Frétt

Soffía Vagnsdóttir | 19.05.2006 | 16:57Viljum við breytingar eða ekki?

Soffía Vagnsdóttir.
Soffía Vagnsdóttir.
Það styttist óðum í bæjarstjórnarkosningarnar. Það styttist í þann dag sem bæjarbúar og kjósendur í Bolungarvík geta tjáð sig um hvaða fólk þeir vilja sjá við stjórnvöl bæjarins næstu fjögur árin. Þær raddir hafa heyrst að oft hafi sitjandi bæjarstjórnir verið „veikburða” en aldrei eins „veikburða” og sú sem nú situr. Lítið hafi verið gert og í hennar tíð hafi nánast allt farið á verri veg. Þrátt fyrir að vera ein úr þessum „veikburða” hópi bæjarstjórnar get ég tekið undir margt sem um hana hefur verið sagt. En það er nú svo að sá sem hefur meirihlutavald hverju sinni er sá sem að meira eða minna leyti leggur línurnar í stjórnunarháttum og rekstri bæjarins. Og því miður fór það svo í síðustu kosningum að Bæjarmálafélagið sem ég sit í bæjarstjórn fyrir, beið lægri hlut þegar hlutkesti var kastað eins og frægt er orðið.

Tveir valkostir

Í þessum kosningum hafa bæjarbúar tvo valkosti. Ég segi tvo vegna þess að sá listi sem nýlega hefur verið birtur undir merki A- afl til áhrifa, er ekkert annað afsprengi óánægju innan raða Sjálfstæðisflokksins. Það fólk sem situr efst á lista Sjálfstæðisflokksins og það fólk sem situr í efstu sætum hins nýja lista, er það sama og lagði línurnar í stjórnskipulagi bæjarins á síðasta kjörtímabili og hefur haft meirihlutavald til að stýra honum. Það hljómar hjákátlega að hlusta á raddir þeirra sem nú bjóða sig fram í efstu sætum beggja þessara lista, að keppast nú við að gagnrýna hverjir aðra rétt eins og um bláókunnugt fólk væri að ræða. Þetta fólk er enn, allt fram til laugardagsins 27. maí næstkomandi, sameiginlega með yfirstjórn Bolungarvíkurkaupstaðar. Þetta er fólkið sem hefur harðlega verið gagnrýnt fyrir daufleika og sinnuleysi á síðasta kjörtímabili.

Því þarf að spyrja: Hvers vegna ættu bæjarbúar þá að gefa þessu fólki atkvæði sitt í bæjarstjórnarkosningunum nú, þó það skipti sér niður á tvo lista? Það er að segja ef bæjarbúar vilja breytingar? Þessu þurfa bolvískir kjósendur að svara með vali sínu á kjördag.

Það er vandræðalegt fyrir meirihluta bæjarstjórnar nú þegar kosningabaráttan er stendur sem hæst, að fyrsti maður á A-lista hefur fyrir aðeins örfáum dögum sagt starfi sínu sem formaður fulltrúaráðs Sjálfsstæðisfélags Bolungarvíkur lausu. Það er sömuleiðis vandræðalegt að annar maður á A-lista er núverandi varamaður í bæjarstjórn D-lista. Báðir þessir fulltrúar hafa stýrt mikilvægum nefndum á vegum D-listans síðastliðið kjörtímabil og hafa því án vafa haft mikil áhrif á ákvarðanir og framkvæmdir meirihlutans á kjörtímabilinu.

Mikið er valdið ef aðeins einn maður, - núverandi forseti bæjarstjórnar, hefur ráðið svo miklu í sínum hópi að ekki hefur tekist að knýja fram þær mikilvægu breytingar sem núverandi A-lista fólk hefði viljað sjá meðan það var/er enn D!

Það væri forvitnilegt að vita hvort Anna Edvardsdóttir sem situr í fyrsta sæti A-lista hefði líka stofnað sinn eigin lista ef hún hefði náð fyrsta sætinu í nýlegu prófkjöri D-listans, þar sem hún laut í lægri hlut fyrir Elíasi Jónatanssyni sem vermir fyrsta sæti D-listans. Það má velta fyrir sér hvort hún hefði þá getað hugsað sér samstarf við Elías, ólíkt því sem hún segist geta gert í dag. Það er einnig áhugavert að velta því fyrir sér hvort hún hefði verið jafn yfirlýsingaglöð um þá deyfð sem ríkt hefur hér í Bolungarvík undanfarið kjörtímabil ef hún hefði náð fyrsta sætinu í stað Elíasar. En þrátt fyrir allt þetta er Elías saklaus sem barn og kannast lítið við þær óánægjuraddir sem í hópnum hans hafa átt að hljóma.

Bæjarmálafélagið vill breytingar

Fulltrúar Bæjarmálafélagsins hafa lagt sig fram um að vinna af heilindum í umboði sinna kjósenda á liðnu kjörtímabili. Því miður hefur ekki náðst að þoka mörgum þeirra mála sem voru á óskalistanum fyrir síðustu kosningar. Til þess að það takist þurfum við stuðning sem tryggir okkur meirihluta í bæjarstjórn. Það er ekki nóg að búa til afrekalista yfir eigin gjörðir rétt fyrir kosningar eins og forseti bæjarstjórnar gerði á nýlegum samgöngufundi. Það þarf að vinna jafnt og þétt og það þarf að upplýsa bæjarbúa um það sem er verið að gera og hamra stöðugt á kynningu á bænum út á við. Það þarf að sækja. Það gekk ekki þrautarlaust að fá nýja og virka heimasíðu og ráðning markaðssinnaðs bæjarstjóra tókst því miður ekki.

Ég vil að lokum segja að við í Bæjarmálafélaginu höfum lagt áherslu á að virkja bæjarbúa; að hvetja fólk til að taka sjálft þátt í að móta stefnu um framtíð eigin bæjarfélags með því að bjóða því að taka þátt í skapandi stefnumótun á okkar opnu fundum. Það vinnur engin bæjarstjórn öll verkin, - en hún á að sækja fram fyrir hönd sinna íbúa. Bæjarfulltrúar bæjarmálafélagsins hafa reynt að kynna Bolungarvík á opinberum vettvangi með jákvæðum hætti, reynt að skapa jákvæða ímynd bæjarins og reynt að kynna nýjar hugmyndir um atvinnumál innan bæjarfélagins.

Við viljum áfram vinna á þessum nótum. Við erum fulltrúar fólksins og eigum að vinna í þágu þess eins mikið sem mögulegt er. Ég býð mig áfram til setu í bæjarstjórn vegna þess að ég trúi á framtíð Bolungarvíkur. Ég trúi því að hér muni skapast ný tækifæri á ýmsum sviðum. Um leið og ég þakka stuðningsyfirlýsingu bæjarbúa við að ég leiði lista Bæjarmálafélagsins, býð ég Bolvíkinga velkomna á kosningaskrifstofu okkar við Aðalstræti. Þar er vel tekið á móti öllum. X - K

Soffía Vagnsdóttir. Höfundur leiðir lista Bæjarmálafélagins í Bolungarvík.

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli