Frétt

Svanlaug Guðnadóttir | 24.05.2006 | 14:58Áfram faglegt skólastarf

Svanlaug Guðnadóttir.
Svanlaug Guðnadóttir.
Ágæti kjósandi. Senn líður að kosningum. Laugardaginn 27. maí er gengið að kjörborðinu og skiptir miklu máli að notfæra sér kosningarétt sinn. Við frambjóðendur B- lista Framsóknarflokksins höfum verið á ferðinni síðastliðna daga um sveitarfélagið okkar og talað við kjósendur. Margt hefur borið á góma og er ekki laust við að maður finni til stolts að tilheyra þessu kraftmikla samfélagi þar sem flestir viðmælenda okkar létu í ljós ánægju sína með störf okkar undanfarin ár. Við þurfum hins vegar að halda áfram því góða starfi sem við erum byrjuð á og það eru mörg verkefni sem bíða okkar.

Málefni grunnskólanna eru okkur mikilsverð. Hér í sveitarfélaginu höfum við fjóra grunnskóla, þar sem hver og einn skóli fær að njóta sinnar sérstöðu og eru þeir allir heildstæðir. Það þýðir að hver og einn skóli er með allar bekkjardeildir frá 1-10. Í október 2005 var samþykkt ný grunnskólastefna sem ég hvet alla til að kynna sér, en hana má nálgast á heimsíðu grunnskólanna eða á heimasíðu Ísafjarðarbæjar. Þar kemur fram að hvert skólaumhverfi eigi að vera heildstætt, en leita beri leiða til að auka námsframboð og er til dæmis horft til þess að hlutur fjarkennslu geti verið meiri og aukið fjölbreytni. Sem dæmi um það tóku allir grunnskólarnir í Ísafjarðarbæ þátt í svokölluðu Ísbjarnarverkefni, þar sem skólastofan var í raun færð til Grænlands. Þar gátu börnin fylgst með veiðimönnum til dæmis að veiða ísbirni, og margt annað áhugavert.

Í grunnskólastefnunni er einnig komið inn á málefni nýbúa og fjölmenningarlegt nám, hvatt til þess að fá til starfa kennara í nýbúafræðslu. Höfum við verið að horfa þá sérstaklega til leikskólans og grunnskólans á Flateyri í þeim efnum. Fagmanneskja var fengin til að kynna sér þessi mál og má vænta þess að niðurstöður þeirra vinnu líti dagsins ljós á næstu dögum. Gætum við þá hugsanlega farið i þróunarverkefni í þessum málum og verið í farabroddi hvað varðar kennslu og móttöku þessara einstaklinga.Við þurfum að vera víðsýn í kennsluháttum, og vera tilbúin að taka næstu skref. Grunnskólinn tekur mið af þeirri samfélagsgerð sem hann býr við og hefur breyst mikið til batnaðar síðastliðinn ár og er það mál manna að við flutning málaflokksins til sveitarfélaganna hafi mikið framfaraspor verið stigið.

Við framsóknarmenn erum tilbúin að halda þeirri vinnu áfram, því við höfum staðið vörð um faglegt skólastarf og viljum efla það starf enn meir. Til þess þurfum við áfram fylgi þitt og hvetjum þig kjósandi góður til að setja x við B næstkomandi laugardag.

Svanlaug Guðnadóttir. Höfundur er 2. maður á lista Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli