Frétt

mbl.is | 18.05.2006 | 13:36Dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir ítrekuð brot

Nítján ára gamall piltur, Ólafur Hrafn Magnússon, hefur í Héraðsdómi Reykjavíkur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, tvær líkamsárásir, kynferðisbrot og vörslu barnakláms. Ólafur Hrafn hefur tvívegis á árunum 2004 og 2005 hlotið sektardóma fyrir fíkniefnabrot en að öðru leyti hefur hann ekki áður gerst sekur um refsiverða verknaði. Aðfaranótt 21. ágúst 2005, á bifreiðastæði á milli Tryggvagötu og Geirsgötu 19, stakk Ólafur Hrafn mann tvívegis í bakið með hnífi. Annað stungusárið var um 2 cm langt og lá innan við neðra horn hægra herðablaðs, en hitt var um 3 cm langt og lá utan við neðra horn hægra herðablaðs, náði í gegnum brjóstholsvegginn og var 3 – 4 cm langur og jafn djúpur skurður á hægra lunga og skárust í sundur slagæðar bæði í lunga og brjóstvegg, en áverkum þessum, sem voru lífshættulegir, fylgdi mikil blæðing innvortis og féll lunga hans saman.

Ólafur Hrafn stakk einnig annan mann með hnífi í bakið með þeim afleiðingum að hann fékk um 1,5 cm langan skurð rétt neðan við vinstra herðablað.

Þann 1. febrúar 2005 kom Ólafur Hrafn aftan að manni og sló hann fyrirvaralaust í höfuðið með skóflu, og þegar maðurinn, sem missti meðvitund við höggið, stóð upp aftur, stangað hann í höfuðið. Hlaut hann heilahristing af árásinni sem var gerð á göngubrú við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.

Ólafur Hrafn er einnig dæmdur fyrir að hafa á tímabilinu frá 9. febrúar til 31. júlí 2004, á heimili sínu, í það minnsta á annan tug skipta, haft samræði við stúlku sem þá var 12 og 13 ára gömul og látið hana sleikja kynfæri sín.

Eins er Ólafur Hrafn dæmdur fyrir að haft í vörslum sínum á hörðum diski í tölvu, 30 ljósmyndir af stúlkunni sem hann beitti kynferðislegu ofbeldi, einni og þeim tveimur saman, ýmist fáklæddum eða nöktum sem sýndu hana á kynferðislegan og klámfengin hátt og hafa áður dreift afritum af myndunum, eða hluta þeirra, til annarra, með þeim afleiðingum að þær ganga manna í millum á internetinu.

Í niðurstöðu Héraðsdóms segir að Ólafur Hrafn sé ungur að árum og virðist hafa vilja til að taka sig á í lífinu. Þá hefur hann að hluta játað þau brot sem hann er nú sakfelldur fyrir. Á hitt ber og að líta að árás hans var að mestu tilefnislaus og hnífsstunguárásirnar ekki í neinu samhengi við það sem á undan var gengið enda þótt þær hafi átt sér stað í tengslum við átök tveggja hópa.

Þegar allt framangreint er virt, og með vísan til 77. gr. almennra hegningarlaga og jafnframt með hliðsjón af því að ákærði hefur ekki áður þurft að afplána refsingu, þykir refsing ákærða hæfilega ákveðin fangelsi í 5 ár. Til frádráttar refsingunni komi gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 21. ágúst 2005 fram að dómsuppsögu með fullri dagatölu, að því er segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli