Frétt

Jón Fanndal Þórðarson | 22.05.2006 | 08:38Bréf til Birnu

Jón Fanndal Þórðarson.
Jón Fanndal Þórðarson.
Kæra Birna. Einu sinn enn verð ég að taka mér penna í hönd til að skrifa þér bréf. Ástæðan er grein þín um glasið hálffulla eða hálftóma. Fyrir mér er þessi saga ekkert nýnæmi. Ég hef kunnað hana lengi og þarf engan sálfræðing til að túlka hana fyrir mig. Sú bók sem mér þykir einna vænst um er eftir bandarískan prest að nafni Norman Vincent Peale sem var prestur við Marble Collegiate kirkjuna í New York. Nafn þessarar bókar er: „The power of positive thinking.“ í íslenskri þýðingu, „Kraftur jákvæðra hugsana.“ Þessi bók hefur verið mér sem biblía í gegnum árin enda finnst mér ég hafi lifað á bjartsýninni mest af lífi mínu.

Þar sem ég er einn af þeim sem standa að Í listanum tek ég það jafnt til mín, að ég eins og þau hin sem með mér eru í framboðinu séu haldin „bölmóðssýki“ eins og þú komst svo smekklega að orði. Ég hefi starfað með þessu fólki frá því að hugmyndir um þetta framboð kviknaði og hefi ekki í eitt einasta skipti orðið var við svartsýni eða neikvæðni frá þeim, heldur þvert á móti, jákvæðni, bjartsýni og trú á sitt byggðarlag. En eitt er rétt hjá þér í þessum skrifum en það er, að við eigum það öll sameiginlegt að koma þessum núverandi meirihluta frá, og þá erum við að hugsa um framtíðarhag byggðarlagsins.

Það er eðlilegt að spurt sé hversvegna við viljum skipta um meirihluta. Þú segir að við sjáum ekki þá gífurlegu uppbyggingu sem átt hefur sér stað á undanförnum misserum. Undanförnum misserum segir þú. Þið hafið verið við völd s.l. átta ár og gortið nú af því að allt sé komið á fullt skrið upp á við nokkrum misserum fyrir kosningar. Er frekt að spyrja? Hvers vegna ekki fyrr og hvað varð um hin árið sjö og hálf? Fóru þau ef til vill í undirbúning?

Það er leitt til þess að vita að þegar allt er komið á fulla ferð upp á við að ykkar mati, þá undirbúa landsfeðurnir, ykkar fyrirmynd og átrúnaðargoð, brotlendingu, því góðærið sé búið. Þeir töldu okkur trú um að góðærið væri komið til að vera en svo virðist ekki, því það var alltaf vitað að það þyrfti að lenda. Spurningin var bara hvort lendingin yrði mjúk eða hörð. Það hefur vissulega verið góðæri hjá ákveðnum hópi manna í þessu þjóðfélagi undanfarin ár en góðærið fór fram hjá okkur Vestfirðingum en neikvæðu þensluáhrifin skiluðu sér sbr. þegar bannað var af stjórnvöldum að greiða út 130 miljónir til Ísafjarðarbæjar fyrir snjóflóðablokkina í Hnífsdal, því ef það yrði gert myndi það valda þenslu í þjóðfélaginu! Trúðuð þið þessu og eruð þið því sammála?

Það er margt sem prýðir þennan bæ og gerir hann að einum fegursta bæ á landinu en fátt af því er ykkar verk, sumt var komið fyrir ykkar tíð annað er verk utanaðkomandi aðila. Þið hafið að vísu ekki þvælst fyrir en áttuð ekki frumkvæðið né kostuðuð það nema að litlu leyti. Í Grikklandi hinu forna voru menn fæddir til ákveðinna stétta. Sumir voru fæddir til að stjórna aðrir til að vera þrælar. Það virðist vera almenn skoðun hjá ykkur sjálfstæðismönnum að engir geti stjórnað hvorki ríki né bæ nema hann sé sjálfstæðismaðir. Aðrir hafi hvorki vit né þekkingu til þess að ykkar mati. Þetta er mikill misskilningur og flokkast undir hroka.

Í hópi frambjóðenda Í listans er mikið af velmenntuðu hæfileikafólki sem ég treysti fullkomlega til að stjórna þessum bæ. En látum málefnin tala en á það skorti algerlega í þinni grein sem snérist að mestu leyti um að gera lítið úr frambjóðendum Í listans en mæra frambjóðendur D listans. Allir frambjóðendur, allra framboðanna eru að mínu mati hið besta og vandaðasta fólk og mun ég aldrei láta út úr mér hnjóðsyrði í þeirra garð eða lítillækka á nokkurn hátt.

Það er stefnan og málefnin sem skipta máli. Okkur greinir á í grundvallaratriðum.Við viljum fara í aðra átt en þið. Við viljum setja atvinnuna í öndvegi. Atvinnan og fyrirtækin eru það sem allt byggist á. Þið hafið ekki nóg hugsað um það. Við þurfum fjölbreytta atvinnu. Ef fólk flyst í bæinn þarf að vera til atvinna fyrir bæði hjónin. Þú segir að fólk sé í biðröðum að flytja hingað. Hvað er í veginum og hvers vegna kemur það ekki? Þú segir að það sé næg atvinna og jafnvel skortur á fólki. Hvers vegna eru menn þá að vinna annarsstaðar og koma hingað í fríum og um helgar þar sem þeir eiga allt sitt.

Það sem veldur mér mestum áhyggjum er skuldastaða bæjarins. Hún er óviðunandi enda minnist þið D lista fólk lítið á fjármálastöðuna sem þó alltaf er það sem mestu máli skiptir. Án peninga engar framkvæmdir.

Ekki ætla ég að kenna núverandi meirihluta að öllu leyti um afleyta fjármálastöðu sveitarfélagsins en þar eiga vinir ykkar í ríkisstjórninni mikla sök, en þið hafið sofið á verðinum og farið illa með peninga. Skuldastaðan versnar með hverju árinu og hér er um hundruðir miljóna að ræða og nú á að taka tveggja miljóna evra lán - tvö hundruð miljón krónur- til að byggja grunnskólann. Er þetta traust fjármálastjórn eða svartsýnis röfl í mér? Tekjur og gjöld bæjarinns undangengin ár hafa vegið salt og aldrei verið króna afgangs til verklegra framkvæmda nema taka hana að láni og éta upp Orkubúspeningana. Nú eru þeir búnir og hvað þá? Ég óska skýringa á því í hvað Orkubúspeningunum var eytt. Hefur það komið til tals að selja Vatnsveituna.? Vatnsveita Ísafjarðar er menningarverðmæti, elsta vatnsveita á Íslandi, lögð árið 1900 að frumkvæði Hannesar Hafstein. Vonandi verður hún aldrei seld eða tekin upp í skuld.

Að lokum. Í listinn er listi hins almenna borgara, ekki yfirstéttarlisti. Að Í listanum stendur samhentur hópur fólks með svipaðar hugsjónir og framtíðarsýn, fólks sem ber hag alþýðunnar fyrir brjósti, fólks sem vill skjóta traustari stoðum undir sitt byggðalag. Grunnurinn má ekki gleymast ef byggja á hús á mörgum hæðum og það hús sem byggt er á sandi fær ei staðist. Kjósum því Í listann á kjördegi.

Jón Fanndal.

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli