Frétt

Björn Davíðsson | 24.05.2006 | 17:23Ofan í skotgrafirnar

Björn Davíðsson.
Björn Davíðsson.
Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hafa ýmis orð verið látin falla sem betur væru ósögð og óskrifuð. Í mínum augum lítur þetta óhjákvæmilega þannig út að Sjálfstæðismenn í Ísafjarðarbæ fóru að horfast í augu við fjórar skoðanakannanir sem allar bentu til þess að meirihluti þeirra og framsóknar væri fallinn. Fór þá áróðursmaskínan af stað, fullseint reyndar en var þá keyrð af því meira afli. Kosningamiðstöð þeirra var enduropnuð formlega og kosningaorrustan endurskipulögð. Dagskipunin - að beina öllum spjótum að Í-listanum - var sett með slíkum fókus að Framsókn varð útundan og tókst ekki að koma sér inn í baráttuna aftur fyrr en þeir höfðu afneitað bæjarstjóranum.

Ég hef forðast það hingað til að gagnrýna þær aðferðir sem Sjálfstæðisflokkurinn notar. Ég hef talið að þær dæmdu sig sjálfar. Nú er þó mælirinn fullur. Aðallega nota sjálfstæðismenn þá klassísku aðferð sem meðal markaðsfræðinga um allan heim er kölluð FUD (skammstöfun fyrir „Fear, uncertainity and doubt“). Þessi aðferð felst í því að byggja upp ótta, óvissu og efa hjá almenningi um hversu illa geti farið ef andstæðingurinn kemst til valda, í þessu tilfelli Í-listinn.

Skipulega er sáð til efa og ótta, valin mál tekin af stefnuskrá andstæðingsins og spurt hvernig eigi að framkvæma þetta eða hitt án þess að hækka skatta eða skerða aðra þjónustu. Óvissa er styrkt, t.d. með því að þykjast misskilja hvernig eigi að framkvæma stefnumál. Gott dæmi um það er hvernig oddvitinn HH hefur ítrekað túlkað stefnumál Í-listans um gjaldfrjálsan leikskóla í þrepum sem að það eigi að gera leikskólann gjaldfrjálsan að öllu leyti strax á þessu ári sem væri mjög óábyrgt. Reynt er að nota valda þrýstihópa eins og sundfólk, hestamenn og nú síðast áhugamannafélag um skotfimi og þeim talin trú um að ef andstæðingurinn kemst til valda þá muni þeir verða út undan. Þá telur HH einnig að vísunin "Ekki rugla mig með staðreyndum, ég hef þegar gert upp hug minn" á vef Í-listans sé slagorð. Til að taka af allan vafa þá er þarna verið að verið að vísa til stjórnhátta meirihlutans í bæjarstjórn á líðandi kjörtímabili án þess að frekari orð séu um það höfð.

Ef FUD dugir ekki, er gripið til meðala sem hafa af öðrum framboðum verið talin bannvara. Farið er að leggja áherslur á einstakar persónur. Upphefja sínar eigin og sá gróusögum um hina. Nú virðist komið að því í þessarri síðustu viku fyrir kosningar að beita þessarri síðastnefndu aðferð. Fyrst er leitað til fólks, bæði flokksbundinna sjálfstæðismanna og fólks úti í bæ sem ekki vill styggja bæjarstjórann og það fengið til að mæra hann og síðan gefinn út pési með myndum af viðkomandi ásamt hrósinu. Í hinn staðinn er gripið til ósanninda, t.d. um að tiltekinn frambjóðandi sé andvígur almenningssamgöngum. Einnig er leitað til sérhagsmunahópanna, nú síðast ónafngreindra forsvarsmanna skotíþróttafélagsins og þeir fengnir til að aðstoða í skotgröfinni með þeirri afurð sem kom á vefsíðu bb.is í morgun.

Ég er einn af þeim sem árið 1988 tók þátt í að stofna Skotfélag Ísafjarðar sem nú heitir Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar. Af ástæðum sem öllum ættu að vera ljósar er ekkert unglingastarf í félaginu en í þeim aldursflokkum hefur sveitarfélagið helst styrkt starf félagasamtaka. Bæjarfélagið tók reyndar vel í beiðnir frá félaginu um aðstöðusköpun, fyrst í Íþróttahúsinu á Torfnesi sem þá var í byggingu og síðar í Engidal og á Dagverðardal. Um veg upp á Dagverðardal er það að segja að Vegagerðin byggði og rak þann veg allt þar til jarðgöngin voru opnuð árið 1996 en þá var hann tekinn af vegaskrá þrátt fyrir mótmæli um að nauðsynlegt væri að hafa varaleið yfir heiðar, ef göngin lokuðust og einnig til að flytja stóra hluti eins og t.d. hús. Þessi ákvörðun var tekin einhliða af Vegagerðinni í umboði samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins, Halldórs Blöndal og þannig hefur verið statt um veginn síðan.

Björn Davíðsson, stuðningsmaður Í-lista.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli