Frétt

| 25.05.2000 | 09:48Flugvellir, jarðgöng eða vegir

Samgöngur eru á hvörfum. Innanlandsflug tekur miklum breytingum um þessar mundir. Áfangastöðum Flugfélags Íslands fækkar nú óðum og stefnir í það, að aðeins verði flogið til fjögurra utan Reykjavíkur, Ísafjarðar, Akureyrar, Egilsstaða og Vestmannaeyja. Flug á vegum Flugfélags Íslands og áður Flugleiða innanlands hefur lagst af til Patreksfjarðar, Þingeyrar, Sauðárkróks, Húsavíkur og Neskaupstaðar. Búast má við því að áætlunarflug félagsins til Hornafjarðar heyri brátt sögunni til nema svo fari að erlendir ferðamenn haldi þeirri flugleið uppi.

Sú tíð er liðin þegar áfangastaðir Flugleiða voru þrír á Vestfjörðum og Íslandsflug flaug til Bíldudals, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs. Flugfélagið Ernir hélt uppi áætlunarflugi frá Ísafirði um tveggja áratuga skeið. Flogið var með farþega og póst frá Ísafirði til Suðureyrar, Flateyrar, Ingjaldsands, Þingeyrar, Bíldudals og Patreksfjarðar. Auk þess var flogið leiguflug til annarra staða á Vestfjörðum svo sem Reykhóla, Hólmavíkur og Gjögurs. Um skeið hélt Ernir einnig uppi áætlunarflugi milli Suðureyrar og Reykjavíkur. Enn er áætlunarflug á vegum Flugfélags Íslands milli Ísafjarðar og Akureyrar. Flugfélag Norðurlands stóð fyrir þessu flugi um langt skeið áður en Flugfélag Íslands varð til á nýjan leik. Svo virðist sem þessi fyrrum ,,gullrúta? FN gefi ekki jafn mikinn arð og fyrrum. Það hefur margt breyst í samgöngumálum á Íslandi, sem hefur haft mikil áhrif á flug innanlands.

Á Vestfjörðum höfðu jarðgöngin góðu undir Breiðadals- og Botnsheiðar þau áhrif að grundvöllur flugs í Holt og á Suðureyri hvarf með öllu. Sama má reyndar segja með Þingeyri. Að flugvellinum þar eru rétt rúmir fimmtíu kílómetrar frá Ísafirði. Betri vegur um jarðgöngin og Gemlufallsheiði kippir grundvelli undan flugi um Þingeyri. Íslandsflug flýgur enn til og frá Bíldudal, en illa gengur að halda uppi flugi til Patreksfjarðar. Þess má geta að flutningur pósts milli landshluta fer nú fram með bílum en ekki flugi, svo sem áður var til Vestfjarða. Strandsiglingar eru ekki svipur hjá sjón. Vegirnir og bílarnir eru að taka við af flugi og siglingum. Vöruflutningabílar aka um allt land með vörur og flutning.

Það er ljóst að bestu samgöngubætur fyrir norðanverða Vestfirði felast í stórbættum Djúpvegi númer 61, en ekki fleiri jarðgöngum. Stytta þarf vetrarleiðir og auka mokstur. Þessi sjálfsagða krafa mun enn grafa undan flugi. Fari svo að lendingarskilyrði á Reykjavíkurflugvelli verði skert enn frekar, eins og hugmynd borgarstjóra og borgarstjórnar um aðeins eina flugbraut gefa til kynna, munu stoðirnar undir innalandsflugi veikjast mjög mikið. Hafa ber sterkt í huga að vegir og brýr eru ódýrari en jarðgöng. Því þarf afar sterk rök fyrir gerð jarðganga.

bb.is | 29.09.16 | 09:58 Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með frétt Sumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli