Frétt

bb.is | 31.05.2006 | 14:09Íslenska ríkið dæmt til að greiða Ingibjörgu Ingadóttur launaleiðréttingu

Menntaskólinn á Ísafirði.
Menntaskólinn á Ísafirði.
Íslenska ríkið hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmt til að greiða Ingibjörgu Ingadóttur, kennara við Menntaskólann á Ísafirði, 36.431 krónu með dráttarvöxtum og verðtryggingu af 14.616 krónum frá 1. júní 2005 til 1. júlí, af 29.232 krónum frá þeim degi til 1. ágúst 2005 og af 36.431 krónu frá 1. september 2005 til greiðsludags. Þá er krafa Ingibjargar um að ríkið skuli skylt til þess, að óbreyttum ráðningarsamningi, að greiða henni laun frá 1. september 2005 til 31. júlí 2006. Einnig skal ríkið greiða Ingibjörgu 300 þúsund krónur í málskostnað. Ingibjörg varð fyrir launamissi vegna ákvörðunar Ólínu Þorvarðardóttur, skólameistara MÍ, að svipta hana þeim launaflokki sem fylgdi sviðsstjórastarfi í erlendum tungumálum við skólann, auk launaflokki skv. svokallaðri alúðarröðun.

Ingibjörg byggði kröfur sínar í málinu á því að ákvörðun skólameistarans um að svipta hana hluta af launakjörum sínum hafi verið ólögmæt. Hún hafi verið tekin án þess að henni væri gefinn kostur á að tjá sig um hana og án þess að nokkrar ávirðingar hafi komið fram vegna framgöngu hennar í sviðstjórastarfinu eða öðru því sem leitt hafi til þess á sínum tíma að hún ein kennara við MÍ sem stundaði nám var talin þess verðug að hljóta svokallaða alúðarröðun, sem er hækkun um einn launaflokk. Skólameistari hafi haft vald til að afþakka vinnuframlag stefnanda sem sviðsstjóra, sem hún hafi verið ráðin til frá ágústmánuði 2004 til tveggja ára, en það vald nái ekki til þess að svipta stefnanda launum sem sviðsstjórahlutverkinu fylgi. Ingibjörg taldi að skólameistari MÍ hefði brotið gegn andmælarétti sínum þegar ákvörðunin var tekin um að svipta hana launum.

Ríkið mótmælti því að Ingibjörg hefði verið ráðin eða skipuð í starf sviðsstjóra heldur hafi þar verið um að ræða sérstakt verkefni sem kennara hafi verið falið tímabundið jafnhliða kennslu samkvæmt einhliða fyrirmælum skólameistara. Í greinargerð ríkisins segir að ekki verði séð að skilyrði fyrir því að vera falin sviðsstjórn/deildarstjórn við framhaldsskóla séu tiltekin sérstaklega í lögum, reglugerðum eða kjarasamningum. Jafnframt segir að skólameistara hafi verið heimilt að binda enda á sviðsstjórn stefnanda þegar ljóst hafi orðið að hún fullnægði ekki kröfum fyrir sviðsstjórn við skólann og hafði enga formlega menntun á því fagsviði og er um það vísað til sjónarmiða um brostnar forsendur.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir meðal annars: „Eigi verður fallist á sjónarmið stefnda, sem lúta að brostnum forsendum fyrir starfi stefnanda sem sviðsstjóra, enda var skólameistara MÍ með vissu kunnugt um það frá því í maí 2004 og mátti vera um það kunnugt miklu lengur að stefnandi uppfyllti ekki lögbundin skilyrði kennsluréttinda í tungumálum. Engu breytir í því efni þótt rétt kunni að vera að skólameistari hafi komist að því skömmu fyrir þá ákvörðun, sem hún tók 23. febrúar 2005 og mál þetta snýst um, að stefnandi stundaði ekki fjarnám í ensku við Kennaraháskólann eins og hún hafði boðað í bréfi 10. maí 2004. Stefnandi var fyrirvaralaust svipt sviðsstjórastarfi sínu sem henni hafði verið veitt til ákveðins tíma og án uppsagnarákvæðis. Um starf (hlutverk) var að ræða sem auglýst hafði verið og veitt stefnanda eftir umsókn hans en ekki verkefni sem skólameistari setti hana til af verkstjórnarvaldi sínu. Stefnandi verður því talin hafa átt andmælarétt samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 og verður ekki litið svo á að augljóslega hafi verið óþarft að hún ætti þess kost að tjá sig um efni hinnar íþyngjandi ákvörðunar enda eru ekki lög- eða samningsbundin skilyrði fyrir því að framhaldsskólakennara sé falin sviðsstjórn. Þá er ekki fallist á að viðræður stefnanda og skólastjóra í maí 2004 geti falið í sér að stefnanda hafi verið veitt færi til andmæla gegn hinni umstefndu ákvörðun sem var tekin 23. febrúar 2005 enda fól framangreint bréf stefnanda 10. maí 2004 einungis í sér að hún lýsti sig andvíga þeirri hugmynd skólameistara að hún tæki að sér aðrar kennslugreinar í stað ensku. Þegar af þeirri ástæðu að andmælaréttar stefnanda var ekki gætt var ákvörðunin ólögmæt.“

eirikur@bb.is

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli