Frétt

Benedikt Bjarnason | 03.06.2006 | 16:26Hver er sannleikurinn!

Benedikt Bjarnason.
Benedikt Bjarnason.
Ég hef ekki verið með fasta búsetu í Ísafjarðarbæ síðan 2001, fyrir vikið hef ég séð hlutina í öðru ljósi eins og gefur að skilja. Við getum orðið svo samdauna okkar umhverfi að við förum að taka öllu sem gefnu og það sem er fallegt og hleypir birtu inn í líf okkar hverfur í skugga hversdagsins. Kannski er skuggi hversdagsins að blinda okkur sýn á allt það góða fólk sem er í kringum okkur og fær okkur til að sýna hvert öðru tómlæti og tillitsleysi.

Ég fylgdist með aðdraganda kosninganna úr fjarlægð og hélt að það hefðu verið teknar upp nýjar aðferðir, fólk virtist heyja kosningabaráttuna með upplýstari hætti en oft áður og stefnuskrár framboðanna voru það sem málið snérist um og hvaða einstaklingum við treystum til að fylgja þeim eftir. Þegar skoðanakannanir fóru að berast um að eitt framboðið væri að fara að vinna stórsigur var eins og örvænting tæki ráð og rænu af mönnum. Framboðin sem voru undir í könnunum fóru að heyja baráttu á því plani sem ég hafði vonað að við hefðum náð að þroskast frá. Tveimur vikum fyrir kosningar fóru stefnumál Í-listans ekki að skipta máli fyrir andstæðinga listans heldur fóru þeir að gera listanum upp skoðanir og stefnur og ekki þurfti þá að styðjast við sannleikann frekar en annað. Ef til vill var það vegna þess hve stefnuskrám framboðanna svipaði til hver annarrar. Einnig gerðust andstæðingar Í-listans læknar á einni nóttu og fóru að gefa út vottorð um heilsufar manna sem voru í framboði og einnig annarra sem ekki voru í framboði. Hvar er ábyrgðin í slíkum málflutningi? Hvað er málefnaþurrð ef þetta er ekki það ? Að einstaklingar sem eru að sækjast eftir trausti leggist á þetta lága plan skil ég ekki. Ég skil heldur ekki í mönnum sem lent hafa í rógburði að vilja gera slíkt við aðra.

Oddvitar framboðanna geta ekki skotið sér undan þeirri ábyrgð sem fylgir því að stýra kosningarbaráttu. Þeir hljóta á endanum að vera ábyrgir fyrir því sem “peð” í þeirra röðum segja eða gera. Eða eru þeir lausir ábyrgðar því þetta eru bara kosningar. Ég geri þá kröfu að starfsmenn í opinberum stöðum sem taka þátt í kosningabaráttu gerist ekki sekir um ósannsögli þótt mönnum hlaupi kapp í kinn. Ég vil geta treyst þeim einstaklingum sem ég þarf að leita til, þá hvort heldur innan valdstjórnarinnar, heilbrigðiskerfisins, ráðherra eða stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar. Er þetta ósanngjörn krafa?

Ég deili ekki við dómarann, atkvæðin hafa verið talin og ný bæjarstjórn tekur senn við. Ekkert er óeðlilegt við það, því allir voru jú að berjast fyrir því að komast til áhrifa til að gera bæjarfélagið okkar betra. Þegar farið var í gegnum stefnuskrár framboðanna sem eru jú allar á svipuðum nótum greindi menn á um hvernig og í hvaða röð verkefnin yrðu unnin þannig að fljótt á litið hefðu allir átt að geta unnið með öllum. Menn eru þegar byrjaðir að éta loforð ofaní sig sem gefin voru í kosningabaráttunni en vonandi gefur það ekki rétta mynd af orðheldni þeirra. Ég hef rætt þessi mál við stuðningsaðila annars af þeim framboðum sem mynda nýja meirihluta og hafa þeir sagt við mig: „kosningarnar eru búnar hvað ertu að kvabba yfir þessu”. Mitt svar til þeirra hefur verið að sá aur sem framboðin dreifðu situr enn á fólki eftir kosningarnar, hann hvarf ekki þótt talningu lyki. Það að einstaklingar sem stunda svona kosningaáróður og ætla svo að standa upp frá borði eins og ekkert hafi í skorist, því þetta voru jú bara kosningar, segir mér meira um siðferði viðkomandi en nokkuð annað.

Ég ætla ekki að elta ólarnar við þessa slefbera því sök bítur sekan. Reyndar eru það þessir einstaklingar sem tala bæjarfélagið okkar niður. Vonandi verða það ekki þessir sömu einstaklingar sem verða verðlaunaðir með vegtyllum innan bæjarins. Ég tel að rógburðurinn hafi ekki verið það sem gerði útslagið í þessum kosningum hvað varðar Í-listann þó slæmur væri. Rógburðurinn er samt það eftirbragð sem situr í manni að kosningum loknum.

Ég vil í lokin óska þeim sem náðu kjöri til hamingju, einnig þeim sem störfuðu heiðarlega í baráttunni. Gott bæjarfélag getur alltaf orðið betra. Við eigum öll að geta sameinast um að gera Ísafjarðarbæ að betra samfélagi en hann er í dag og það gerum við með því að læra af mistökum gærdagsins.

Kær kveðja heim,
Benedikt Bjarnason.


bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli