Frétt

Sölvi Sólbergsson | 19.05.2006 | 16:53Bæjarstjórann – Já takk

Sölvi Sólbergsson.
Sölvi Sólbergsson.
Í skoðanakönnun Gallups nýverið kemur skírt fram að Ísfirðingar vilja Halldór Halldórsson áfram sem bæjarstjóra. Halldór hefur ekki einungis verið ókrýndur foringi Ísfirðinga á síðasta kjörtímabili, heldur hefur hann verið mikilvægur forystumaður sveitarstjórna á Vestfjörðum.

Ósýnilegu verkin

Fyrir utan störf sín á heimaslóðum hefur Halldór verið valinn til ýmissa trúnaðarstarfa á vettvangi sveitarstjórnanna. Halldór hefur setið í ráðgjafahópi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem hefur það hlutverk að miðla hluta af tekjum ríkisins til sveitarfélaga, þannig að þau geti sinnt lögboðnum verkefnum sínum. Sjóðurinn er afar mikilvægur sveitarfélögunum, ekki síst þeim minni. Þannig var á síðasta ári úthlutað um 12 milljörðum króna úr sjóðnum. Þess má geta að í tilviki Bolungarvíkur nam úthlutun úr Jöfnunarsjóði um 72 milljónum króna, eða 25 % af tekjum. Úthlutunarreglur geta skipt sköpum fyrir einstök sveitarfélög. Þær eru nú í endurskoðun og situr Halldór í endurskoðunarnefndinni. Við Bolvíkingar væntum mikils af setu hans þar.

Reynslan skiptir miklu og skapar áhrif

Að ýmsu leyti má segja að Halldór Halldórsson hafi tekið við ákveðnu forystuhlutverki í hópi vestfirskra sveitarsjórnarmanna af Ólafi Kristjánssyni fyrrverandi bæjarstjóra í Bolungarvík. Ólafur var viðriðinn sveitarstjórnarmál í tæpa fjóra áratugi, síðustu 16 árin sem pólitískur bæjarstjóri og jafnframt oddviti sjálfstæðismanna. Ólafur var líkt og Halldór áhrifamaður í samtökum sveitarstjórnarmanna á landsvísu. Víst er að íbúar Bolungarvíkur áttuðu sig ekki alltaf á mikilvægum störfum hans á landsvísu. Hins vegar má enn sjá fingraför hans í núverandi úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðsins. Má þar t.d. nefna framlög vegna snjómoksturs. Það tók sinn tíma hjá Ólafi að koma ákveðnum breytingum í gegn. En nú, mörgum árum síðar, erum við Vestfirðingar að njóta ávaxtanna í formi fjárframlaga, sem taka mið af raunverulegum og oftast íþyngjandi útgjöldum til snjómoksturs.

Mikilvægt að tryggja áhrif Vestfirðinga áfram

Það er alls ekki sjálfgefið og verður reyndar að teljast afar ólíklegt að nýr ópólitískur bæjarstjóri á Ísafirði myndi ná þeim áhrifum og styrk sem Halldór Halldórsson hefur óumdeilanlega náð, m.a. í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Það skiptir því ekki einungis máli fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar hver velst til forystu í í þessu langstærsta sveitarfélagi fjórðungsins, heldur skiptir það máli fyrir alla íbúa Vestfjarða.

D-listann áfram til forystu á Ísafirði og í Bolungarvík

Líkt og á Ísafirði teflir Sjálfstæðisflokkurinn í Bolungarvík oddvita sínum fram sem bæjarstjóraefni. Elías Jónatansson hefur sem forystumaður okkar Bolvíkinga öðlast mikla reynslu á yfirstandandi kjörtímabili. Mikilvægt er, að hann gjörþekkir til þeirra verkefna sem hafin eru og þeirra sem í undirbúningi eru.

Af góðri reynslu treysti ég þeim Halldóri og Elíasi fullkomlega til að vinna saman að hagsmunamálum okkar Vestfirðinga á næsta kjörtímabili. Til að svo geti orðið setjum við x við D á kjördag.

Sölvi R Sólbergsson. Höfundur er formaður bæjarráðs Bolungarvíkur og skipar 5 sætið á framboðlista Sjálfstæðisflokksins.

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli