Frétt

Pólitík.is - ritstjórnargrein | 24.12.2001 | 15:03Aríska innvíxlunin...

Íslendingar hafa eytt bróðurparti síðustu hundrað ára í mikilli þjóðrembu, þar sem hluti af sjálfstæðisbaráttu okkar virðist hafa falist í því að líta á okkur sem öðrum æðri. Virkar aðgerðir er byggja á kynþáttahatri eru heldur ekki nýtt fyrirbæri hér á landi, eins og stofnun fámennra hópa kynþáttahatara eru til marks um. Íslendingar samþykktu til að mynda ekki aðkomu erlends herafls í seinni heimsstyrjöldinni nema gegn því skilyrði að einungis hvítir hermenn mættu á svæðið.
Á Íslandi býr nú fólk af margvíslegum uppruna og mun fjölbreytni samfélagsins án vafa aukast enn meira á komandi árum. Í kjölfarið hafa fordómar orðið sýnilegri og hafa jafnvel gengið svo langt í að þróast út í ofbeldi gegn minnihlutahópum. Við höfum séð sömu þróun í nágrannalöndum okkar þar sem myndast hafa fjölmennir hópar rasista.

Hvað er til ráða?
Lærum af mistökum nágrannaþjóðanna. Grípum í taumana áður en það er um seinan. Er lausnin að fækka innflytjendum og múra ljóshærða, bláeygða fólkið af svo það geti innvíxlast í friði? Sennilega ekki. Lausnin er síður en svo auðveld eða einföld, en þó er hægt að skipta henni gróflega í tvo hluta. Annars vegar þarf að standa fyrir umfangsmikillri fræðslu á ólíkum menningarsamfélögum fyrir innfædda. Hins vegar er nauðsynlegt að bjóða upp á öfluga og ókeypis tungumálakennslu, kennslu um menningu íslensks þjóðfélags og fræðslu um réttindi og skyldur einstaklinga innan þess fyrir hina nýkomnu.

Samkvæmt samningnum um EES, skuldbinda Íslendingar sig til þess að sjá innflytjendum frá öðrum aðildarríkjum fyrir móðurmálskennslu og fræðslu um menningu og bakgrunn. Ekki hefur íslenska ríkisstjórnin staðið við þá skuldbindingu. Aðkoma stjórnvalda er þó bráðnauðsynleg í baráttunni gegn fordómum og brýnt að þau beiti sér sérstaklega fyrir fræðslu fyrir og um hina ýmsu hópa hér á landi. Gott dæmi um slíkt átak er nýstofnað Alþjóðahús í Reykjavík, en stofnun þess er stórt skref í átt að heilbrigðu fjölmenningarsamfélagi. Menntakerfið er mikilvægur vettvangur til fræðslu um stöðu minnihlutahópa og aðra þá hópa sem eiga undir högg að sækja í okkar samfélagi af einhverjum ástæðum. Þá er einnig þörf á stórum, almennum átökum, til að mynda í fjölmiðlum.

Gagnkvæm virðing er nauðsynleg
Breytingar liggja í eðli heimsins og lifandi menning er í stöðugu flæði. Þar er Ísland ekki undanskilið. Fjölbreytt menning lífgar upp á andrúmsloftið og getur af sér skapandi og víðsýnt umhverfi. En forsenda þess er gagnkvæm virðing. Innflytjendur verða að aðlagast menningu heimalandsins en á sama tíma er mikilvægt að þeim verði gert kleift að rækta rætur sínar. Allir þurfa að aðlagast breyttum aðstæðum og Ísland getur aðeins orðið farsælt, fjölmenningarlegt þjóðfélag ef að þeir sem hér setjast að fá svigrúm og tækifæri til að kynna og halda menningu sinni lifandi.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli