Frétt

Leiðari 22. tbl. 2006 | 31.05.2006 | 09:46Að loknum sveitarstjórnarkosningum

Að loknum kosningum, hvort heldur er til sveitarstjórna eða Alþingis, er alltaf jafn ánægjulegt að fylgjast með túlkun leiðtoganna á úrslitunum; allir sjá þeir ljósið og tekst að sannfæra sig og sína um að þrátt fyrir allt hafi unnist ákveðinn sigur. Litið til landsins í heild voru kosningaúrslitin upp og niður ef svo má orða það. Að slepptu Seltjarnarnesinu (litla og lága) þar sem það virðist einber peningasóun að efna til kosninga, þá standa tvö bæjarfélög öðrum fremur með afgerandi úrslit: Hafnarfjörður og Reykjanesbær. Í þó nokkrum bæjarfélögum urðu breytingar; meirihlutar ýmist féllu eða vonir um meirihluta eins framboðs gengu ekki eftir. Í nokkrum þessar bæjarfélaga bendir sitthvað til að nýir aðilar séu að taka við stjórnartaumum. Hvað þetta varðar líta flestir til höfuðborgarinnar.

Hvað sem mönnum kann að finnast um skoðanakannanir fram að kosningadegi bendir ekkert til að frá þeim verði kvikað. Og hvert sem mat manna á gildi þeirra er þá er ljóst að þær standast jöfnuð við völvuspárnar; sumar rætast, aðrar ekki. Þannig urðu ekki til meirihlutar sem spáð hafði verið og á hinn bóginn féllu ekki meirihlutar sem spáð hafði verið falli.

Meðal þess sem spáð var að tæki enda var átta ára samfelldu meirihluta samstarfi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Ísafjarðarbæ. Niðurstöður úr skoðanakönnum bb.is og NFS bentu samdóma til þess að Í-listi Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra nyti nokkuð afgerandi stuðnings. Þetta gekk þó ekki eftir. Þótt Framsóknarflokkurinn tapaði einum manni hélt hann að mestu fylgi sínu. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig 8% atkvæða frá síðustu kosningum og hélt óbreyttri fulltrúatölu. Hvað veldur þeim mikla viðsnúningi sem niðurstaða kosninganna var frá því sem skoðakannanir bentu til skal engum getum að leitt. Eflaust eru þar á margar skýringar og misjafnar að sama skapi.

Í Bolungarvík gerðist sá einstæði atburður í síðustu kosningum að meirihluti náðist með hlutkesti milli tveggja framboða er þá sóttust eftir völdum. Þar er nú sú staða uppi að nýtt framboð er í lykilstöðu líkt og Framsókn í Ísafjarðarbæ, sem nú, í þessum skrifuðu orðum, er ljóst er að ætlar að endurnýja sáttmálsheitið um meirihluta þrátt fyrir óvænta yfirlýsingu í hita augnabliksins; nokkuð sem eflaust verður litið mildum augum er fram líða stundir.

Ef BB sést ekki yfir þurfa sveitarstjórnarmenn annars staðar á Vestfjörðum ekki að standa frammi fyrir því að velja sér sessunauta. Innlegg BB til mála að loknum kosningum er að Vestfirðingar sameinist um að vinna Vestfjörðum allt. Það er það sem máli skiptir þegar allt kemur til alls. Annað ekki.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli