Frétt

Guðríður Guðmundsdóttir | 22.05.2006 | 14:53Í Bolungavíkinni er björgulegt lífið

Guðríður Guðmundsdóttir.
Guðríður Guðmundsdóttir.
Ég hef undanfarin fjögur ár stundað nám í leikskólakennarafræðum við Háskólann á Akureyriog mun útskrifast þaðan 10. júní nk. Jafnhliða námi hef ég unnið á leikskólanum Glaðheimum hér í Bolungavík og hefur það verið dýrmæt reynsla. Það sem hefur komið mér hvað mest á óvart varðandi málefni leikskólans er hvað það hefur vantað upp á framtíðarsýn bæjaryfirvalda í Bolungavík í þeim málum og skilning á því mikilvæga uppeldisstarfi sem fram fer í leikskólum almennt.

Leikskólinn Glaðheimar í Bolungavík var tekinn í notkun um áramótin 1983 og var þá aðeins boðið upp á fjögurra tíma vistun og miðaðist við tveggja ára börn. Ég gegndi forstöðu í leikskólanum á árunum 1987-89 og fylgdist þá með foreldrum á hlaupum í hádegi, annað hvort að koma með börnin sín í leikskólann í hádeginu eða sækja þau til að hendast með þau annað í pössun til þess að þeir gætu lokið sínum vinnudegi.

Sem betur fer á þetta ekki við í dag. Boðið er upp á heilsdags vistun svo þessum fyrr nefndu hlaupum er létt af foreldrum. Við það að bjóða upp á heilsdagsvistun fá nánast helmingi færri börn vistum hverju sinni en áður. Þetta er kröfur sem foreldrar í nútímaþjóðfélagi gera og sjálfsagt að koma til móts við þær.

Fyrir tæpum tveimur árum var leikskólinn stækkaður en því miður voru ekki breyttar aðstæður nútímans hafðar þar að leiðarljósi og leikskólinn stækkaður svo fjölga mætti börnunum þar heldur var einungis verið að leysa vandamál varðandi starfsmannaaðstöðu. Ef byggt hefði verið einu bili meira við leikskólann, værum við ekki í neinum vandræðum í dag með að gera eina deild til viðbótar. Þá gæti leikskólinn fjölgað börnum og tekið inn börn frá 18 mánaða aldri, eins og bókun núverandi fræðsluráðs gengur út á. Eins og staðan er nú geta aðeins börn frá tveggja ára aldri fengið vistun í leikskólanum. Í mínum huga er ekki verið að bjóða ungu fólki sem hér vill búa upp á barnvænt umhverfi.

Annað sem veldur mér töluverðum áhyggjum er að vegna þessa húsnæðisvanda í leikskólanum er verið að skoða hvað gera eigi við elstu börn leikskólans. Upp hefur komið sú hugmynd að reka deild út frá leikskólanum í húsnæði grunnskólans. Sveitarfélög hafa rekið deildir úti í bæ frá leikskólum en þá er ekki farin sú leið að taka út einn árgang. Á Sauðárkróki hafa elstu börnin af leikskólanum Furukoti komið í húsnæði heilsdagskólans frá átta að morgni til klukkan ellefu en farið síðan í leikskólann til og lokið deginum þar.

Í stefnuskrá A – listans, Afl til áhrifa, kemur fram að farsællegast sé að börn á leikskólaaldri sé gefinn kostur á að dvelja í leikskóla frá 18 mánaða aldri og til þess að það nái fram að ganga þarf að skoða húsnæðismál leikskólans Glaðheima og leysa þau til framtíðar. Þetta eru grafalvarleg mál og það má ekki varpa þeim lagalega og lýðræðislega rétti barnanna að fá að vera í leikskóla fyrir róða og síðast en ekki síst hver er aðkoma foreldra að þessum málum, þeir eiga rétt á að hafa um það að segja hvernig staðið sé að málefnum barna sinna.

Kjósandi góður! Við, frambjóðendur A-listans, Afl til áhrifa, bjóðum þér að þann 27. maí getur þú haft áhrif á hvaða stefna verður tekinn i leikskólamálum í Bolungavík í nánustu framtíð. Það er augljóst að við getum ekki boðið ungu fólki að setjast hér að ef ekki eru næg leikskólapláss í boði í bænum. Ég býð fram krafta mína og mun beita mér af alefli fyrir því að farsæl lausn verði fundin á leikskólamálum hér og standa vörð um þann rétt barna að fá að vera börn við þær bestu aðstæður sem þau eiga rétt á. Börnin eru framtíð okkar, þau munu erfa landið og er vert að hafa það í huga alla daga ársins.

Guðríður Guðmundsdóttir skipar 5. sæti á A-lista, Afls til áhrifa í Bolungavík.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli