Frétt

Sigurður Pétursson | 06.06.2006 | 09:38Helgispjöll um heiðursmann

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson.
Sannleikurinn er vandmeðfarinn, sérstaklega þegar kemur að kosningum. Það sannaðist hér í Skutulsfirði og nágrenni í síðasta mánuði. Í aðdraganda kosninga til sveitarstjórna var margt ritað og enn fleira sagt, sem ekki komst nálægt því að teljast sannleikur. Margir þeirra sem fóru um akurinn í þeim tilgangi að vinna sínum málstað gagn, gáfu lítið fyrir slík viðmið, en létu stjórnast af því að markmiðið helgaði meðalið.

Og fyrst minnst er á meðöl, þá er ekki hægt annað en minnast á framgöngu læknis hér í bæ, sem ritar grein að loknum kosningum þar sem hann reynir að kasta rýrð á samborgara okkar sem skipaði heiðurssæti á Í-listanum fyrir nýafstaðnar kosningar. Sá góði drengur, Jón Fanndal Þórðarson, hefur fyrir löngu unnið sér viðurkenningu langt út fyrir Vestfirði vegna einarðrar baráttu fyrir málstað og réttindum fólks sem hér býr. Minnistæðust er forysta hans fyrir Heimastjórnarhátíð alþýðunnar árið 2004, sem var andóf gegn þeim skrautuppákomum sem fyrirmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóðu fyrir vegna hundrað ára afmælis heimastjórnar í landinu. Uppákomur Sjálfstæðismanna af því tilefni einkenndust af persónudýrkun sem aldrei fyrr hefur sést hér á landi. En menn í flokki Helga Sigmundssonar læknis virðast hallir undir slíkt hin síðari ár, hvað sem veldur.

Helgi læknir og kjósandi d-listans ritaði nefnilega grein í aðdraganda kosninga, þar sem hann rangfærði og sneri út úr málflutningi Í-listans, eins og siður virðist orðinn í ranni Sjálfstæðisflokksins, þar sem hann kýs að heimfæra sig. Á þetta benti Jón Fanndal Þórðarson í grein sem hann ritaði og kallaði „Málefnaþurrð“. Þar svaraði hann útúrsnúningi Helga um flugvallarmál og bæjarútgerð á málefnalegan hátt. Auk þessa nefndi Jón framgöngu forsvarsmanna heilbrigðismála hér í Ísafjarðarbæ í sambandi við sjúkraflug á Vestfjörðum og það undanhald sem þar varð síðasta vetur og margir hafa lýst áhyggjum útaf. Talaði Jón þar fyrir munn margra hér fyrir vestan. Þetta virðist hafa farið fyrir brjóstið á lækninum, því hann kallar það „að draga ótengd málefni“ inn í umræðuna. Eins og sjúkraflug á Vestfjörðum sé ótengdara okkar búsetuskilyrðum en staðsetning flugvallar í eða við Reykjavík!

Það er greinilegt að þarna stakk Jón á viðkvæmu kýli, eins og oft áður, og nú rýkur Helgi af stað að loknum kosingum og ætlar sér að setja ofaní við heiðursmanninn Jón Fanndal og virðist ætla að kenna honum siðfræði „heiðursmannsins“. Það má heita merkilegt með læknana hér í bæ, að þeir virðast halda að sérfræði þeirra eigi víða við. Að minnsta kosti tveir þeirra skutu sér fram á ritvöllinn og gáfu út vottorð um heiðarleika og siðferði stuðningsmanna Í-listans í kosningabaráttunni. Mörgum þykir nærtækara að þeir ágætu menn litu sér nær í þeim efnum og einbeittu kröftum sínum að því að bæta siðferði og heiðarleika í sínum eigin flokki. En oft henda menn steinum úr glerhúsi, eins og dæmin sanna.

Eitt er víst. Helgi Kr. Sigmundsson læknir þarf ekki að kenna Jóni Fanndal Þórðarsyni mannasiði eða drengilegan málflutning. Mig býður í grun að í þeim efnum hafi Jón hlotið gott veganesti á æskuárum sínum við Djúp og þroskað skilning sinn á langri og starfssamri ævi af kynnum við fjölda fólks, háum sem lágum, innanlands og utan. Þar þarf hann ekki vottorð læknis við. Allir þeir sem kynnst hafa Jóni vita að hreinskiptari og drenglundaðri mann er erfitt að finna.

Helgi Kr. Sigmundsson vill nú að loknum kosningum „leyfa hinu friðsæla lífi okkar að halda áfram“, eins og hann segir, eftir að hafa slett síðustu skvettunni úr sinni fötu. Hvort það raskar „friði“ Helga, veit ég ekki, en hann getur verið viss um að gagnrýnin umræða um stjórn bæjarins og aðferðir stjórnmálanna mun halda áfram næstu ár. Í-listinn mun sjá til þess.

Sigurður Pétursson sagnfræðingur.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli