Frétt

Stakkur 23. tbl. 2006 | 08.06.2006 | 09:27Enn af kosningum á Vestfjörðum

Margt hverfur í skuggann af kosningum og úrslitum þeirra. Svo er um útskrift nemenda úr Menntaskólanum á Ísafirði, er stendur á tímamótum þegar starfi skólameistara, aðstoðarskólameistara og fleiri lýkur. Til hamingju nemendur og kennnarar. Árangur náms og kennslu vetrarins er uppskorinn. Megi ykkur og skólanum vegna vel framvegis. Úrslit kosninga í Bolungarvík vöktu eftirtekt. Sjálfstæðisflokkur er nú í minnihluta. Lengi hélt hann um stjórnartaumana, einn eða með öðrum. Í Vesturbyggð sigraði Samstaða með fyrrum sjálfstæðismann og sveitarstjóra Patrekshrepps í forystu. Sjálfstæðisflokkur hafði meirihluta á Tálknafirði með óháðum.

Sennilega ræður afl Sjálfstæðisflokksins á Tálknafirði því að ekki hefur orðið af sameiningu hreppsins við Vesturbyggð. En fólki fækkar því miður stöðugt í vesturhluta Barðastrandarsýslu eins og reyndar annars staðar á Vestfjörðum. Rökrétt afleiðing þess er að stilla saman strengi og vinna byggðinni allt til framdráttar. Ekki eru hreinir flokkslistar í Vesturbyggð, en ljóst að meginstefnan var annars vegar Sjálfstæðisflokks og hins vegar eitthvað sem kenna mætti við Samfylkingu, hugsanlega vafið grænu Framsóknarflokksins að ógleymdum fyrrverandi áhrifamanni Sjálfstæðisflokks. Óskýrar línur í Vesturbyggð eiga ef til vil ýmsar skýringar. Persónuleg tengsl, vinátta eða slit vináttu kunna að skýra að einhverju leyti hve auðvelt menn eiga með að láta fortíðina og pólitíska stefnu lönd og leið. Gagnast það sveitarfélaginu? Þeirri spurningu verður trauðla svarað hér. Ósjálfrátt er sjónum beint að því að sveitarfélögin eru of mörg og smá, kraftlítil til þeirra nauðsynlegu verka sem bíða okkar Vestfirðinga svo snúa megi vörn í kraftmikla sókn.

Í nýja sveitarfélaginu í Strandasýslu sigruðu félagsöflin lista almennra borgara. Er ekki tilfellið að við séum öll almennir borgarar? Gera má ráð fyrir að í sveitarfélagi með 647 íbúa á kjörskrá eins og Bolungarvík, 686 í Vesturbyggð og 370 í Strandabyggð ríki allt önnur viðhorf til þeirra verka sem þarfnast úrlausnar en flokkspólitísk, enda bauð Sjálfstæðisflokkur aðeins fram á tveimur stöðum, Ísafjarðarbæ og Bolungarvík. Hvergi bauð Samfylking fram og Framsóknarflokkur aðeins á einum stað, Ísafjarðarbæ. Í fjórum hreppum voru óbundnar kosningar, kosnir voru menn en ekki listar. Í Reykhólahreppi voru 189 á kjörskrá og þátttaka ríflega 61%, í Súðavíkurhreppi 165, en tæp 67% kusu, í Kaldrananeshreppi voru kjósendur 685 og 75% kusu. Kjósendur sem kusu óhlutbundið skiluðu sér best í Árneshreppi, 36 af 43 kusu eða 83,72%, er nálgast þátttöku í bundnum kosningum. Áhuginn er misjafn en aldrei má gleyma því hve miklu skiptir að kjósa. Þar sem skil voru skörp gerðust tíðindi annars ekki. Meira um það næst.

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli