrift í sex mánuði eða lengur. Neytendasamtökin hafa óskað eftir sjónarmiðum fyrirtækjanna sem tengjast þessu máli.

Eftirfarandi svör bárust NS frá fyrirtækjum sem liggja undir ásökunum:

365 miðlar:

„Forsaga HM 2002 og 2006 á Íslandi er sú, að RÚV gaf frá sér réttinn af keppnunum sökum mikils kostnaðar fáeinum mánuðum fyrir fyrsta leik árið 2002. Sýn keypti réttinn af báðum keppnum til að tryggja það að HM væri í boði fyrir íslenska sjónvarpsáhorfendur og vakti mikla lukku á þeim tíma. Skv. samningi eru opnunarleikur, undanúrslit og úrslit sýnd í opinni dagskrá á Sýn.

Sýningarréttir sem þessir tryggja það að aðrir söluaðilar að sjónvarpsefni í sama landi geti ekki selt og/eða sýnt frá þessu móti. Dæmi um þetta er t.d. formúlan sem Ríkissjónvarpið er með sýningarrétt á. Þegar formúlan er sýnd á erlendum rásum sem m.a. eru aðgengilegar hjá Skjánum og Digital Íslandi er útsendingin svert, eða án hljóðs og myndar. Sama er gert fyrir HM í knattspyrnu á Íslandi og er gert að kröfu söluaðila okkar.“

Síminn:

„Skýringin er einföld. Sýn er með útsendingarréttinn á HM á Íslandi og öðrum sjónvarpsrásum er því óheimilt að sýna frá keppninni hér á landi. Síðan er það ákvörðun hverrar sjónvarpsrásar fyrir sig hvernig þær bregðast við þegar sýningarréttur á efni þeirra nær ekki til allra dreifingarsvæða. Norrænu rásirnar hafa tekið þá ákvörðun að sýna ekki frá HM á Íslandi, væntanlega til að forðast málarekstur. Þar sem Síminn sinnir aðeins endursölu erlendu sjónvarpsrásanna getur hann engin áhrif haft á dagskrárval þeirra. Þetta eru einu tilvikin sem koma upp á nokkurra ára fresti um stórviðburði sem við verðum að blokkera út. Þess má geta að 365 verður einnig að blokkera út sömu dagskrárliði á stöðvunum á Fjölvarpinu þótt þeir séu með réttinn til sýninga á Sýn.“

Neytendasamtökin hafa haft samband við Neytendastofu og Samkeppniseftirlitið vegna málsins og er það til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. Beðið er eftir úrskurði en HM 2006 byrjar á morgun.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli