Frétt

bb.is | 02.06.2006 | 13:25Ekki vitað hversu margir þeirra sem skrifuðu undir eru Vestfirðingar

Stíflustæði við Kárahnjúka á Austurlandi. Mynd: karahnjukar.is.
Stíflustæði við Kárahnjúka á Austurlandi. Mynd: karahnjukar.is.
Áhugasamur lesandi bb.is hafði samband og sagðist ósáttur við undirskriftasöfnun þá sem fram fór á sýningunni Perlan Vestfirðir nú í vor þar sem lýst var yfir stuðningi við stóriðjulausa Vestfirði. Sagðist lesandinn furða sig á að slík undirskriftasöfnun færi fram í Reykjavík og vildi vita hversu stórt hlutfall þeirra 1.050 manna sem skrifuðu undir væru Vestfirðingar. Að sögn Ástu Þorleifsdóttur, sem var í forsvari fyrir ráðstefnuna „Orkulindin Ísland – Náttúra, mannauður og hugvit“ og stóð ásamt fleirum að undirskriftasöfnuninni er ekki ljóst hvar þeir sem skrifuðu undir eru búsettir. „Það voru hins vegar margir brottfluttir Vestfirðingar á sýningu og fólk eins og ég, ættað að vestan“, segir Ásta. Þá segir hún að ætlunin sé að gefa Fjórðungssambandi Vestfjarða bókina með undirskriftunum og þá verði hægt að kanna þessa hluti frekar, sé vilji til þess.

Þá sagðist lesandinn einnig ekki skilja hvað fólk ætti við með orðinu „stóriðja“ og vildi vita hvort nokkrar nákvæmar skilgreiningar væru til á því hvað væri stóriðja og hvað ekki. „Hefði skuttogaravæðingin getað átt sér stað í skugga svona yfirlýsingar“, spurði lesandinn. Þessu svaraði Ásta með því að segja að með stóriðju væri átt við orkufrekan og mengandi iðnað. „Ef svo heldur áfram sem horfir verður álbræðsla kaupandi að 86% allrar orkuframleiðslu árið 2011, sem er ekki æskileg staða“, segir Ásta.

Að yfirlýsingunni stóðu nokkur af helstu náttúruverndarsamtökum á Íslandi, auk einstaklinga. Tildrög yfirlýsingarinnar var boð Fjórðungssambands Vestfjarða til samstarfshóps helstu náttúruverndarsamtaka landsins sem stóðu að ráðstefnunni „Orkulindin Ísland - Náttúra, mannauður og hugvit“, sem haldin var á Hótel Nordica 10. mars síðastliðin. Starfshópurinn tók einnig þátt í málþingi um breytta atvinnustefnu á Vestfjörðum sem haldin var á Hótel Loftleiðum 7. maí sl. í tengslum við sýninguna Perlan Vestfirðir. Eins og kunnugt er hefur mörgum orðið tíðrætt um það upp á síðkastið að lýsa Vestfirði stóriðjulausa, og þá sérílagi bæjarstjóranum á Ísafirði, Halldóri Halldórssyni. Fyrir skemmstu lýsti svo bæjarstjórn Vesturbyggðar yfir vilja sínum til að styðja slíka tillögu. Ekki hefur orðið vart við að hugmyndin njóti verulegrar andstöðu nokkurs staðar í fjórðungnum, ekki fyrr en nefndur lesandi hafði samband við bb.is það er að segja.

Yfirlýsingin sem undirskriftum var safnað við í Perlunni er svohljóðandi:

„Atvinnustefna sem byggir á sjálfbærri þróun og grundvallar hagsæld sína og
nýsköpun á eigin frumkvæði, þekkingu og sögulegri hefð, í sátt við náttúruna, mun efla vestfirsk byggðarlög og atvinnulíf til langframa. Slík sérstaða getur orðið stolt Vestfirðinga og mun reynast fyrirmynd annarra samfélaga heima og heiman og þannig gott veganesti til markaðssetningar.Við undirrituð heitum því að leggja Vestfirðingum lið við að koma í framkvæmd þessari framsæknu stefnu Fjórðungssambands Vestfirðinga að lýsa Vestfirði stóriðjulaust svæði. Með þessari stefnuyfirlýsingu er stigið mikilvægt skref í þá átt að skapa á Vestfjörðum þekkingarsamfélag með sjálfbærni að leiðarljósi. Megi hún verða öðrum landshlutum og Íslandi öllu til eftirbreytni.“

eirikur@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli