Frétt

Dr. Ólína Þorvarðardóttir | 13.05.2006 | 10:09Hvað varð um efndirnar?

Dr. Ólína Þorvarðardóttir.
Dr. Ólína Þorvarðardóttir.

Spurt að leikslokum háskólamálsins


Skoðanakannanir sýna þessa dagana að við erum að upplifa eitt heitasta kosningavor í sögu bæjarins. Má ætla að núverandi bæjarstjórnarmeirihluti sé tekinn að ókyrrast, enda fara menn mikinn þessa dagana og berja sér á brjóst yfir ýmsu því sem þeir telja til eigin afreka. En það er komið að reikningsskilum, því kjósendur hljóta að spyrja um orð og efndir. Háskólasetur Vestfjarða er eitt af því sem núverandi bæjarstjórnarmeirihluti gumar af sem dæmi um þá „miklu uppbyggingu“ sem fullyrt er að eigi sér nú stað hér í byggðarlaginu og meirihlutinn þakkar sjálfum sér.

Ekki vil ég lasta þá viðbót sem orðin er við þekkingarsamfélagið hér á Vestfjörðum, nefni til dæmis Vestfjarðaakademíuna, metnaðarfullt framtak nokkurra þróttmikilla fræðimanna hér um slóðir. Og síst af öllu vil ég gera lítið úr framlagi þess ágæta fólks sem starfar í Háskólasetrinu. Þar er eflaust haldið vel utan um þau verkefni sem setrinu hafa verið falin. Mér ofbýður hinsvegar innihladsleysið í pólitískum yfirlýsingum þeirra sem ráðið hafa ferðinni í hinu svokallaða háskólamáli. Það er nefnilega falskur tónn í þeirri sjálfhælnu hljómkviðu sem leikin er fyrir bæjarbúa, nú fyrir kosningar. Er því tímabært að rifja upp orð og efndir í þessu umdeilda máli.

Markmiðin sem gleymdust

Fyrir rúmu ári spannst mikil umræða um tilkomu og tilgang Háskólaseturs Vestfjarða, sem þá var nefnt Þekkingarsetur. Heimamenn vildu sjálfstæðan háskóla – stjórnvöld voru ekki til viðræðu um þann möguleika. Því var haldið fram að hér á svæðinu væri enginn „kompítens“ til slíkra hluta, eins og menntamálaráðherra orðaði það á fundi með stjórn Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða um svipað leyti.

Í janúar s.l. sendi starfshópur um stofnun Þekkingarseturs frá sér grein sem birt var á þessum vettvangi til þess að skýra og taka af allan vafa um markmið og tilgang með stofnun hins fyrirhugaða þekkingarseturs. Fyrirheitin voru m.a. þessi:

1. Að starfsemi setursins myndi hefjast „af fullum krafti“ haustið 2005 og þar yrði boðið upp á staðbundna háskólakennslu.

2. Að stöðugildum myndi fjölga. Látið var í veðri vaka að þegar upp væri staðið myndu 5-6 stöðugildi fylgja Háskólasetrinu. Ráðinn yrði framkvæmdastjóri „og a.m.k. annar starfsmaður til Fræðslumiðstöðvar“ auk þeirra starsfmanna háskóla og rannsóknarstofnana sem reiknað var með að myndu „sinna rannsóknum og kennslu“ í hinu nýja setri.

3. Að þekkingarsetur/háskólasetur myndi sjá Fræðslumiðstöðinni „fyrir auknu fjármagni“ og þannig myndi staða Fræðslumiðstöðvarinnar „styrkjast til muna“ með tilkomu setursins.

4. Að Fræðslumiðstöð myndi í samstarfi við þekkingarsetrið/háskólasetrið sjá um „þjónustu við háskólanema og samstarf við háskóla, m.a. um staðbundið nám“.

5. Að „skapa Fræðslumiðstöð Vestfjarða það umhverfi sem þarf til að vinna að áframhaldandi uppbyggingu náms á Vestfjörðum, háskólanáms jafnt sem fullorðinsfræðslu“.

Hver varð reyndin?

Það er öllum hollt að skoða nú hvað varð um hin „metnaðarfullu áform um háskólastarfsemi“ sem starfshópurinn fullyrti að væru „fyrstu raunverulegu skrefin í átt að háskóla á Vestfjörðum“. Staðreyndirnar tala sínu máli:

1. Ekkert bólar enn á staðbundinni háskólakennslu og því líklega ofmælt að hafið sé háskólastarf „af fullum krafti“.

2. Í stað þess að fjölga starfsmönnum Frmst til þess að takast á við þjónustu við háskólanema var þeim fækkað úr 3 í 1,5. Í Háskólasetri eru 3 stöðugildi. Niðurstaðan er sú að í stað þeirra 5-6 stöðugilda sem áttu að fylgja stofnun Háskólaseturs og samstarfi þess við Fræðslumiðstöð Vestfjarða eru samanlögð stöðugildi stofnananna tveggja nú 4,5. Hin raunverulega viðbót er 1,5 stöðugildi.

3. Hin napra staðreynd er sú að í stað þess að „styrkjast til muna“ hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða verið tekin kyrkingartaki. Árum saman hafði Fræðslumiðstöðin sinnt þjónustu við háskólanema í fjarnámi með miklum sóma, af alúð og þekkingu. Þetta hlutverk var frá henni tekið og enn hafa ekki fengist fjármunir þeir sem miðstöðinni var heitið vegna þjónustu við háskólanema á síðasta ári.

4. Ekkert starfsfólk fluttist yfir úr Fræðslumiðstöð til Háskólaseturs, þrátt fyrir gefin fyrirheit. Ekkert formlegt samstarf á sér stað milli þessara tveggja stofnana og engri þekkingu er þar með miðlað þar á milli.

5. Í raun gerðist ekkert annað en það að þjónustan við háskólanema var tekin úr höndum Fræðslumiðstöðvar, fjármunirnir sömuleiðis og mannaflinn var skorinn niður um helming.

Þannig urðu nú efndirnar – þrátt fyrir fögur orð og bókanir í bæjarstjórn s.l. vor þar sem brýnt var fyrir mönnum að missa ekki „sjónar á markmiðum þeirrar vinnu sem þegar hefur verið unnin í uppbyggingu háskólasamfélags á Vestfjörðum.“

Því fylgir ábyrgð að hafa forystu um velferð bæjarfélags. Það er ekki nóg að halda blaðamannafundi eða háfleygar ræður um mikilfengleik þess sem koma skal. Þegar spurt er um efndir, hlusta menn eftir dýpri hljómi en glasaglingrinu við opnunarathöfnina.

Ólína Þorvarðardóttir. Höfundur er fráfarandi stjórnarformaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og skólameistari Menntaskólans á Ísafirði.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli