Frétt

mbl.is | 01.06.2006 | 08:20Fallhlífarsveitin góð viðbót

Atburðirnir á Hvannadalshnúk í fyrradag hafa beint athygli fólks að lítt þekktri útkallsdeild innan Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík (FBSR), sem sendi sérþjálfaða fallhlífarsveitarmenn á vettvang með Fokkervél Landhelgisgæslunnar TF-SYN. FBSR er eina björgunarsveitin á landinu sem hefur á að skipa fallhlífarsveit en hún hefur þó ekki verið notuð í alvöru útkalli fyrr en nú í nærri 30 ára sögu fallhlífardeildarinnar. En lengi hefur verið æft og sýndi það sig að fallhlífarmennirnir voru vel undirbúnir.

Það má þó ekki gleyma því að mun fleiri björgunarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg komu að hinni vel heppnuðu björgun en FBSR og skal hér áréttað að þeir tveir fjallgöngumenn sem sluppu ómeiddir úr snjóflóðinu margumtalaða fengu fylgd liðsmanns Hjálparsveitar skáta Kópavogs niður af fjallinu, en hann er einnig leiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum í Skaftafelli, og Kyndils á Kirkjubæjarklaustri.

Þrír hinna slösuðu voru teknir með TF-LIF gæsluþyrlunni nokkru áður. Þá voru liðsmenn Björgunarfélags Hornafjarðar drjúgir á leið sinni frá Skálafellsjökli sem buðust til að flytja sérhæfðan búnað fallhlífarsveitarmannanna niður af jökli. Fallhlífardeildin tók bakpoka þeirra óslösuðu til byggða.

Björgunarstökk er frábrugðið venjulegu fallhlífarstökki á þann hátt að stokkið er í kringlóttri fallhlíf sem bundin er með taug í flugvélina og opnast því strax eftir útstökk. Fallhlífarnar eru nákvæmlega þær sömu og notaðar eru í hernaðarskyni og því getur stökkvarinn stokkið með bakpoka og skíði. Til þess að öðlast réttindi sem björgunarstökkvari þarf að ljúka ströngu námskeiði auk þess að hafa lokið öllum helstu almennum námskeiðum í björgunarfræðunum, segir á heimasíðu FBSR. Og sú var raunin með stökkvarana og stökkstjórana tvo sem fóru í útkallið á þriðjudaginn.

Atli Þór Þorgeirsson, formaður FBSR og fallhlífarstökkvari, segir ýmsa kosti fólgna í því að nota fallhlífarsveit. Réttast sé að lýsa gagnsemi hennar sem ágætri viðbót við þau björgunarúrræði sem fyrir eru. "Auðvitað er langbesti kosturinn að flytja alla með þyrlu því það er þægilegasti ferðamátinn," segir hann. "En ef þyrla er ekki til staðar og það vantar mannskap getum við komið út átta fallhlífarstökkvurum auk mjög mikils búnaðar. Við getum lent á jökli ef ekkert er skyggnið, öfugt við þyrlu.

Þyrlan átti í erfiðleikum á jöklinum og var á leiðinni burtu, þegar flugmennirnir á Fokkernum sáu glufu í skýjunum og kölluðu þyrluna til baka. Hefði það ekki gerst hefðum við farið í að koma mönnunum niður af jöklinum, eða á stað þar sem hægt hefði verið að sækja þá. Við erum með búnað til að merkja lendingarsvæði fyrir þyrlu og það var ætlun okkar. Ef Fokkerinn hefði ekki verið þarna, hefði þyrlan ekki náð lendingu þann tíma sem glufan myndaðist."

Atli Þór gekk í FBSR fyrir rúmum áratug gagngert til að ganga í fallhlífarsveitina. Hann á nú að baki 50 stökk. Aðrir eiga allt upp í fleiri hundruð stökk að baki s.s. annar stökkstjóranna, Pétur Kristjánsson. Snorri Hrafnkelsson stökkstjóri á að baki á annað þúsund stökk. Reglan er sú að stökkstjórar verða eftir í flugvélinni en gefa stökkvurunum skipanir. Atli líkir stökkvurunum við farm sem varpað er út í fallhlíf án þess að rökræða eða rabba við stökkstjórana í aðdragandanum.

Ábyrgðin er hjá stökkstjórunum og þeir taka ákvörðunina. Og þá er að hlýða. Þannig gengur það fyrir sig. Fallhlífarnar eru líka þannig gerðar að þær þola mikinn farm með stökkvaranum en aftur á móti eru þetta engar sportfallhlífar því stökkvarinn ræður sáralitlu um það hvar hann lendir og getur ekki beygt fallhlífinni í fallegum bogum eins og gert er með ferköntuðum fallhlífum. Þess vegna reynir mjög mikið á stökkstjórana sem þurfa að taka mið af vindum og aðstæðum áður en þeir miða sínum mönnum á ákveðinn lendingarstað.

"Það er ekkert sport við þetta og maður stjórnar ekki fallhlífunum. Þetta er bara aðferð til að komast hjá því að detta út úr flugvélinni eins og grjót," segir Atli. "En það er mikill kostur að geta ekki stjórnað þeim því þá er hægt að henda mörgum út í einu án þess að eiga á hættu að þeir rekist hver á annan".

Pétur félagi hans segir menn útskrifast sem björgunarstökkvarar með 5 stökka reynslu og því séu stökkvararnir í deildinni með fína reynslu. Ágæt er sagan af því þegar Pétur gekk í FBSR árið 1990 án þess að setja markið sérstaklega á fallhlífarstökk.

"Ég byrjaði í Flugbjörgunarsveitinni og kom rogginn heim til mín með fréttirnar. Þegar ég sagði pabba gamla frá þessu sagði hann mér að ég yrði þá að stökkva í fallhlíf. Ég spurði hann hvers vegna og hann svaraði: "Nú, þeir gera það!" Mér varð svo mikið um að ég svaf varla næstu nótt og ég ætlaði varla að mæta aftur, enda ætlaði ég ekki að vera svo kolbilaður að fara að hoppa út úr flugvél. En svo vaknaði áhuginn og maður velti fyrir sér hvort maður hefði kjark í þetta. Og eftir fyrsta stökkið varð ekki aftur snúið."

Í fallhlífardeildinni eru í heild um 20 manns, þar af 10 undanfarar sem eru best þjálfuðu menn FBSR. Æft er á 2-3 mánaða fresti en þeir félagar segja að best væri að geta æft einu sinni í mánuði. Mjög er misjafnt milli ára hversu mikil ásókn er í þessa deild, en hún var með meira móti í vetur. Og nú eru í undirbúningi námskeið sem fljótlega verður hleypt af stokkunum.

Í hópnum sem sendur var á Hvannadalshnúk voru auk Atla og Péturs, þeir Magnús Aðalmundsson, Snorri Hrafnkelsson, Hilmar Ingimundarson, Ólafur Haukur Ólafsson, Þórður Bergsson og Ottó Eðvarð.

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli