Frétt

mbl.is | 18.05.2006 | 16:36Menntaskemmtigarður settur upp í Laugardalnum

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, Sigurjón Sighvatsson, eigandi Palomar Pictures í Los Angeles, Ragnar Atli Guðmundsson frá Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. og Þorgils Óttar Mathiesen fá Klasa hf. undirrituðu í dag samning um þróun Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Reykjavíkurborg hefur breytt deiliskipulagi í Laugardalnum og hyggst standa fyrir uppbyggingu á svæðinu sem miðar að því að byggja upp svæði sem verði einskonar „menntaskemmtigarður“, þ.e.a.s. miðstöð fyrir menntun samhliða skemmtun.

Gert er ráð fyrir að þar verði söfn (vísindagarður, sjávardýrasafn), garðar, Imax sýningarhús, barnasalir fyrir barnamyndir og leiksýningar, fræðsluaðstaða, starfsmannaaðstaða (einnig fyrir Fjölskyldu- og húsdýragarð), sýningarsalir, leiksvæði, húsnæði fyrir dýr, ásamt ýmiskonar annarri þjónustu.

„Fjölskyldugarðurinn er í dag fjölsóttur viðkomustaður fjölskyldufólks en líður fyrir það að þar er fyrst og fremst verið að sinna þörfum yngstu kynslóðarinnar.

Markmiðið með tillögum um frekari uppbyggingu í tengslum við Fjölskyldugarðinn er að skapa kjarna og viðkomustað sem hefur burði til að skapa tengingu á milli allra helstu staða Laugardalsins þannig að í honum myndist heildstætt svæði menntunar, skemmtunar, líkamsræktar og íþróttaviðburða og sýninga í hjarta höfuðborgarinnar, svæði sem dregur að fólk á öllum aldri," að þvi er segir í tilkynningu.

Samstarfsaðilar við Reykjavíkurborg í verkefni þessu eru: Palomar Pictures í eigu Sigurjóns Sighvatssonar, Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. og Klasi hf. Fasteignafélag. Þessir aðilar skiluðu sameiginlegum tillögum til Reykjavíkurborgar um þróun og uppbyggingu Mennta-skemmtigarðs. Á grundvelli þeirra tillagna hefur Reykjavíkurborg ákveðið að ganga til samstarfs við þá um frekari þróun á grundvelli tillagnanna.

Með undirritun samnings í dag er stigið fyrsta skref í þá átt að hrinda þessum hugmyndum af stað. Stefnt skal að því að samningum um framkvæmdir, uppbyggingu og leigu sé lokið fyrir janúarlok 2007, enda liggi þá fyrir samþykkt skipulag, að því er segir í tilkynningu.


bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli