Frétt

murinn.is / sh | 25.12.2001 | 17:40Veislustjóri og neyslustjóri

Ríkiskapítalisminn á Íslandi fékk enn einn stórsigurinn skjalfestan með liðsinni frá samsteypustjórn Sjálfstæðisflokkanna þegar svokallaður umhverfisráðherra tók málstað hagkerfisins í stað umhverfisins, einu sinni sem oftar. Ríkiskapítalismi ráðherranna snýst í stuttu máli um það að fóðra stærstu steypuhrærivélar landsins á náttúruperlum með reglulegu millibili með tilheyrandi byggðaröskun. Þess vegna er alltaf brjálað að gera á Íslandi Sjálfstæðisflokkanna, annað veifið við að byggja risavirkjanir og þungaiðnaðarmiðstöðvar fyrir milljarðatugi á einu landshorninu og hitt við að byggja yfir þúsundir flóttamanna af öðrum landshornum og svo koll af kolli.
Forsætisráðherra landsins lítur illu heilli svo á að ábyrgð hans gagnvart stjórn efnahagsmála felist fyrst og síðast í því að leika einhvers konar veislustjóra sem stöku sinnum breytist í drýldinn neyslustjóra ef einhver leyfir sér að finna að útdeilingu gæðanna. Talsmönnum öryrkja, sjúklinga, smábátasjómanna, aldraðra og öðrum sem hafa haft í frammi gagnrýni og reynt að flekka ljóma hins mikla kapítalíska ríkis hafa ekki verið vandaðar kveðjurnar úr Stjórnarráðinu. Þó svo að í orði kveðnu haldi þar um stjórnartaumana frjálshyggjumenn og einhvers konar miðsækið afbrigði af þeim, sem kallar sjálft sig framsóknarmenn, er vandfundið stílbrot á ríkiskapítalismanum nema kannski helst að forsjónin hefur verið svo ófyrirleitin að hafa ráðherrana einum færri en jólasveinana.

Og undanbrögð stjórnarherranna sem voru, eins og utanríkisráðherrann tók af tvímæli um, búnir að ákveða að byggja Kárahnjúkavirkjun hvað sem tautaði og raulaði, ættu ekki að hafa svikið nokkurn mann. Umhverfisráðherrann svokallaði réð sér varla fyrir kæti í aðra röndina yfir að hafa kveðið upp svona dæmalaust góðan úrskurð en gætti þess að hamra á því hvað það væru nú gerðir miklir fyrirvarar við framkvæmdina. Kannski hefur einhver átt að fá kökk í hálsinn, það er að segja einhver annar en forstjóri Landsvirkjunar sem tuggði sömu tuggurnar og ráðherrann um hvað þetta væri nú allt íþyngjandi fyrir fyrirtækið. Þær þakrennuveitur sem Landsvirkjun sagðist vilja teygja um allar trissur norðan Snæfells eru skiptimynt varðandi umhverfisáhrifin rétt eins og örfáir viðbótarmilljarðar vegna nýrrar útfærslu af eyðileggingunni miklu þegar á heildarfylleríið er litið. Landsvirkjun hefur fengið óskorað leyfi ríkisstjórnarinnar til að traðka að vild á íslenskum náttúruverndarsamtökum og margvíslegu uppbyggingarstarfi í ferðaþjónustu á Austurlandi með því eina skilyrði að hún noti ekki gaddaskó.

Til að kóróna ósvífnina er það látið fylgja með að það þurfi að endurskoða lögin um mat á umhverfisáhrifum, sem voru ekki nema rétt mátulega komin úr prentun þegar dansinn hófst. Síðustu efasemdirnar um að ríkisstjórnin ætli að sníða lögin að gerðum sínum en ekki öfugt, ættu því að hafa fokið á haf út. Það fer kannski vel á því að þær hafi farið sömu leið og jarðvegurinn af öræfunum á eftir að fjúka fyrir tilstilli umhverfisráðherra sem telur umhverfisáhrif þessarar virkjunar að mestu leyti ásættanleg. Eða dettur einhverjum í hug að uppblásturinn og jarðvegseyðingin verði einhvern tíma stöðvuð af því að ráðherrann hafi gert kröfu um „vöktun“ – að þegar framkvæmdin hefur einu sinni verið heimiluð og samið um orkusölu til áratuga verði tappinn bara tekinn úr öllu saman af einhverjum vaktmönnum á Vesturöræfum?

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli