Frétt

Arna Lára Jónsdóttir | 15.05.2006 | 11:53Horft til framtíðar í atvinnumálum

Arna Lára Jónsdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Yfirskrift Í-listans í atvinnumálum er að boða til aðgerða og snúa vörn í sókn. Þessi yfirskrift er tilkomin vegna aðgerðarleysis núverandi meirihluta í atvinnumálum. Verulegar breytingar hafa orðið á atvinnuháttum okkar Vestfirðinga sem skýra má að miklu leyti af samdrætti í okkar undirstöðuatvinnugrein, sjávarútveginum. Við þurfum að horfa til framtíðar og byggja upp atvinnugreinar sem byggja á mannauði og sérstöðu okkar til sjávar og sveita. Í því samhengi horfum við til menntunar og rannsókna og viljum að hér verði stofnaður háskóli. Háskóli sem byggir á sérþekkingu okkar í sjávarútvegi, náttúruvísindum og fjölmenningu. Samfara því þarf að efla rannsóknarstarf enda búa Vestfirðir yfir fjölmörgum rannsóknatækifærum.

Í-listinn boðar aukna áherslu á fjölbreytni í atvinnulífinu. Við þurfum að beita okkur fyrir því að leita leiða til að skapa atvinnutækifæri fyrir ungt fólk og ekki síst fyrir konur, þar sem það er þekkt að konur ráða fremur um framtíðarbúsetu fjölskyldunnar, en karlar. Ef við eigum geta að laðað að ungt menntað fólk er nauðsynlegt að bæði kynin geti fundið störf við hæfi, því viljum öll að börnin okkar mennti sig og geti notið þess að búa hér í Ísafjarðarbæ til framtíðar, eins og við. Mikilvægt er, samt sem áður, að efla sjávarútveg og teljum við að nýta eigi byggðakvóta til að efla fiskvinnslu og stuðla að nýliðun í útgerð. Jafnframt eru miklir möguleikar í ferðaþjónustu sem byggir á þeirri náttúrufegurð sem hér er.

Við í Í-listanum erum tilbúin til að vinna – við ætlum ekki að sitja með hendur í skauti og bíða eftir því að ríkisvaldið sýni okkur þá náð að flytja hingað nokkur opinber störf. Við íbúar Ísafjarðarbæjar höfum reynsluna af því að bíða og nú er svo komið að við verðum að taka málin í okkar hendur og treysta á okkur sjálf. Hugmyndir okkar í Í-listanum byggja á athöfnum, við viljum gera Ísafjarðarbæ að eftirsóttum kosti til atvinnurekstrar. Liður í því er að stofna atvinnugarða til nýsköpunar. Við teljum að stofnun slíkra garða verði hvatning til bæjarbúa og þeirra sem hingað vilja koma að hefja atvinnurekstur. Það býr nýsköpunarkraftur í okkur og það er hlutverk bæjaryfirvalda að skapa frjóan jarðveg og rétta umhverfið.

Fyrir síðustu kosningar boðaði núverandi meirihluti mikilvægi þess að það væru sömu flokkar við völd í sveitarfélaginu og á landsvísu, þar með væri leiðin að ríkisvaldinu tryggð. Reynsla okkar sýnir að það hefur ekki borið þann árangur sem lagt var upp með. Er ekki kominn tími til að við fáum ný bæjaryfirvöld sem eru tilbúin að standa í hárinu á ríkisvaldinu? Bæjaryfirvöld sem segja ekki já og amen við öllu. Bæjaryfirvöld sem eru tilbúin að berjast fyrir hag sveitarfélagsins gegn oki ríkisvaldsins!

Setjum X við Í þann 27. maí nk.

Arna Lára Jónsdóttir verkefnastjóri skipar 3ja sæti á Í-listanum í Ísafjarðarbæ.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli