Frétt

Leiðari 21. tbl. 2006 | 24.05.2006 | 09:24Korteri fyrir kosningar

Þegar Bæjarins besta leit dagsins ljós í nóvember 1984 gerðu útgefendur lýðum ljóst að tilgangurinn með blaðinu væri að koma á framfæri því sem væri að gerast í bæjarfélaginu á hverjum tíma; reynt yrði að hafa blaðið sem fjölbreyttast og að það stæði opið öllum sem vildu leggja því lið með efni eða ábendingum. Ummæli álitsgjafa, í afmælisblöðum sem gefin hafa verið út á þeim liðlega tveimur áratugum sem blaðið hefur komið út, taka af allan vafa um að BB er sjálfstætt og óháð blað sem tekur afstöðu eftir málefnum en ekki eftir því hver hlut á að máli.

Útgefendur sáu strax að eini möguleikinn til að blaðið ætti einhverja framtíð fyrir sér væri sjálfstæði í efnistökum og útliti blaðsins. Frá upphafi hefur verið lagður metnaður í að gera blaðið fjölbreytt og aðgengilegt í tvennum tilgangi: Í fyrsta lagi til að þjóna lesendum og í öðru lagi varðveislu á sögulegum heimildum í máli og myndum. Fullyrða má að án BB væru heimildir um mannlíf á Vestfjörðum á þeim liðlega tveimur áratugum sem blaðið hefur komið út, snöggtum fátækari.

Hvers vegna er þetta rifjað þetta upp? Á síðastliðnu ári var blaðið sakað um sumir stjórnmálamenn ættu greiðari leið inn í blaðið en aðrir. Því var svarað stuttlega: Séu sumir stjórnmálamenn meira áberandi en aðrir á síðum blaðsins stafar það einfaldlega af áhuga/áhugaleysi viðkomandi. Blaðinu var einnig borið á brýn að það væri ekki hlutlaust í umfjöllun sinni um tiltekið málefni. Svarið við þessum hugarórum var að ýjanir um að blaðið eða starfsfólk þess starfaði í þágu einhverra óskilgreinda aðila væru mikill misskilingur og fjarri öllum veruleika.

Og, nú þegar korter er til kosninga eins og stjórnmálamenn orða það, hefur ritstjórn BB verið sökuð um að gera framboðum til bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ mishátt undir höfði hvað staðarval í blaðinu áhrærir. Þótt þetta sé í raun svo mikil fyrra að ekki sé svara verð, sér ritstjórn ástæðu til að árétta að hér eftir sem hingað til mun útlit blaðsins miðast við það eitt að heildarmynd þess falli lesendum sem best í geð og að við seinni tíma skoðun geti að þar að líta raunsæa mynd af því sem var að gerast á hverjum tíma.

Bæjarins besta mun hér eftir sem áður ekki hika við að taka einarða afstöðu í málum sem það telur varða hagsmuni Vestfirðinga. Hverjir sem valdhafar kunna að vera í slíkum tilfellum skiptir ekki máli. BB telur það höfuðverkefni sitt að halda merki vestfirskra byggða á lofti. Vinna þeim allt sem í þess valdi stendur. Til þeirra hluta gengur BB óháð öllum valdhöfum, óháð öllum pólitískum flokkum.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli