Frétt

Björgmundur Örn Guðmundsson | 13.05.2006 | 10:04Horfum hátt með bjartsýni í hjarta

Björgmundur Örn Guðmundsson.
Björgmundur Örn Guðmundsson.
Einhverra hluta vegna hafa ákveðnir frambjóðendur reynt að slá ryk í augu kjósenda með því að lýsa ímynduðu samfélagi í hnignun og sagt það vera samfélagið okkar. Tilgangur þeirra er að sjálfsögðu sá að mikla sjálfan sig með fölsuðum og stolnum fjöðrum. Ég hef trú á því samfélagi sem ég ólst upp í og bý í í dag. Eflaust hafa sumir ekki sömu trú og ég á samfélagið okkar en þeirra er þá að kjósa hina.

Heima í minni æskusveit, þ.e. í Önundarfirði, hafa orðið miklar breytingar í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri. Við urðum að þola mikla fækkun fólks á tímabili en með eljusemi hafa íbúarnir náð að snú vörn í sókn. Við sjáum í dag meiri afla landað á Flateyri en nokkurn tíma áður. Við sjáum að til eru stór og öflug býli í sveitinni. Við sjáum að menn eru farnir að skipuleggja sumarhúsabyggðir og virkja í meira mæli bæjarlækinn. Verið er að stofna veiðifélög um árnar, byggja enn frekar upp æðarræktina og auka verulega framboð á gistingu og ferðamennsku. Nú er svo komið að líklegt má teljast að byggt verði íbúðahúsnæði á Flateyri á þessu ári. Þetta kalla ég bjartsýnt og kraftmikið samfélag sem ég er stoltur af.

Í dag bý ég ásamt konu minni og tveimur börnum á Ísafirði. Allsstaðar í kringum mig sé ég samfélagið blómstra. Íbúðir eru í smíðum vítt og breytt um fjörðinn, verið er að leggja nýjar götur og gangstíga og verið er að stækka og teikna stærra hafnarsvæði. Við sjáum veitingastaðina okkar blómstra og menningu okkar. Fyrirtækin okkar eru að fá glæsilegar viðurkenningar og nýir eigendur hafa verið að koma að mörgum þeirra. Siglingasport virðist vera að ná nýjum hæðum og stefnir í að verða gríðarleg tekjulind fyrir samfélagið og algjört augnayndi á Pollinum. Mjög mörg fyrirtæki hafa verið að skjóta upp kollinum með nýjungar á atvinnumarkaðinum sem og „gömul“ fyrirtæki hafa verið að brydda upp á nýjungum. Mjög mikið af rannsóknarstofnunum og þekkingarfyrirtækjum hafa verið að komast á fót og eflast í samfélaginu. Barnið okkar, Háskólasetrið, mun án efa getað hoppað í nýjar hæðir með tilkomu rannsóknarverkefna á borð við ESSI (Stofnun um jarðkerfisfræði). Rammaskipulag eyraroddans mun færa okkur mikil tækifæri í uppbyggingu. Þetta samfélag er svo sannarlega fullt af krafti og bjartsýni.

Hér að ofan hef ég lýst lauslega þeim samfélögum sem ég ólst upp í og bý í. Sömu sögu má segja frá öðrum kjörnum í bæjarfélaginu, allt einkennist af bjartsýni og krafti. Ég er ekki tilbúinn að samþykkja þann fórnarlambshugsunarhátt sem sumir reyna að klína upp á okkur án þess að við höfum beðið um það.

Við verðum að halda áfram að virkja samfélagið okkar til athafna. Hlutverk sveitarfélagsins er að búa vel að fjölskyldunum og styðja við atvinnulífið. Framsóknarmenn hafa verið og eru óhræddir við að styðja við atvinnulífið með ráðum og dáðum. Þeir eru líka óhræddir að fela einkaaðilum að halda utan um marga þá þjónustu sem bæjarbúarnir vilja fá.

Í dag er sveitarfélagið okkar komið á siglingu og svo gott sem farið að ,,plana” eftir ólgusjó síðustu ára. Sveitarfélagið er komð á fengsæl mið og aflinn sést á öllum mælum framundan. Við skulum ekki rugga bátnum með snöggum beygjum til hægri og vinstri. Njótum þess að vera til, brosum mót góða veðrinu og setjum x við B á kjördag.

Björgmundur Örn Guðmundsson. Höfundur skipar 4. sæti á B-lista framsóknarmanna.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli