Frétt

Jóhann Hannibalsson | 15.05.2006 | 11:58Hvert stefna Bolvíkingar?

Jóhann Hannibalsson.
Jóhann Hannibalsson.
Í umræðunni um samgöngur milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar hefur þegar komið fram að allir vilja heildarlausn. En heildarlausn á hverju? Einhverra hluta vegna er það svo að valdhafar í dag einblína á heildarlausn á samgöngum um Óshlíð, allt miðast við það hvernig hægt sé að komast á sem ódýrasta hátt undir hana alla eða hluta af henni. Bolvíkingar eiga ekki að biðja um veg undir Óshlíð heldur um veg milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Sjálfstæðisflokkurinn í Bolungarvík er búinn að gefa út hvaða leið þeir vilja að verði farin, þeir vilja að farið verið frá Bolungarvík yfir í Hnífsdal í einum samfelldum göngum og það er þeirra heildarlausn. Aftur og aftur spyr ég sjálfan mig að því hvert vandamálið sé, hvað er verið að leysa?

Er ekki markmið okkar að leysa samgönguvandann milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar? Þurfum við eitthvað að vera blanda Óshlíð inn í þessa umræðu og er nauðsyn að fara í gegnum Hnífsdal? Við þurfum að endurskoða markmið okkar og opna augun fyrir því að lítilfjörleg barátta bæjarstjórnarmanna fyrr á tímum er ekki lengur gild. Við eigum ekki að vera föst í fortíðinni og halda svona fast í Óshlíðina. Við þurfum fyrst og fremst að skoða hvernig við komumst milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar - óháð Óshlíðinni. Finna allar mögulegar leiðir, skoða hvað þær kosta og meta öryggi þeirra.

Við Bolvíkingar megum ekki láta það gerast að peningar verði látnir í vitlaust verkefni með vitlausa lausn. Við verðum að berjast fyrir því að allt liggi fyrir áður en lausn verði valin. Meta þarf allan kostnað við hugsanlegar leiðir og hafa það í huga að töluvert mikill umferðarþungi á eftir að vera milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, bæði umferð einkabíla og þungaflutningar. Kanna þarf vilja Hnífsdælinga, hvort þeir vilji hafa þessa umferð í bakgarðinum hjá sér. Sömuleiðis þarf að hafa í huga kostnað vegna varna á Eyrarhlíð og á gatnakerfinu um Hnífsdal og Eyrina á Ísafirði. Eins og staðan er nú þarf að aka í gegn um örmjóa Sólgötuna til þess að komast inn í bæinn. Allt þetta þarf að taka með í reikninginn þegar kostnaðaráætlun er gerð.

Vegagerðin er nú að skoða nokkra möguleika og samkvæmt þeirra forskoðun eru þrjár leiðir sem kanna þarf betur. Eina þeirra hefur Sturla Böðvarsson samgönguráðherra þó afskrifað vegna kostnaðar, sem er nokkuð merkilegt þar sem sú leið hefur hvorki verið rannsökuð né borin saman við aðrar leiðir. Það má ekki gerast að hugsanlega besta lausnin verði afskrifuð fyrirfram af pólítískum ástæðum. Við verðum að tryggja að sérfræðingar fái að leggja mat sitt á allar leiðir þannig að hægt sé að velja bestu leiðina - bestu leiðina með tilliti til öryggis, vegalengdar og kostnaðar. Það er nauðsynlegt að fyrir hönd okkar Bolvíkinga standi samheldinn hópur með skýr markmið þegar barist verður við ríkisvaldið um fjármagn í þetta mikilvæga verkefni.

Á þessum tímapunkti viljum við í Bæjarmálafélaginu ekki ákveða hvaða leið skuli velja eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegar gert. Við viljum heldur taka afstöðu þegar allir möguleikar hafa verið kannaðir til hlítar, enda er fásinna að ákveða fyrst og rannsaka svo. Við sættum okkur heldur ekki við þetta gríðarlega metnaðarleysi sem einkennt hefur störf meirihluta núverandi bæjarstjórnar. Lýsandi dæmi um þetta metnaðarleysi meirihlutans gagnvart samgöngumálum Bolvíkinga er sú staðreynd að það voru bæjarbúar sjálfir sem settu af stað undirskriftarlistann „Við viljum göng”, frumkvæðið kom ekki frá bæjarstjórn. Við megum ekki gleyma því að það var einmitt þessi listi sem kom af stað umræðu sem síðar varð til þess að ríkisstjórnin setti fjármagn sem duga á til að leysa bráðasta vandann á Óshlíð.

Næst þegar þú lesandi góður átt leið um Óshlíð, leggðu þá hugann við hvert þú ert að fara. Ertu ekki á leiðinni milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar? Er einhver sérstök ástæða fyrir því að fara í gegnum Hnífsdal? Er engin önnur leið?

Ef þú vilt tryggja að bæjarstjórn Bolungarvíkur berjist fyrir heildarlausn í samgöngumálum milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar – en ekki fyrir bara heildarlausn undir Óshlíð – þá skaltu setja þitt x við K í komandi sveitastjórnarkostningunum. Það er eina leiðin.

Jóhann Hannibalsson. Höfundur skipar 3. sæti á K-lista Bæjarmálafélags Bolungarvíkur.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli