Frétt

Lísbet Harðardóttir | 23.05.2006 | 09:27Stefna Í-listans uppfyllir mínar kröfur

Lísbet Harðardóttir.
Lísbet Harðardóttir.
Ég er Ísfirðingur. Fæddist á Ísafirði, fór og kom, fór aftur og endaði svo fyrir náð hér aftur. Þeir sem þekkja til mín vita að líf mitt breyttist til muna við komuna vestur. Eða öllu heldur eignaðist ég líf. Hér vil ég búa með börnin mín tvö, búa þeim góða framtíð og kenna þeim á lífið. Það virtist auðvelt í fyrstu, þegar barnið var bara eitt, en þegar fæðingarorlofinu sem fylgdi með seinna barninu var lokið fylltumst við foreldrarnir kvíða. Hvernig förum við að?

Ég er starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Ég vinn bæði í Félagsmiðstöðinni og sem félagslegur ráðgjafi hjá Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Starf mitt er mér ótrúleg mikils virði, ég fæ að aðstoða unglinga, þá aðallega stúlkur í að finna sig á ný eftir ýmsar hrakfarir í lífinu. Ég veit að starf mitt er vel metið af foreldrum þessara unglinga sem og af krökkunum sjálfum og ég skila því vel af mér. Því miður meta þeir sem sjá um launin mín þetta ekki á sama hátt, ég er á lægstu mögulegu launum í minni starfsgrein á Íslandi.

Þar sem við hjónaleysin erum skráð í sambúð og lifum í sátt og samlyndi inni á sama heimilinu borgum við einnig hæsta mögulega daggæslugjald sem völ er á – á Íslandi, þrátt fyrir að maðurinn minn sé í fullu námi. Gjaldið sem okkur er skylt að greiða í haust slagar það vel upp í mánaðarlaunin mín að ef engin breyting verður á munu unglingar Ísafjarðarbæjar ekki njóta aðstoðar minnar í sínum málum næstu misseri. Ástæðan er einföld, það hreinlega tekur því ekki fyrir mig að vinna fullann vinnudag og aukavinnu með, en eiga samt ekki nema nokkrar krónur eftir þegar daggæslan hefur verið greidd. Ég á erfitt með að kveðja krakkana mína og segja þeim að ég hafi ekki efni á að hjálpa þeim og óska þess heitt að til þess eigi ekki eftir að koma.

Vegna skorts á úrræðum fyrir unga foreldra erum við að tínast í burtu eitt af öðru. Þekki tvær fjölskyldur sem, sögðu upp vinnunni, seldu húsin sín og pökkuðu saman í síðasta mánuði, eingöngu vegna þess að þau hafa það betra annar s staðar. Fleiri eru í sömu hugleiðingum. Mér finnst ekki réttlátt að við unga fólkið sem sjáum um að framleiða bæjarbúa séum hrakin á brott vegna þess að við eigum ekki séns í að lifa sómasamlegu lífi í byrjun búskaps á Ísafirði. Nú eru að koma kosningar, nú eigum við möguleika á breytingum í þessum málum. Það er okkar að framkvæma!

Ég rakst á konu í meirihluta bæjarstjórnar um daginn sem spurði mig hvar mitt atkvæði lægi í komandi kosningum. Ég benti þessari indælu konu á að ég kysi þann sem byði mér best, og bauð henni að freista gæfunnar á að vinna mig yfir á sitt band. Gylliboð hennar hljómuðu svo sem vel, gamlar fréttir flest allt. Þegar kom að því að ég baunaði á hana spurningum um leikskólagjöld og niðurgreiðslu á dagmæðragjöldum, já og um launum mín fékk ég engin svör, reyndar sagði hún hreint út að hún vissi bara ekki hvernig þetta væri, og þar sem hún vissi ekki hvernig staðan væri fyrir gæti hún bara ekki sagt mér hvað hún ætlaði að gera. Það sama bar upp þegar spurt var um aukinn stuðning við einstæða og námsfólk.

Þetta er einn af stjórnendum bæjarins, sem ég hef treyst á að síðastliðin ár hafi verið að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera vel við fjölskyldufólk. Þegar ég stóð þarna leið mér pínulítið eins og ég hefði verið höfð að fífli, því ég sem ung kona, nýkomin með kosningarrétt vissi ekki betur en að treysta í naívri blindni á hina fullorðnu sem áttu að sjá um mína hagi.

Á þessari stundu ákvað ég að fylgja ekki bara straumnum og gera eins og þeir háværustu segja. Ég ákvað að kynna mér vel og vandlega hvaða fólk getur búið mér og börnum mínum best í haginn. Á flakki mínu um skrifstofur fannst mér gaman að sjá heimilisbraginn á einni skrifstofunni, þar kútveltast börn og fullorðnir um hvert annað og allir boðnir velkomnir. Einhvern veginn ílengdist vera mín í kaffinu. Ég sá þarna von um að ég gæti átt heima á Ísafirði áfram.

Stefna Í-listans uppfyllir þær kröfur sem ég set fyrir mitt framtíðarheimili. Næstu 4 árin eru mikilvæg í uppvexti barna minna og fjölskyldunnar. Ég stefni á nám, og vil að ég geti stundað það án þess taka himinhá lán eða rífa börnin mín upp með rótum og fara í annað samfélag á meðan. Ég vill að börnin mín geti átt hlut í bæjarfélaginu og eigi val á uppbyggjandi tómstundarstarfi. Stefna Í-listans gerir mér kleift að vera hér áfram. Hvað unglingana mína snertir þá vill ég að þau fái alla þá mögulega aðstoð sem þau þurfa, ekki bara rétt nóg til að þagga niður í áhyggjufullum foreldrunum. Ég vill að tekið verði á málum þeirra strax og af ábyrgð. Í-listinn lofar mér því, ég treysti því loforði.

Sem ungt foreldri, ung kona á uppleið og tilvonandi námskona mun ég kjósa Í-listann á laugardaginn, og vona að sem flestir í minni stöðu geri hið sama.

Lísbet Harðardóttir.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli