Frétt

bb.is | 26.05.2006 | 09:53Segja framlög til atvinnuþróunarfélaganna hafa lækkað

AtVest er til húsa í Vestra.
AtVest er til húsa í Vestra.
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarðar hefur gert athugasemd við ræðu Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra sem hún hélt á kynningarfundi félagsins á Hólmavík 17. maí sl. Í ræðu Valgerðar komu fram markmið hennar og fyrirhugaðar aðgerðir varðandi stefnumörkun í uppbyggingu þekkingar, nýsköpunar og atvinnuþróunar. Atvinnuþróunarfélagið vill gera athugasemd við einn lið og taka undir annan í ræðu Valgerðar þar sem hún segir: „Áttunda aðgerð byggðaáætlunar snýst um styrkingu atvinnuþróunar. Á undanförnum árum hafa greiðslur atvinnuþróunarfélaganna hækkað verulega umfram verðlag eða úr 106 milljónum árið 2002 í 133 milljónir í ár. Atvinnuþróunarfélögin eru hornsteinar svæðisbundinnar nýsköpunar og gegna ákaflega þýðingarmiklu hlutverki hvert á sínu svæði“. Í athugasemd AtVest segir að fjárframlög til atvinnuþróunarfélaga hafi í raun lækkað en ekki hækkað eins og iðnaðarráðherra segir í ræðu sinni. Það sé hinsvegar rétt að félögin séu orðin hornsteinar í atvinnuþróun á sínu svæði.

Ræðu Valgerðar má sjá hér en athugasemd AtVest fer hér á eftir í heild sinni:

„Ef horft er til upphafs samninga við atvinnuþróunarfélögin á árinu 1998 þá námu framlög til atvinnuþróunarfélaganna á þeim tíma 100 mkr. Ef sú fjárhæð er framreiknuð til dagsins í dag þá nemur hún að verðgildi um 137 mkr. Að mati Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða er réttara að miða upphaf samninga fremur en á miðju tímabili eins og iðnaðarráðherra gerir. En þannig má því segja að framlög til atvinnuþróunarfélaganna hafi í raun lækkað og en ekki hækkað eins og kemur fram í ræðu iðnaðarráðherra. Og fullyrða má að aldrei hafi komið til umræðu að draga ætti úr starfsemi félaganna á framangreindu tímabili. Það er hinsvegar rétt í ræðu ráðherra, að félögin eru orðnir hornsteinar í atvinnuþróun á sínu svæði og almenn sátt er um þetta fyrirkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga.

Fyrir þá sem ekki þekkja sögu þessa máls, þá er upphaf núverandi fyrirkomulags samninga atvinnuþróunarfélaga frá árinu 1997 þegar stjórn Byggðstofnunar tekur ákvörðun um að hætta rekstri svæðisskrifstofa á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Sauðárkróki, alls 8,5 stöðugildi. En leggja þess í stað áherslu á uppbyggingu undir forræði heimamanna og þar með atvinnuþróunarfélaga í hverju kjördæmi. Þessari ákvörðun er aflað stuðnings stjórnvalda og er stofnuninni tryggt framlag af fjárlögum til þess verkefnis eða 65 mkr, auk þess sem stofnunin samþykkir að leggja fram 35 mkr sem var áætlað framlag til rekstrar svæðisskrifstofa, samtals nam framlag til atvinnuþróunarfélaga því 100 mkr. Lögð var áhersla á að hverfa frá miðlægri stýringu en þess í stað að byggja upp sjálfstæðar og sterkar einingar í hverju kjördæmi í samstarfi stjórnvalda og sveitarfélaga.

Byggðastofnun segir upp þessu samkomulagi á árinu 2000 vegna fjárhagserfiðleika og hættir þar með að mestu, að greiða af eigin rekstri til þessa samnings. Starf félaganna var því uppnámi, en síðan tókst samkomulag um að hækka framlög á fjárlögum 2001 um 38 mkr. Félögin stóðu því með óbreytta krónutölu í samningum en Byggðastofnun var með bætta fjárhagsstöðu. Ekki var þó gengið frá nýjum samningum og voru þeir lausir allt þar til í febrúar 2003, þegar nýir samningar eru undirritaðir. Í fjármögnun þess samnings lagði Byggðastofnun til 12,5 mkr og Iðnaðarráðuneytið um 1,5 mkr til viðbótar 106 mkr framlags af fjárlögum, samtals 120 mkr. Samtímis var framlag á fjárlögum bundið við vísitölu. Hér var því fyrsta raunhækkun á framlagi til félaganna frá árinu 1998 og höfðu félögin á þeim tíma þurft að skera niður í kostnaði m.a. í fjölda stöðugilda.

Vegna áframhaldandi fjárhagserfiðleika Byggðastofnunar, þá dregur stofnunin til baka sitt 12,5 mkr framlag á árinu 2004 og sama gerði iðnaðarráðuneytið. Því urðu atvinnuþróunarfélögin enn að leita til fjárlaganefndar til að fá leiðréttingu sinna mála. Það tókst og framlag til félaganna var hækkað á fjárlagaárinu 2004 úr 106 mkr í 121 mkr. Framlögin hafa síðan hækkað samkvæmt verðlagi til dagsins dag, auk þess sem framlag var hækkað í fjárlögum ársins 2005 um 3 mkr, en það var skilyrt framlag til Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga. Framlög á fjárlögum 2006 nema því 133 mkr.

Ísafirði 24. maí 2006

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða

Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri.“

gudrun@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli