Frétt

mbl.is | 12.05.2006 | 18:25Frí á Íslandi í ár ef Silvía Nótt vinnur söngvakeppnina

Silvía Nótt hélt blaðamannafund í Aþenu í dag og ef marka má frásögn á vefnum esctoday.com var þessi fundur með skrautlegasta móti. Blaðamönnum var bannað að horfa beint í augu íslensku stjörnunnar og hentu lífverðir Silvíu einum óheppnum blaðamanni út úr fundarsalnum þegar hann braut þessa reglu. Þá lýsti Silvía því yfir, að íslenska ríkisstjórnin myndi lýsa yfir fríi á Íslandi í ár henni tækist að vinna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Íslenski hópurinn æfði keppnislagið á sviðinu í Aþenu í dag, og segir esctoday.com að talsverð eftirvænting hafi ríkt vegna þeirrar umræðu sem verið hefur um blótsyrðið „fucking" í enskum texta lagsins. Menn biðu spenntir eftir því hvort Silvía myndi syngja þetta orð og hún gerði það svikalaust og gaf um leið alþjóðlega bendingu með fingrinum. Helmingur áhorfenda fagnaði en hinn setti upp hneykslunarsvip.

Þegar Silvía söng lagið aftur datt hljóðneminn á gólfið og dívan sendi tæknimönnum kveðjur á kjarnyrtri ensku. Viðbrögð áhorfenda voru sambland af klappi og púi. Þá snéri Silvía sér að áhorfendum og sagði: Fjandans hálfvitar. Eftir þetta róaðist hún nokkuð og söng lagið tvisvar án þess að til mikilla tíðinda drægi. Silvía hélt síðan á braut og sagði: „Þau elska mig. Ég var frábær. Ég var fullkomin!"

Á blaðamannafundinum á eftir bað Silvía raunar tæknimennina afsökunar fyrir að hafa skammað þá og sagðist hafa verið undir miklu álagi og því gengið of langt.

Hún var spurð talsvert um karlamál sín, m.a. hvort það væri rétt að þau Páll Óskar væru gamalt kærustupar. Hún staðfesti það, en neitaði að svara fleiri spurningum um ástarmál sín þar sem núverandi kærasti væri með henni í för.

Einn blaðamaður var næstum lentur í klónum á lífvörðunum þegar hann spurði hvort Silvía væri með demantshringinn stóra, sem sést í myndbandinu með laginu, með sér og hvort hann mætti nota hringinn til að biðja hennar. Silvía sagði að slíkar spurningar væru afar óviðeigandi.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli