Frétt

Stakkur 22 tbl. 2006 | 31.05.2006 | 09:49Úrslit kosninga í Ísafjarðarbæ

Kosningum til bæjarstjórnar lauk. Talið hefur verið upp úr kössunum. Tölur voru óvæntar og komu mörgum á óvart. Sjálfstæðisflokkur hlaut 1064 atkvæði, 43,29%, sem er næst besta hlutfall eftir miðja síðustu öld, en árið 1986 náði hann 45,6% atkvæða í Ísafjarðarkaupstað. Helsti keppinauturinn, Í listinn, hlaut 1003 og 40,81% atkvæða. Sú niðurstaða var á skjön við bæði niðurstöður skoðanakannana og væntingar margra. Framsóknarflokkur sem hafði þor til að bjóða hér fram undir nafni hlaut 391 atkvæði og nærri 16%, sem er nálægt venjulegu fylgi, en nú voru skil í baráttunni skarpari en oft áður. Meirihlutinn hélt velli.

Sameinuð aðsókn vinstri afla og Frjálslynda flokksins tókst ekki. Nú hafa flokkar meirihlutans undirritað viljayfirlýsingu um framhald samstarfs sem er eðlilegt að fengnum úrslitum og kemur þar fram skipting helstu nefnda. Bæjarstjóri verði af D lista, formaður bæjarráðs af B lista allt kjörtímabilið 2006 til 2010 og forseti og 1. varaforseti sama tíma af D lista, en 2. varaforseti komi af Í lista. Um er að ræða skýra og skarpa verkaskiptingu og hlutur B lista all nokkur, því formaður bæjarráðs er lykilmaður í pólitísku stjórnkerfi sveitarfélags.

Þessi niðurstaða er augljós og í samræmi við undangengna kosningabaráttu, sem einkenndist af því að fjórir stjórnmálaflokkar bundust tryggðarböndum um að fella þann meirihluta er haldið hefur um stjórnvölinn undanfarin átta ár. Að auki ber að líta til þess að bæjarstjóri og oddviti Framsóknarmanna og væntanlega verðandi formaður bæjarráðs þekkjast vel og hafa átt farsælt samstarf um málefni Ísafjarðarbæjar til framdráttar þeim er hér búa. Oddviti Í listans nýja hefur enn ekki sagt margt um úrslitin annað en að sætta sig við staðreyndir. Athyglisvert er að sjá skrif eins frambjóðanda Í lista á Málefnin.com. Undir heitinu cecil hellir viðkomandi úr skálum reiði sinnar hinn 25. maí 2006 kl. 01:15, kennir ,,prentstofu í sambandi við vikublað” um ófarir í framboðsmálum hér, ,,líklega vegna þess að allt of mikið var að gera við útkomu XD áróðurs eða eitthvað slíka, svo þeir sendu prentunina til Odda” (tilvitnun úr innleggi 3939).

Þetta er athyglisvert, ekki síst í ljósi þess, að 24. maí 2002 lýsti Ásthildur Cecil Þórðardóttir, frambjóðandi Frjálsynda flokksins í Ísafjarðarbæ því við ritstjóra BB að blaðið væri málgagn Sjálfstæðisflokksins. Ekkert er fjær lagi, en myndi sjálfsagt gleðja Sjálfstæðismenn ef satt væri. Enginn, síst frambjóðandi, skyldi gleyma að kjósendur eru nokkuð glöggir þegar kemur að kosningum og vita sínu viti. Það er fáfræði, jafnvel hreinn barnaskapur og ókunnugleiki um upplýsta kjósendur að halda slíku fram. Málefni, staðreyndir, verk og framsetning þessa alls ræður úrslitum. Illt er að kenna öðrum um ófarir sínar en út í hött að koma því á þá sem ekki eiga sök. Bæjarstjóri sinnti sinni kosningavinnu og skar upp eins og til var sáð. Svo einfalt er það.

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli