Frétt

Henry Bæringsson | 18.05.2006 | 09:20Iðnaður og orkumál

Henry Bæringsson.
Henry Bæringsson.
Á Vestfjörðum er engin stóriðja og enginn sem hefur óskað eftir því að reisa slíkt fyrirtæki hér. Það kemur því á óvart að nú fyrir sveitarstjórnarkosningar skuli Sjálfstæðisflokkurinn setja það sem sitt helsta stefnumál að engin stóriðja skuli rísa á Vestfjörðum. Í stefnuskrá sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ segir: „Náum samstöðu um svæðisskipulag fyrir Vestfirði án stóriðju.“ Skoðum þetta nánar. Í orðabók stendur: stóriðja, verksmiðjuframleiðsla þungavöru í stórum stíl, stórfelld iðnaðarframleiðsla. Á að slá allan iðnað af ef hann nær þeirri stærð að teljast stórfelldur? Varla. Hvað felst þá í þessari stefnu? Svarið er ekkert.

Það hefur aldrei verið inn í umræðunni að setja upp stóriðju á Vestfjörðum í þeirri merkingu sem við notum um það orð. Það er að segja, álver eða aðra málmbræðslu, af þeirri einföldu ástæðu að það eru engar þær aðstæður hér á Vestfjörðum að það sé gerlegt. Og ástæðurnar eru þær að stórir virkjunarkostir á Vestfjörðum eru fáir og óhagkvæmir. Samkvæmt upplýsingum á vef Orkustofnunar er um að ræða tvo möguleika á stórvikjunum. Glámuvirkjun og um hana segir: „Safngöng frá Vatnsdalsá að Fjarðará í Hestfirði. Staðsetning virkjunar í Hestfirði. Fleiri staðsetningar koma til greina. Forathugun (um 450 GWh/a); Líklega fremur óhagkvæm.“ Hvalá í Ófeigsfirði og um hana segir: „Virkjun með veitum af Ófeigsfjarðarheiði. Miðlunarmöguleikar líklega takmarkandi; heppileg til áfangaskiptingar. Rennslisorkustig (a.m.k. 300 GWh/a). Líklega fremur óhagkvæm.“ Einnig mætti virkja Fjallfoss í Dynjanda en hans er ekki getið á vef Orkustofnunar og ólíklegt að samstaða náist um að fórna honum.

Önnur ástæða sem mælir mót orkufrekri stóriðju á Vestfjörðum eru staðhættir. Orkuflutningur til Vestfjarða í dag fer að stærstum hluta um eina orkuflutningslínu sem í daglegu tali er kölluð Vesturlína. Hún liggur frá Geiradal í Mjólkárvirkjun. Hún er samkvæmt upplýsingum á vef Landsnets, eiganda línunnar, 80,79 km á lengd og áreiðanleiki hennar á árunum 1999 til 2004 er: fyrirvaralausar truflanir 15, roftími 1387 mínútur. Og athugið að á þessum árum hefur veðurfar verið okkur hagstætt en á árinu 2005 bilaði þessi lína í nokkra daga. Á meðan þurfti að framleiða rafmagn fyrir Vestfirði með vatnsaflsstöðvum á svæðinu og olíu. Óöryggi í orkuflutningi ásamt tapi í flutningslínum kemur því í veg fyrir að orka verði flutt til okkar um langan veg.

Þetta stóriðjutal bæjarstjórans á Ísafirði er aðeins innantómt gaspur. Við eigum áfram að byggja litlar virkjanir sem falla vel að landslaginu og stuðla að því að við Vestfirðingar verðum sjálfum okkur nógir um raforkuöflun. Einnig að sækja til ríkisins stóraukið fé til jarðhitaleitar á köldum svæðum og nýta það svo til hitunar á þeim fjarvarmaveitum sem við rekum í dag. Og jafnframt skapa skilyrði til bygginga nýrra veitna. Að vísu verður að játa að sala Orkubús Vestfjarða skerti verulega möguleika sveitarstjórna á að hafa áhrif á jarðhitaleit.
Að lokum örlítið um þær tölur sem ég hef nefnt hér í þessum pistli. Öll orkuöflun Orkubús Vestfjarða á árinu 2005 var 238,9 GWh (gígavattsstundir). Orkubú Vestfjarða framleiddi sjálft 88,3 GWh eða tæp 37% af því. Afgangurinn var keyptur af öðrum. 60 þúsund tonna álver, sem er eins og fyrsti áfangi Norðuráls á Grundartanga, notar 930 GWh á ári. Það þótti óhagkvæm stærð og var stækkað tvisvar. Þannig að okkar 750 GWh í Glámuvirkjun og Hvalá segja lítið. Til gamans má svo geta þess að Kárahnjúkavirkjun mun framleiða 4600GWh á ári.

Nei, kæru bæjarbúar okkar framtíð hefur aldrei legið í málmbræðslum. Okkar stóriðja liggur í hafinu, fjöllunum, fólkinu og þeim sköpunarkrafti sem býr í okkur öllum. Virkjum þann kraft og kjósum Í-listann 27. maí n.k.

Henry Bæringsson. Höfundur er stuðningsmaður Í-listans og rafvirki hjá Orkubúi Vestfjarða hf.

Heimildir:
http://www.os.is/page/ald_orkuaudlindir
http://www.nordural.is/default.asp sid_id=3147&tre_rod=001|001|001|&tId=1
http://www.karahnjukar.is/article.asp?catID=279&ArtId=441
http://www.ov.is/ov/upload/files/arsskyrslur/arssk2005.pdf
http://www.landsnet.is/index.aspx?GroupID=122
Íslensk orðabók fyrir skóla og skrifstofur. Mál og menning 1994

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli