Frétt

Guðrún Anna Finnbogadóttir | 23.05.2006 | 09:24Í-listinn er góður kostur

Guðrún Anna Finnbogadóttir.
Guðrún Anna Finnbogadóttir.
Kæru kjósendur! Þegar kosningar nálgast kemst mikil hreyfing á umræðuna í samfélaginu og er þessi umræða virkilega af því góða því okkur er nauðsynlegt að kryfja málin reglulega frá grunni. Í upphafi kosningabaráttu setja flokkarnir sér markmið og eftir fjögur ár meta kjósendur það hvernig flokkunum hefur tekist að fylgja þeim eftir. Þegar loforðalisti núverandi meirihluta er skoðaður er ljóst að mikið á að framkvæma á næsta kjörtímabili og ég spyr því? Var ekkert svigrúm til að framkvæma þessa hluti á síðasta kjörtímabili, en sömu málin prýddu einnig loforðalistann fyrir fjórum árum eða var ekki vilji til þess?

Ég fór á sameiginlegan fund frambjóðenda á Flateyri og fannst mér margt áhugavert koma þar fram. Í-listinn ætlar að byggja hjúkrunarheimili á Ísafirði því full þörf er fyrir slíka þjónustu í sveitarfélaginu. Halldór Halldórsson bæjarstjórinn okkar segir þörfina enga og það séu engir biðlistar, hinsvegar sagði Guðni Geir okkur að þörf væri fyrir um 40 hjúkrúnarpláss á næstu árum. Í sömu andránni tala þeir um að samstarf þeirra síðastliðin átta ára hafi verið eins og gott ,,hjónaband” en mér er spurn. Hverslags hjónaband er þetta eiginlega? Er ekkert koddahjal?

Þessir sömu menn sögðu kjósendum á fundinum að Í-listinn gæti ekki lofað neinu fé frá ríkinu því þetta væri ríkisstjórnin þeirra og hún útdeildi eingönu fé til sinna flokka. Eru Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn búnir að gleyma því að ríkissjóður er ríkissjóður okkar allra, líka ríkisstjóður Í-listamanna? Við hjá Í-listanum viljum leggja áherslu á að við greiðum skattana okkar í sameiginlegan sjóð okkar allra og þeim sjóði ber að skipta á réttlátan og skynsamlegan hátt. Mér hrís hugur við tilhugsuninni um að skattarnir mínir séu ekki lengur sameiginlegur sjóður allra landsmanna heldur séreignasjóður Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna sem við hin höfum ekki aðgang að og því er sannanlega kominn tími til breytinga.

Hjá Í-listanum kom fjöldi fólks að málefnavinnunni og verður unnið á þeim grunni á næsta kjörtímabili en okkar helsta baráttumál er að allir íbúar sveitarfélagsins sitji við sama borð hvað alla þjónustu varðar og að hér ríki jöfnuður. Við horfum hnarreist til framtíðar og leggjum áherslu á skóla- fjölskyldu- og atvinnumálin sem eru þeir málaflokkar sem brenna á okkur en þau mál má laga mikið með réttum viðhorfum.

Með sól í hjarta mun ég því kjósa Í-listann þann 27. maí 2006.

Guðrún Anna Finnbogadóttir.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli