Frétt

Lilja Rafney Magnúsdóttir | 26.05.2006 | 19:42Hver hlekkur þarf að vera sterkur

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar stöndum við frammi fyrir raunhæfum möguleika á því að skipta um bæjarstjórnarmeirihluta í Ísafjarðarbæ og hleypa nýjum og breyttum áherslum að. Við hjá Í - listanum viljum að félagsleg sjónarmið ráði ferðinni og hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi við allar ákvarðanatökur bæjaryfirvalda og jafnræði ríki milli fólks og fyrirtækja. Þegar hugmyndir kviknuðu á samstarfi þeirra þriggja flokka sem að Í listanum standa sl. haust var hugsunin sú að þessi þrjú stjórnmálaöfl gætu allt eins stillt saman strengi fyrir kosningar og boðið kjósendum skýran valkost á móti núverandi meirihluta og nýtt tímann framm að kosningum og mótað skýra sameiginlega stefnu sem kosið yrði um í vor.

Þetta hefur allt gengið eftir. Við Í - listafólk höfum lagt fram stefnuskrá okkar og kynnt íbúum Ísafjarðarbæjar og fengið góðar viðtökur - fólk vill breytingar ekki bara breytinganna vegna heldur sér fólk að við höfum aðrar áherslur t.d. í skólamálum í félagsmálum og atvinnumálum og hefur trú á því að það fólk sem skipar Í -listann taki við stjórn bæjarfélagsins af ábyrgð og framsýni. Sá tími sem farið hefur í stefnumótun og undirbúning þessa framboðs hefur gefið því fólki sem býður sig fram í nafni Í - listans færi á því að kynnast vel og verða samstilltur hópur sem mun starfa þétt saman að kosningum loknum.

Í skólamálum ætlum við að standa vörð um alla leik og grunnskóla sveitarfélagsins og efla þar innra starf. Það hefur ekki farið fram hjá íbúum Suðureyrar og Flateyrar áhugi lykilmannaí trúnaðarstörfum hjá bæjaryfirvöldum s.l. tvö kjörtímabil að færa efstu bekki grunnskólans til Ísafjarðar í skjóli hagræðingar. Meirihluti foreldra hefur snúist alfarið á móti því og með andstöðu sinni stöðvað slíkar hugmyndir.

Engin fagleg rök mæla með því að efstu bekkirnir séu fluttir til Ísafjarðar enda svaraði formaður félags grunnskólakennara því til þegar ég ræddi þessi mál við hann að í aðalnámskrá grunnskóla kæmi fram að kennsla ætti að vera einstaklingsmiðuð og félli það vel að starfsemi fámennari skóla enda hefur árangur nemenda hér úr 10. bekk verið góður og oft mjög góður.Kristrún Lind Birgisdóttir fyrrverandi skólastjóri á Flateyri skrifað góða grein til stuðnings litlu skólunum 13/2 2004 sem ég get tekið heilshugar undir. Þessu vil ég halda til haga því Í -listinn ætlar að vinna að því að efla og styrkja innra skólastarf og skoða möguleika á því að færa verkefni til minni skólanna og auka stuðning við sérkennslu og kennslu nýbúa.

Við höfum á að skipa kennara í 4. og 5. sæti Í-listans þær Jónu Benidiktsdóttur aðstoðarskólastjóra á Ísafirði og Rannveigu Þorvaldsdóttur kennara við sama skóla og hafa þær getið sér gott orð í faglegu skólastarfi og vilja þær efla starfsemi litlu skólanna og flytja til þeirra aukin verkefni. Fyrsta skólastigið sem er leikskólinn er mjög mikilvægt og þar viljum við fella niður leikskólagjöld í áföngum og fyrsta skrefið sé að leikskóli verði gjaldfrjáls fyrir 5. ára aldur.

Núverandi meirihluti er ekki trúverðugur þegar hann boðar nú korteri fyrir kosningar lækkanir á leikskólagjöldum,þegar menn eru búnir að hafa allt kjörtímabilið til að lækka álögur á foreldra, en Ísafjarðarbær hefur verið með dýrustu sveitarfélögum á landinu þegar gjaldskrá á leikskólum, matur í grunnskólum og álögur á aldraða eru skoðaðar og bornar saman. Þessu viljum við að breyta þegar við komumst til áhrifa í bæjarstjórn.

Menningarstarf og félagslíf er ekki sjálfgefið í hverju byggðarlagi og okkur ber að hlú vel að þeirri hefð og því frumkvæði og krafti sem býr á hverjum stað og bæjarfélagið á að leggja sitt af mörkum og skapa aðstöðu sem þarf að vera til staðar svo menning og félgslíf blómstri. Lítil samfélög eins og Súgandafjörður, Önundarfjörður og Dýrafjörður og Hnífsdalur geta haft margt að bjóða sem gerir búsetu þar innihaldsríka og hvetur íbúa til að leggja sitt að mörkum til menningar og félagsstarfs þar sem hver og einn er mikilvægur þátttakendi í að móta gott samfélag.

Í Félagsheimili Súgfirðinga hefur frá upphafi þ.e. yfir hálfa öld farið fram fjölbreytt menningar og félagslíf sem styrkt hefur búsetu í Súgandafirði og það sama á örugglega við á þeim stöðum þar sem félagsheimili eru í Ísafjarðarbæ. Í Félagsheimilinu fór einnig fram öll leikfimikennsla þar til í vetur þegar tekið var í notkun glæsilegt íþróttahús við grunnskólann sem verið hafði baráttumál okkar súgfirðinga til margra ára og er nú orðið að veruleika.

Á s.l. ári auglýsti Ísafjarðarbær Félagsheimili Súgfirðinga til sölu án samráðs við megeigendur sína þ.e. kvenfélagið Ársól, íþróttafélagið Stefni og verkalýðsfélagið Verk Vest og fékk tilboð uppá 1000.kr og skilyrt boð um að aðalsalurinn yrði rifinn á kostnað Ísafjarðarbæjar.

Sjálfstæðisflokknum virtist hugnast þetta tilboð vel en stjórnir þeirra félaga sem eru meðeigendur tóku sig saman og óskuðu eftir fundi með bæjarstjóra og fleirum til að koma í veg fyrir slíkt frumhlaup ,og að skoðaðir yrðu allir möguleikar á því að styrkja starfsemi í húsinu og finna flöt á rekstri með félögum á staðnum og láta einhverja reynslu koma á notkunarmöguleika Íþróttahúsins.

Fyrir því var enginn áhugi af hálfu meirihluta bæjarstjórnar og ef ekki hefði verið sá fyrirvari á sölu í gömlum samningi milli félaga á staðnum og bæjarins að allir aðilar þyrftu að samþykkja sölu svo af henni gæti orðið þá væri trúlega búið að rífa aðalsalinn í dag og það hefði verið menningarslys að mínu mati.

Reynslan hefur sýnt okkur Súgfirðingum að nýtt íþróttahús kemur ekki í staðinn fyrir félagsheimilið,það sinnir fyrst og fremst íþróttum og stórum uppákomum sem ekki rúmast í félagsheimilinu. Þetta hefur reynslan sýnt okkur í vetur að öll minni veisluhöld eins og sólarkaffi og fl. kosta allt of mikla fyrirhöfn og flutningi á búnaði og gjaldskráin fyrir slík samkvæmi er margfalt hærri en félagsheimilið var leigt út á og aðrir sambærilegir staðir með öllum búnaði.

Við hjá Í-listanum viljum leita lausna svo hægt verði að styrkja starfsemi í félagsheimilinu og fá til liðs við okkur einstaklinga félög og fyrirtæki en að sjálfsögðu verður bærinn að leggja sitt af mörkum. Þetta er okkar menningarhús og hér hafa verið settar upp leiksýningar ár eftir ár,og hér viljum við dansa eins og ein góð færeysk kona á besta aldri sagði á fundi hjá Í-listanum fyrir viku. „ég ætla að dansa í félagsheimilinu á gamlárskvöld og hananú!“ Og ég held að margir geta tekið undir það,þessi danssalur hefur spilað stórt hlutverk í lífi íbúa hér og nágranna okkar.Og það viljum við áfram.

Miklar endurbætur hafa farið fram á félagsheimilinu í Súðavík og er það því sveitarfélagi til sóma. Á Flateyri hafa farið fram miklar endurbætur á félagsheimilinu þar að frumkvæði heimamanna og viðgerðir eru í gangi á félagsheimilinu á Þingeyri og þar hafa heimamenn einnig tekið til hendinni. Súgfirðingar eiga ekki að þurfa að nota sitt félagsheimili sem skiptimynt fyrir íþróttahús eins og meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar virðist líta á málið.

Við hjá Í-listanum viljum vinna með fólki og taka tillit til ábendinga og sjónarmiða um það sem betur má fara ekki bara í orði heldur líka í verki og jafnræði milli íbúa sé haft að leiðarljósi.

Við viljum markaðsetja Ísafjarðabæ sem lista og menningarbæ og tengja menningu við ferðamennsku og háskólaumhverfi. Athafnahjón í ferðamennsku á Suðureyri hafa t.d. verið að gera marga góða hluti og sýnt fram á að með því að markaðsetja eitt stykki lítið sjávarþorp út í heimi opnast heilmiklir möguleikar á uppbyggingu og atvinnusköpun og bæjarfélag á að vera ófeimið við að styðja frumkvæðið einstaklinga og félaga sem leita nýrra leiða í atvinnusköpun það skilar sér aftur í auknum tekjum bæjarsjóðs.

Ég sagði við ónefndan mann á fundi s.l. haust að eftir kosningar í vor gætu viðhorf til Félagsheimilis Súgfirðinga verið annað en nú er í bæjarstjórn, hann spurði hvort um hótun væri að ræða. En ég vildi nú meina að lýðræðið virkaði þannig að kosið væri á fjögurra ára fresti og með atkvæði sínu gæti fólk breytt ýmsu þar á meðal þessu og haft áhrif á sitt samfélag.

Góðir kjósendur,ég hvet ykkur til að skoða vel hug ykkar og kynna ykkur stefnumál Í-listans og þó að okkar framboði hafi vegnað vel í skoðanakönnunum þá er ekkert í hendi fyrr en talið er upp úr kjörkössunum en raddir fólks hljóma þannig að fólk vill sjá breytingar á stjórn Ísafjarðarbæjar og við viljum vinna fyrir fólk og með fólki og gera Ísafjarðarbæ eftirsóttann til búsetu og að þar verði fjölskylduvænt samfélag sem við getum verið stolt af.

Setjum X við Í á kjördag.

Lilja Rafney Magnúsdóttir. Höfundur skipar 7. sæti Í - listans.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli