Frétt

Þorsteinn Másson | 20.05.2006 | 11:12„Hey þú, ógeðslega töff, ég er að tala við þig“

Þorsteinn Másson.
Þorsteinn Másson.
Nú er aðeins fáeinir dagar í kosningar og flokkarnir reyna af öllum mætti að lokka til sín kjósendur. Pylsulyktin finnst langar leiðir og ekki er þverfótað fyrir ráðherrum og þingmönnum sem heilsa eins og bestu vinir. Hér á vef bb.is birtast greinar þar sem fólk reyfar ýmsar ástæður þess að kjósa beri þennan flokk en ekki hinn og sitt sýnist hverjum. Fólk úr röðum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hamra sem mest það má á því að ekki eigi að breyta breytinganna vegna. Auðvitað á ekki að breyta breytinganna vegna en breytinga er nú samt þörf.

Núverandi meirihluti undir stjórn Sjálfstæðisflokksins er bara einfaldlega kominn á tíma og lag að skipta þeim útaf og fá nýtt blóð í bæjarstjórnina. Dr. Þorleifur Ágústsson, kunningi minn, líkir þessu skemmtilega fólki við fótboltalið en ég bendi á að jafnvel Ronaldo og Henry þurfa stundum að hvíla sig á bekknum og leyfa öðrum að komast að. Persónulega finnst mér Halldór Halldórsson fínasti gaur en hann verður að fá sína hvíld eins og aðrir þreyttir framherjar.

Flestir eru sammála um að hér á svæðinu séu miklir möguleikar og mörg sóknarfæri en samt hefur ekki gengið nógu vel að fá hingað fólk og fyritæki en ekki má heldur gleyma því sem gott er og halda ber því á lofti. Ég nefni hér 3X Stál, Ágúst og Flosa, Álfsfell ehf, Sjóferðir Hafsteins og Kiddýar, Kamb á Flateyri, Íslandsögu á Suðureyri og Ásel en þetta er aðeins brot af fólki/fyrirtækjum hafa nýtt sér þá mýmarga möguleika sem svæðið hefur upp á að bjóða

Mér hefur verið bent á ýmsar góðar hugmyndir núna undanfarnar vikur sem vert er að skoða eins og t.d. Fjallahjólabraut uppi á skíðasvæði að sumarlagi og eins kom sami maður með hugmynd að mótorkrossbraut á svipuðum stað þar sem hægt væri að halda stórmót í mótorkrossi. (þar með yrði að fjölga starfsfólki á sjúkrahúsinu því þetta er „alvöru sport með alvöru afleiðinigum“)

Svo eigum við leggja áherslu á að lokka til okkar sportbátaeigendur að sunnan því eins og flestir vita eru ferðamöguleikar sportbáta hvað bestar hér við Ísafjarðardjúp (Vigur, Æðey, Hornstrandir, Jökulfirðir, o.m.fl.) Fólk gæti komið með báta sína á vorin og farið aftur í lok sumars. Persónulega tel ég að miklir möguleikar liggi í ferðaþjónustu um t.d. Dýrafjörð og svo held ég að mannlífið á þessum litlu stöðum sé eitt og sér fínasta söluvara. Sjoppustemningin, kallarnir á bryggjunni og þessháttar eru hreinasta gull í augum borgarbúa um allan heim.

Svo má ekki stinga niður penna án þess að minnast á Háskólasetrið sem felur í sér geysilega möguleika. Gaman að segja frá því að Ungir Jafnaðarmenn, Ungir Sjáfstæðismenn og Ungir Framsóknarmenn ásamt fleiri snillingum tóku höndum saman (án þess að henda skít í hvort annað) og kölluðu eftir Háskóla Vestfjarða hér um árið með glæsilegri hátið er nefnd var „Með höfuðið hátt.“

Já, möguleikar okkar Vestfirðinga eru fjölmargir. Látum ekki blinda trú á að hálf vonlaus ríkistjórn reddi hér öllu eins og oft hefur verið lofað. Gefum Í-listanum færi á að spreyta sig.

P.s. Titill greinarinnar hefur lítið með innihaldið að gera en mér fannst bara við hæfi að vitna í Silvíu Nótt okkar frekar en að hafa klisjukenndan titil eins og oft vill verða þegar fólk er í kosningaham. „SKILURRU!“

Þorsteinn Másson. Höfundur skipar 14. sæti Í-listans og er formaður Ungra jafnaðarmanna á Vestfjörðum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli