Frétt

bb.is | 21.12.2001 | 17:08Seljandi húseignar sýknaður af bótakröfum

Seljandi húseignar á Ísafirði var í dag sýknaður í Héraðsdómi Vestfjarða af kröfu kaupenda um bætur vegna meintra dulinna galla þegar salan átti sér stað fyrir rúmum fjórum árum. Það var mat dómsins, að þrátt fyrir að skýrslur sérfróðra manna um ástand hússins bendi til þess að einhver fúi kunni að hafa verið byrjaður í því er stefnendur festu kaup á því, verði ekki talið að með þeim sé komin fram viðhlítandi sönnun fyrir því að það hafi verið gallað af þeim sökum.
„Verða stefnendur, sem var í lófa lagið að tryggja sér slíka sönnun, með því að fá dómkvaddan matsmann til að skoða ástand hússins með tilliti til þess að hverju leyti því væri áfátt, orsakir þess og kostnað af nauðsynlegum úrbótum, að bera hallann af þeim sönnunarskorti“, segir í niðurstöðum dómsins.

Dómur Héraðsdóms Vestfjarða fer hér á eftir í heild.

Ár 2001, föstudaginn 21. desember, er dómþing Héraðsdóms Vestfjarða sett í dómsal að Hafnarstræti 1, Ísafirði og háð þar af Erlingi Sigtryggssyni, dómstjóra.

Fyrir er tekið:

Mál nr. E-83/2001:

Salomon Ágústsson og Sakhorn Khinsantiha (Sigurður Georgsson, hrl.) gegn Kristjáni J. M. Jónssyni (Björn Jóhannesson, hdl.).

Er nú kveðinn upp í málinu svohljóðandi dómur:

Mál þetta, sem var dómtekið 26. október sl., hafa Salomon Ágústsson og Sakhorn Khinsantiha, bæði til heimilis að Seljalandsvegi 54, Ísafirði, höfðað hér fyrir dómi 18. apríl sl. gegn Kristjáni J. M. Jónssyni, Hlíf I, Ísafirði.

Stefnendur krefjast þess aðallega að stefndi verði dæmdur til að greiða þeim 3.651.919 kr. með dráttarvöxtum frá 6. október 2000 til greiðsludags, en til vara krefjast þau lægri fjárhæðar að mati dómsins. Auk þess er krafist málskostnaðar.

Stefndi krefst sýknu og málskostnaðar úr hendi stefnenda.

I.

Árið 1959 keypti stefndi fasteignina Seljalandsveg 54 á Ísafirði, einlyft forskalað timburhús á steyptum kjallara með skúrþaki, um 54 fermetrar að grunnfleti. Kveðst hann hafa búið í húsinu allt til ársins 1997, en þá seldi hann stefnendum fasteignina með kaupsamningi 1. október 1997 fyrir 4,9 milljónir króna. Samkvæmt kaupsamningnum átti að afhenda stefnendum eignina mánuði síðar.

Í febrúar árið 2000 kviknaði eldur í húsinu. Ákváðu stefnendur þá að endurbyggja efri hæð hússins. Kveða þau svo mikinn fúa hafa komið í ljós í burðarvirki hússins og klæðningu undir múrhúð er hefja átti viðgerð á skemmdum eftir brunann, að ekki hafi verið talið svara kostnaði að gera við fúaskemmdirnar.

Magnús, sonur stefnda, sem kveðst hafa lært til húsasmíða og starfað við byggingariðnað í 14 ár, kveðst hafa unnið að því árið 1977 ásamt bróður sínum að endurbæta einangrun hússins. Hafi þá verið skrúfaðir listar utan á það, einangrun sett á milli og klætt með plastklæðningu. Jafnframt hafi verið skipt um glugga og sett í þá tvöfalt einangrunargler. Kveður hann húsið þá hafa verið í þokkalegu ástandi miðað við það sem gengur og gerist og enginn fúi hafi verið sjáanlegur. Árið eftir hafi þakkantur verið færður fram þannig að svaraði klæðningu og nauðsynlegir aukar settir við sperrur þess vegna. Árið 1980 hafi verið skipt um þakjárn. Árið 1996 hafi klæðning verið tekin úr lofti í austanverðum kjallara. Hafi hann þá skoðað fótstykki timburgrindar í austurhluta hússins og ekki séð neitt athugavert.

Stefnandi Salomon skýrði svo frá hér fyrir dómi að hann hefði sjálfur skoðað húsið áður en kaupin gerðust en ekki fengið sérfróðan mann til þess. Kveðst hann ekki hafa séð neitt athugavert. Hann hefði ekki framkvæmt neinar viðgerðir eða viðhald á húsinu frá því að hann keypti það, fram til þess að eldurinn kom upp í febrúar árið 2000. Miklar skemmdir hefðu hlotist af honum, meðal annars hefði eldhúsinnrétting skemmst og fleira innanstokks. Svo mikill fúi hefði komið í ljós í burðarvirki og klæðningu að ekki hefði komið annað til greina en að endurbyggja efri hæð hússins.

Sveinn Kristinn Lyngmó byggingatæknifræðingur annaðist mat á skemmdum eftir brunann fyrir tryggingafélag stefnenda. Einnig hannaði hann endurbyggingu hússins og sá um samskipti við verktaka fyrir stefnendur. Hann skýrði svo frá hér fyrir dómi að að timburgrind hússins hefði verið orðin léleg og klæðning utan á henni skemmd vegna fúa. Hefðu þessar skemmdir verið það miklar að ekki hefði verið forsvaranlegt að láta þær vera, en gera eingöngu við skemmdir eftir brunann. Hefðu sumar stoðirnar verið svo fúnar

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli