Frétt

bb.is | 16.05.2006 | 09:42Ellefu hundruð manns skrifuðu undir yfirlýsingu um stóriðjulausa Vestfirði

Frá sýningunni Perlan Vestfirðir. Mynd: Arnaldur Halldórsson.
Frá sýningunni Perlan Vestfirðir. Mynd: Arnaldur Halldórsson.
Á ellefta hundrað undirskriftir söfnuðust á stuðningsyfirlýsingu um stóriðjulausa Vestfirði á sýningunni Perlan Vestfirðir, dagana 6–7. maí. Að yfirlýsingunni stóðu nokkur af helstu náttúruverndarsamtökum á Íslandi, auk einstaklinga. Tildrög yfirlýsingarinnar var boð Fjórðungssambands Vestfjarða til samstarfshóps helstu náttúruverndarsamtaka landsins sem stóðu að ráðstefnunni „Orkulindin Ísland - Náttúra, mannauður og hugvit“, sem haldin var á Hótel Nordica 10. mars síðastliðin. Starfshópurinn tók einnig þátt í málþingi um breytta atvinnustefnu á Vestfjörðum sem haldin var á Hótel Loftleiðum 7. maí sl. í tengslum við sýninguna Perlan Vestfirðir. Eins og kunnugt er hefur mörgum orðið tíðrætt um það upp á síðkastið að lýsa Vestfirði stóriðjulausa, og þá sérílagi bæjarstjóranum á Ísafirði, Halldóri Halldórssyni. Fyrir skemmstu lýsti svo bæjarstjórn Vesturbyggðar yfir vilja sínum til að styðja slíka tillögu. Ekki hefur orðið vart við að hugmyndin njóti verulegrar andstöðu nokkurs staðar í fjórðungnum, ekki að svo komnu að minnsta kosti.

Yfirlýsingin sem undirskriftum var safnað við í Perlunni er svohljóðandi:

„Atvinnustefna sem byggir á sjálfbærri þróun og grundvallar hagsæld sína og
nýsköpun á eigin frumkvæði, þekkingu og sögulegri hefð, í sátt við náttúruna, mun
efla vestfirsk byggðarlög og atvinnulíf til langframa. Slík sérstaða getur orðið stolt Vestfirðinga og mun reynast fyrirmynd annarra samfélaga heima og heiman og þannig gott veganesti til markaðssetningar.Við undirrituð heitum því að leggja Vestfirðingum lið við að koma í framkvæmd þessari framsæknu stefnu Fjórðungssambands Vestfirðinga að lýsa Vestfirði stóriðjulaust svæði. Með þessari stefnuyfirlýsingu er stigið mikilvægt skref í þá átt að skapa á Vestfjörðum þekkingarsamfélag með sjálfbærni að leiðarljósi. Megi hún verða öðrum landshlutum og Íslandi öllu til eftirbreytni.“

eirikur@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 10:02 Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með frétt Samkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli