Frétt

mbl.is | 01.06.2006 | 14:38„Kaninn" hættur að heyrast

Útvarpsstöð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hætti í dag útsendingum sínum á miðbylgju eftir nær 55 ára starfsemi, en varnarliðið hóf tilraunaútsendingar á Keflavíkurflugvelli undir nafninu RADIO TFK með 25 vatta sendistyrk á miðbylgju í nóvembermánuði 1951. Samkvæmt upplýsingum frá Upplýsingaskrifstofu varnarliðsins voru fordæmi fyrir útvarpssendingum breska og bandaríska hersliðsins hér á landi í síðari heimsstyrjöldinni er báðir leigðu sérstaka dagskrártíma fyrir menn sína í Ríkisútvarpinu. Þá var lítil útvarpsstöð starfrækt á Keflavíkurflugvelli í stríðslok. Var varnarliðinu veitt formlegt leyfi til reksturs 250 vatta útvarpsstöðvar allan sólarhringinn í maímánuði 1952 og varð þannig lögformlegur aðili að rekstri ljósvakamiðla á Íslandi.

Útvarpsstöðin flutti blöndu af vinsælli tónlist, fréttum, tilkynningum, fræðslu- og skemmtiefni sem unnið var af starfsmönnum stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli eða útvarpi Bandaríkjahers, Armed Forces Radio Service, og sent út beint eða af plötum, segulböndum og um gervihnött líkt og í öðrum bækistöðvum Bandaríkjahers erlendis. Stöðin útvarpaði á 1484 kílóriðum til ársins 1975 er sendingin var færð á 1485 kílórið til samræmis við evrópskar útvarpssendingar, og ári síðar hófust FM steríósendingar um kapalkerfi. Útsenditíðninni var enn breytt í 1530 kílórið á tíunda áratugnum og hafin 50 vatta útsending á FM 104,1 árið 1994.

Auk eigin þáttagerðar flutti útvarpsstöðin gjarna flest það sem vinsælast var í bandarísku útvarpi líkt og tónlistarþætti Casey Kasem, American Top Forty, Charlie Tuna, Wolfman Jack, Gene Price, Roger Carroll, Jim Pewter, Don Tracy, Dick Clark, Humble Harve, Mary Turner, Tom Campbell, Carmen Dragon, Bill Stewart og Harry Newman, og fréttaþætti Pauls Harveys og Roberts. W. Morgans auk All Things Considered, og einnig þætti á borð við CBS Radio Mistery Theater og Golden Days of Radio.

Stöðin hóf sjónvarpsútsendingar á Keflavíkurflugvelli árið 1955 en þær sendingar voru færðar í kapalkerfi og litvæddar árið 1976. Á öndverðum níunda áratugnum bættust sjónvarps- og útvarpssendingar um gervihnött við kapalkerfið og urðu þar alls 40 sjónvarpsrásir og 11 útvarpsrásir.

Starfsmenn útvarps- og sjónvarpsstöðvar varnarliðsins voru að jafnaði um 25 talsins, þar af þrír íslenskir tæknimenn.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli