Frétt

Unnar Reynisson | 26.05.2006 | 15:39Menningarbærinn Ísafjarðarbær?

Unnar Reynisson.
Unnar Reynisson.
Ísafjörður er sannarlega menningarbær. Framlag bæjarbúa til auðugs mannlífs er ómælanlegt, hvort sem um ræðir leiklist, tónlist, dans, myndlist eða önnur listform. Fólk á öllum aldri leggur sitt af mörkum til að auðga mannlífið. Landsfrægir listamenn geta rakið slóð sína héðan og eins og útlitið er verður svo enn um ókomna framtíð, þar sem ungmenni héðan leggja list sína fyrir sig nú sem aldrei fyrr. Margir eru réttilega stoltir af þessari blómlegu menningu sem Ísafjarðarbær státar af.

Bæjarstjórnarmeirihlutinn er þessu alls ekki undanskilinn. Sjálfur bæjarstjórinn sagði m.a. að opnun Safnahússins á Eyrartúni sé „...enn ein staðfestingin á krafti okkar samfélags og því að Ísafjarðarbær ætlar sér hér eftir sem hingað til að standa undir nafni sem menningarbær”. Eins sagði bæjarstjóri að hann væri mjög stoltur af þeirri fjölbreyttu menningu sem bærinn byggi yfir í ræðu sem var flutt á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga í maí 2003.

Þrátt fyrir stolt meirihlutans er framlag yfirvalda í raun ekki sérlega rausnarlegt,. Ekki skal vanmeta það sem gert hefur verið, en ósköp er það nú fátæklegt, sérstaklega í samanburði við framlag sjálfra bæjarbúa. Nýverið var loks skrifað undir samning um fjárveitingu um hluta Ísafjarðarbæjar til Edinborgarhússins en biðin eftir því var orðin óbærileg og næstum banabiti Litla Leikklúbbsins.

Þess skal getið að fjárframlög Ísafjarðarbæjar til menningarmála hafa aðeins verið tvær miljónir á ári og hafa ekkert hækkað um langt skeið . Þessi framlög eru með þeim lægstu sem bjóðast í samanburði við þau sveitarfélög sem við berum okkur saman við. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur til dæmis fram sex til sjö milljónir í beina fjárstyrki í menningarstarfsemi auk annarra framlaga. Öll þessi blómlega menningarstarfsemi þarf að skipta umræddum tveim milljónum á milli sín svo ljóst er að ekki fær hver mikið fyrir sinn snúð.

Ég hef undanfarin ár lagt mitt af mörkum til menningarlífs í Ísafjarðarbæ með einum eða öðrum hætti og oft unnið nótt sem nýtan dag ásamt öðru góðu fólki. Það er ánægjulegt að sjá árangur síns erfiðis í viðtökum almennings en um leið alltaf jafn mikil vonbrigði hvað lítill stuðningur fæst frá þeim sem helst ættu að styðja þá sem leggja sig alla fram við auðugt bæjarlífið. Menningarstarf þarf á fjárstuðningi að halda og er vissulega fjárfesting sem skilar sér í íbúum hvers bæjarfélags. Þeir sem starfa að menningu í Ísafjarðarbæ hafa margsinnis óskað eftir auknum fjárframlögum til starfa sinna en gjarnan talað fyrir daufum eyrum. Ég sé ekki fram breytingar til batnaðar í menningarmálum við núverandi fyrirkomulag. Þar að leiðandi set ég X við Í komandi laugardag – ég vil breytingar til hins betra!

Unnar Þór Reynisson, áhugamaður um menningu.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli