Frétt

Leiðari 19. tbl. 2006 | 10.05.2006 | 10:39Sérhönnuð hnífapör og flatkökur með sméri

Um það leyti sem Ísfirðingar hættu að brosa að tilkynningu stjórnvalda um að sakir þenslu í þjóðfélaginu væri óhjákvæmilegt að fresta framkvæmdum við snjóflóðavarnir í Kubbanum, fjallinu ofan Holtahverfis í botni Skutulsfjarðar, sem Veðurstofumenn höfðu reiknað út að gæti verið íbúunum hættulegt, væru snjóalög þar í meira lagi, var nýr sendiherrabústaður í Berlín vígður með prompi og pragt. Í snoturri frétt í Morgunblaðinu 30. mars um opnun sendiherrabústaðarins var kyrfilega tíundað hve þjóðleg byggingin væri sem og allt innbú; þarna fléttaðist saman íslensk hönnun og list í einu og öllu og undirstrikað að ,,allt frá fataskáp niður í hnífapör (væri) byggt á íslensku hugviti.“ Fréttinni fylgdi mynd hvar sendiherrann tók við lykli einum fyrirferðarmiklum; eflaust tákn um mikilvægi hins nýja sendiráðs fyrir þjóðarbúið.

Við opnun sendiherrrabústaðarins, sem jafnfram ku eiga að vera sýningar- og menningarhöll, mátti ekki minna vera en að fjöldi gesta næmi íbúafjölda meðal fiskiþorps á Íslandi. Og til að leggja áherslu á menningararfinn var boðið upp á flatkökur með íslensku sméri.

Hvort það kunni að kitla hégómagirnd gesta sendiherrans í Berlín að þurfa ekki að notast við fjöldaframleidd hnífapör úr stórmarkaði eða hvort að hinum hugvitssamlegu íslensku hnífapörum er ætlað að undirstrika stöðu okkar á alþjóðavettvangi, skal engum getum að leitt og það skiptir íslenska skattgreiðendur engu. Hitt skiptir þá aftur á móti miklu hvað kassinn utan um hnífapörin kostaði? Frá því hefur ekki verið greint einu orði að því er best er vitað. Því er spurt: Hvað kostaði sendiráðið í Berlín, allur pakkinn? Að óreyndu verður ekki trúað að stjórnvöld telji að almenningi komi það ekkert við!

Fimm hundruð milljón króna snjóflóðavörnum í Kubbanum var frestað vegna þenslu í þjóðfélaginu á sama tíma og ekki er deplað auga yfir margra tuga milljarða framkvæmdum í öðrum landshlutum. Hvers eiga Vestfirðingar að gjalda? Er íbúum Holtahverfis ætlað að eiga öryggi sitt undir því að ekki snjói að vetrarlagi?

Þrátt fyrir að mikill meirihluti landsmanna hafi margsinnis lýst yfir efasemdum og andstöðu við bruðlið í utanríkisþjónustunni láta valdhafar sér fátt um finnast. Sendiráðum fjölgar líkt og sveppum á haug. Uppgjafa stjórnmálamenn og aðrir útvaldir eru dubbaðir upp með sendiherratitlum án minnsta tilefnis. Liggur á lausu hvað eitt stykki sendiherratitill, að meðtöldum lífeyrisréttindum, kostar?

Einhvern veginn er það nú svo að með fáeinum undantekningum virðast stjórnmálamenn allra flokka láta sér fátt um finnast. Lifa þeir ef til vill í voninni?
s.h.

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli