Frétt

Stakkur 51. tbl. 2001 | 21.12.2001 | 15:32Fyrstu jól og áramót á nýrri öld

Nú er senn liðið ár af nýrri öld. Hvort árið felur í sér vísbendingu um það hvað komandi öld ber í skauti sér er óvitað. Sennilega er of skammt liðið af öldinni til þess að draga marktækar ályktanir. Af öllum atburðum líðandi árs ber hæst árás hryðjuverkamanna af trú Íslams hinn 11. september 2001. Skotmörk urðu World Trade Center í New York og Pentagon í Washington, stjórnstöð hersins í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Augljóst mátti vera hverjum hugsandi manni á Vesturlöndum, að um var að ræða árás á vestræn gildi og þá menningu sem einkennir hinn vestræna heim.

Viðbrögð þjóðarleiðtoga á Vesturlöndum urðu reyndar á eina lund. Árásirnar töldust stríðsyfirlýsing og lagt skyldi til atlögu við hryðjuverkamennina. Stríðið í Afganistan er rökrétt afleiðing þess er á undan var gengið.

Í Ísrael geisar stríð. Arabar og Ísraelar berjast með auknum krafti og hinir síðarnefndu hafa lýst því yfir að þeir séu að berjast við hryðjuverkamenn. Sú yfirlýsing gefur því stríði nýtt yfirbragð. En það eru síst styrjaldir sem íbúar jarðarinnar þurfa á að halda. Stór hluti jarðarbúa skrimtir undir hungurmörkum. Engu að síður er ljóst að stríð mun geisa, en með nýju yfirbragði og víðar um heim en fyrr og snerta fleiri en áður, þótt mannfall verði vonandi minna en fyrrum.

Efnahagur heims hefur átt undir högg að sækja á liðnu ári. Til þess liggja margar ástæður, þar á meðal hryðjuverkin sem getið var að ofan. Ferðaþjónusta hefur átt undir högg að sækja og flugfélög um heim allan berjast í bökkum. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessum hremmingum. Þess vegna ber að fagna sérstaklega samkomulagi Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins sem miða að því að tryggja kaupmátt launþega. Það er djarfmannlegt og skilar vonandi góðu fyrir þjóðarbúið. Samþykkt fjárlaga veitir sömu vísbendingu. Þó væntu margir meiri hlutar.

Vestfirðingum er væntanlega efst í huga kvótasetning á fisktegundir, sem staðið hafa undir smábátaútgerðinni. Þeim finnst að sér sótt, enda kreppir að í undirstöðu atvinnunnar í sjávarþorpum á Vestfjörðum. Hátt ber einnig sölu Orkubús Vestfjarða, sem í aldarfjórðung var tengt sjálfstæði fjórðungsins. Einnig má minna á það að kjördæmaskipan var endanlega breytt með kosningalögum í fyrra, árið 2000. Ýmsar breytingar hafa orðið og eru að verða á Vestfjörðum. En hér býr gott og traust fólk, sem bíður það hlutverk að ná vopnum sínum fyrir sókn til fjölgunar og betra lífs í fjórðungnum. Kosningar verða á næsta ári og nýjar sveitarstjórnir munu taka við, en hvort það breyti gangi sögunnar veit nú enginn.

Jólin vekja okkur hugsun um liðna tíð og þau gildi sem kristin trú hefur leitt inn í þjóðlífið. Menn staldra við, líta inn á við, verja tíma með ástvinum og búa sig undir nýtt ár, ný átök og sókn til framfara í einkalífi jafnt og þjóðlífi.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár með þökkum fyrir samfylgdina á árinu sem senn er horfið í aldanna skaut, þótt öldin sé ný.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli