Frétt

Bryndís Friðgeirsdóttir | 17.05.2006 | 08:54Nú er veður til að skapa með Í-listanum

Bryndís Friðgeirsdóttir.
Bryndís Friðgeirsdóttir.
Nýtt og kraftmikið stjórnmálaafl í Ísafjarðarbæ hefur nú boðið fram öflugan lista til bæjarstjórnar í vor, Í-listann. Þau stjórnmálaöfl sem standa að Í-listanum eru Frjálslyndir og óháðir, Samfylkingin og Vinstri hreyfingin grænt framboð. Ég hef verið svo heppin að fá að vera kosningastjóri þessa nýja afls og þess vegna fengið tækifæri til að kynnast fjölda fólks sem hefur lagt Í-listanum lið. Þeir sem lagt hafa leið sína um Hafnarstrætið undanfarna daga hafa tekið eftir reiðhjólunum og barnavögnunum fyrir utan kosningaskrifstofu Í-listans sem er nefnilega alla daga yfirfull af fólki sem kemur til að spjalla, fá sér kaffisopa og gefa góð ráð. Mikil gleði og ánægja ríkir meðal þeirra fjölmörgu stuðningsmanna sem hafa komið til liðs við Í-listann en það er eimitt í slíku andrúmslofti sem sköpunarmátturinn fær þann kraft sem er svo mikilvægur til að góð hugmynd geti orðið að veruleika.

Við höfum verið svo einstaklega heppin að á framboðslistanum hefur tekið sæti fólk sem er með fjölbreyttan bakgrunn, mikla reynslu og brennandi áhuga á að byggja betra samfélag. Hópurinn er einstaklega samstilltur og vinnur af alhug og einingu við að setja saman raunhæfa stefnuskrá sem unnið verður eftir á næsta kjörtímabili. Stefnan inniheldur ekki óraunsæjan loforðalista sem ógerningur er að efna enda gera frambjóðendur sér fulla grein fyrir því að tekið verður við erfiðu búi. Áhersla verður lögð á að vinna með bæjarbúum við að virkja þau öfl sem tiltæk eru í innra og ytra umhverfi til að styrkja búsetu í bæjarfélaginu. Eitt af þessum öflum er ríkisstjórnin sem illu heilli hefur skapað sveitarfélögum á landsbyggðinni afar erfiðar aðstæður m.a. með óréttlátri tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, fækkun opinberra starfa og óréttlátri fiskveiðistjórnun.

Bæjarstjórn hefur þeim skyldum að gegna við íbúana að sækja til ríkisvaldsins þann sjálfsagða rétt að bæjarfélaginu séu sköpuð þau skilyrði að það fái að dafna á sjálfbæran hátt. Bæjarstjórn sem er blinduð af pólitískri rétthugsun og sýnir því ekki dug og þor til að sækja á stjórnvöld um úrbætur í byggðamálum er einfaldlega ekki að sinna skyldustörfum sínum.

Ég hvet bæjarbúa til að koma til liðs við okkur í Í-listanum og taka þátt í að byggja upp öflugt sveitarfélag sem er í forystu á Vestfjörðum og hefur alla burði til að sækja fram af fullum krafti. Valið stendur einfaldlega um ríkisstjórnarflokkana, Framsókn og Sjálfstæðisflokk sem nú eru við völd í bænum eða Í-listann, hið nýja skapandi afl sem býður fram krafta sína í þágu fólksins. Hættum að taka fáein hænuskref í einu og slá upp tilefnislausum veislum til að skála fyrir einu og hálfu stöðugildi sem vinnst á móti þeim tugum sem hafa tapast vegna óbyggðastefnu ríkisstjórnarinnar. Tökum heldur stökkið upp á við og sækjum fram af krafti með Í-listanum. Þá mun verða veður til að skapa í Ísafjarðarbæ.

Bryndís Friðgeirsdóttir.

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli