Frétt

Stakkur 21. tbl. 2006 | 24.05.2006 | 09:26Hver verður framkvæmdastjóri?

Nú styttist í kosningar og þegar þessi orð ber fyrir augu þín lesandi góður eru þrír dagar til sveitarstjórnakosninga. Kosningabaráttan hefur verið skömm, enda styttist óðum sá tími er flokkar og frambjóðendur verja til að kynna mál sín fyrir kjósendum. Margt kallar að og áhuginn er ekki sá sami og fyrir áratug, hvað þá heldur fyrr. Framboð eru enn að vinna að málefnaskrá eða málaskrá eins og stefnuskrár heita nú. Munur minnkar milli framboða. Allir leita á miðjuna þar sem við kjósendur viljum helst vera ef marka má skoðanakannanir. Hver á að stýra skútu sem höndlar með tvo milljarða króna af skattfé?

Hér er lesandi góður, vísað til Ísafjarðarbæjar, stærsta og öflugasta sveitarfélags á Vestfjörðum. Við kjósum. Segja má að um sé að ræða sameignarfélag í eigu íbúa allra. Stjórnin, í þessu tilviki bæjarstjórn, fer með mikið fé og miklar eignir. Frambjóðendur eru allir í öðrum störfum að meira eða minna leyti og aðeins einn þeirra sem nú býður sig fram hefur atvinnu sína af stjórn sveitarfélags, oddviti Sjálfstæðisflokks. Á engan er rýrð varpað þótt hann sé tilgreindur hér. Engu almenningshlutafélagi er stjórnað af manni úti í bæ, kennara, félagfræðingi, lækni eða hjúkrunarfræðingi, sem hefur það að aðal atvinnu sinni að kenna, sinna vandamálum fólks, lækna eða hjúkra því. Til þess að fara með féð eru ráðnir atvinnumenn á sviði fésýslu.

Nú kann einhver að segja að þessi skrif bendi til þess að núverandi bæjarstjóri fái hér sérstakan stuðning. Svo er ekki. Hann er hins vegar boðinn fram sem stjórnandi og það reyndar atvinnustjórnandi á sínu sviði. Sá sem kýs listann er bæjarstjórinn leiðir veit að hverju hann gengur. Hinir frambjóðendurnir ætla að auglýsa eftir bæjarstjóra. Gott og vel. En þar er ávísunin óútfyllt. Við afsölum okkur völdum um leið og atkvæði greitt slíku framboði dettur niður um rifu kjörkassans. Það er líka í lagi svo fremi að við gerum okkur grein fyrir þeirri staðreynd.

Athyglisvert er að skoða hvernig niðurstöður skoðanakannana lýsa skýrri afstöðu til leiðtoga annars vegar í Reykjanesbæ og hins vegar í Hafnarfirði. Í fyrra tilvikinu eykur Sjálfstæðisflokkur stórlega við fylgi sitt og í hinu Samfylkingin. Valkostir eru þar skýrir. Kjósendur vita hvað þeir kjósa. Styrk stjórn á hvorum stað virðist falla fólki vel í geð, svo vel að fleiri vilja koma á vagninn og aka með inn í framtíðina. Framboðin fá aukið fylgi frá fyrri kosningum. Það segir tvær sögur. Sú fyrri að kjósendur eru viljugri nú en fyrr að skipta um skoðun og sú síðari að kjósendur líkt og hluthafar í almenningshlutafélagi vilja að sinna hagsmuna sé gætt og þeir treysta þeim sem hafa sannað sig. Enn er óvitað hverjir verða bæjarstjórar tveggja framboða á Ísafirði og höndla með milljarða nái þeir völdum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli