Frétt

Þorleifur Ágústsson | 18.05.2006 | 15:31Áframhaldandi uppbygging með traustum leiðtoga

Þorleifur Ágústsson.
Þorleifur Ágústsson.
Það er alþekkt í heimi vísindanna að skipta ekki út tækni sem reynist vel og hægt er að treysta. Í boltaíþróttum þykir ekki gáfulegt að skipta út þeim leikmönnum sem vel standa sig. Svona mætti lengi telja – og því hefði ef til vill mátt tala um einskonar sannindi sem fólgin væru í þessum staðhæfingum. Að í raun væri mikilvægara að endurskoða sífellt og bæta það sem betur má fara. Að fínpússa aðferðir. Að efla liðsheildina.

Þetta er að sjá á lista sjálfstæðismanna fyrir þessar kosningar og það er án efa markmið flokksins; að bæta það sem betur má fara – að efla liðsheildina og bæta annars ágætan árangur. En eitthvað virðist nú samt vera öðruvísi en það á að vera. Ekki eru allir sammála sannindunum hér að ofan. Í það minnsta finnst mörgum lag að skipta um stjórn bæjarins. Að tími sé til kominn að nýtt fólk taki við! Að nýtt fólk taki við til þess eins að Sjálfstæðismenn hafi ekki lengur stjórnina!? Er það næg ástæða? Er það markmið sem trúandi er á?

Þegar undirritaður kom til Ísafjarðar sumarið 2004 til þess að takast á við það verkefni að byggja upp rannsóknarmiðstöð í þorskeldi ásamt heimamönnum og þeim er að verkinu vildu koma, kom það mér nokkuð á óvart hve mikill hugur var í Ísfirðingum og hve vel tekið var á móti mér og minni fjölskyldu. Það var mér ljóst frá byrjun að bæjarstjórinn Halldór Halldórsson ásamt samstarfsaðilum í bæjarstjórn Ísafjarðar tóku þessum hugmyndum fagnandi enda var mikill áhugi að efla háskóla og rannsóknastarf.

Þegar ég horfi um öxl þau tvö ár sem ég hef átt samstarf og samskipti við bæjarstjórann og meðstjórnendur hans þá verður mér æ ljósara hve mikil fásinna það er að ætla að fara að skipta því fólki út – skiptanna vegna. Síðastliðin tvö ár hafa, með tilliti til uppbyggingar rannsókna – og háskólaumhverfis, verið tvö ár full af atorku og vilja til að ná árangri. Það er ekki síst bæjarstjóranum Halldóri Halldórssyni og hans samstarfsfólki fyrir að þakka enda ómetanlegt fyrir þá er standa í slíkum stórræðum að eiga bakhjarla sem treystandi er á.

Staðan í dag, með tilliti til rannsóknaverkefna í þorskeldi er mjög björt. Mörg verkefni eru í burðarliðnum og skammt er þess að bíða að í Álftafirði hefjist rannsóknaverkefni sem standa munu í langan tíma með starfsfólk og nemendur frá ýmsum háskólum – jafnt innlendum sem erlendum.

Í þeirri uppbyggingu tók Ísafjarðarbær þátt, ásamt fjölmörgum öðrum og því má segja að í raun sé ótrúlegt hve vel hefur tekist til á svo skömmum tíma. Og vilja Ísfirðingar launa bæjarstjóranum og bæjarstjórninni vinnuna með því að skipta um stjórn? Hvers vegna – það er mér algjörlega óskiljanlegt! Ég fagna því að ungt og efnilegt fólk skuli nú príða efstu sæti Í listans – og væntanlega taka þátt í stjórn bæjarins. Það á eftir að verða bænum til framdráttar, á því er enginn vafi.

En ég tel að stjórnin sé best komin í höndum þeirra sem svo dyggilega hafa staðið að uppbyggingu rannsókna – og háskólaumhverfisins og þar með stigið fyrstu skrefin í þá átt að hér muni verða öflugt rannsókna– og háskólaumhverfi ungu fólki og bæjarfélaginu öllu til framdráttar. Fólki sem hefur þá sýn að ekki sé ráðlegt að hafa öll eggin í sömu körfunni heldur sér að fjölbreytt mannlíf þarf fjölbreytt val. Fólki sem vill betri bæ fyrir alla sem hér vilja búa!

Ég segi því, kæru Ísfirðingar, skiptum ekki vinningsliðinu út heldur fögnum því að Halldór Halldórsson og samstarfsmenn í D listanum skuli bjóða sig fram til að vera áfram leiðandi afl í uppbyggingu betra bæjarfélags.

Virðingarfyllst,
Dr. Þorleifur Ágústsson.


bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli