Frétt

Sverrir Hermannsson, alþingism. | 20.12.2001 | 23:09Erfiðir tímar

,,Við lifum á erfiðum tímum" var lengi viðkvæði bölsýnismanna. Eða ,,Við lifum á síðustu og verstu tímum", sem löngum var viðhaft í léttari tón. Hvorttveggja geta þó talizt öfugmæli lengstaf frá því fyrir miðja síðustu öld. Miðað við hag íslenzku þjóðarinnar fyrrum hefir mikil velsæld ríkt hér á landi um allanga hríð. Mestöll sú hagsæld var í sjóinn sótt, þótt lénsherrar nútímans fullyrði að sjávarútvegurinn hafi aldrei verið stundaður af viti eða gagni fyrr en núgildandi gripdeildarkerfi LÍÚ var fundið upp, komið á og viðhaldið fyrir atfylgi hins nýja auðvalds, sem náð hefir undirtökum í stærsta flokki þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokknum.
Undanfarinn áratug hefir ríkt mikil árgæzka til lands og sjávar á Íslandi, og þjóðinnni nýzt vel til framtaks og framfara á flestum sviðum. Þá árgæzku vilja stjórvöld alla eigna sér; og helzt það uppi. Látum svo vera, en þá ættu þau í sama máta að axla ábyrgð á framhaldinu, þegar í baksegl slær.

Og skjótt skipast veður í lofti. Undanfarin þrjú, fjögur misseri hafa greinilega verið ný teikn á himni um snarbreytt veðurfar í efnahagsmálum. Válegustu einkennin eru ógnvænlegur viðskiptahalli, þreföldun verðbólgu og taumlaust gengishrun krónunnar.

Þessi teikn hafa verið öllum ljós, sem sjá vilja.

Því miður eru ráðamenn í ríkisstjórn ekki í þeim hópi. Meðan óveðursskýin hrannast upp á fjármálahimni hafa þeir baðað sig í ímynduðu sólskini góðæris og engu skeytt um aðsteðjandi hættu. Aðalvopninu til að kyrra og hemja veður og vinda í fjármálum hefir ekki verið beitt, fjárlagavaldi löggjafarsamkundunnar. Þvert á móti hefir það verið meðhöndlað eins og sjálfsmorðstól.

Í stað lífsnauðsynlegs samdráttar í útgjöldum ríkisins hefir allt vaðið á súðum. Hækkun útgjalda milli áranna 2000 og 2001 stefnir í 20%, sem er olía á eld verðlags og verðþenslu. Og enn virðist ekkert lát ætla á að verða eins og sjá má á frumvarpi til fjárlaga, sem nú liggur fyrir alþingi. Vonandi að menn sjái að sér áður en kemur að afgreiðslu þess. Ef ekki fljóta menn viljandi sofandi að feigðarósi. Þetta eru dapurlegar blákaldar staðreyndir.

Hvernig má það vera að ríkisstjórnin láti þjóðarskútuna reka svo háskasamlega á reiðanum sem raun ber vitni? Er það kannski svo að ítrekaðar aðvaranir stjórnarandstöðunnar í alþingi banni þeim af fordildarsökum allar aðgerðir til viðreisnar?

Nú hlýtur hæfasti ráðherrann, Geir Haarde, að gera sér grein fyrir hvert stefnir. Hversvegna í ósköpunum tekur hann ekki í taumana en lætur óvita í fjármálum ráða ferðinni, sem heimta góðærisfánann við hún, þótt skútan liggi undir stóráföllum samdráttar, og kreppueinkennin skjóti hvarvetna upp kollinum? Það er engin önnur fær leið til, en að draga saman seglin, ella fer í verra. Enn má miklu bjarga með stórfelldum niðurskurði á útgjaldahlið fjárlaga og harkalegum samdrætti, þar sem því verður við komið.

Auðvitað er atvinnuleysi hið mesta böl, en það er þó illskárra um skamma hríð en sú kollsteypa í efnahagsmálum sem ella er í boði ef ekki er spyrnt við fótum strax og af afli.

Ef illa fer þarf engum blöðum um það að fletta, að stjórvitringarnir munu öllu öðru um kenna en stjórnvizku sinni. Sennilega verða ósköpin 11. september fyrst fyrir valinu.

Sjálfir ganga þeir aðeins í ábyrgð fyrir góðæri ef að líkum lætur.

Sverrir Hermannsson, alþingism. og formaður Frjálslynda flokksins.

Grein þessi birtist á vefsíðu Sverris Hermannsonar og í Morgunblaðinu 6. desember s.l.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli