Frétt

bb.is | 09.05.2006 | 14:33Fossavatnsgangan vekur athygli úti í heimi

Fossavatnsgangan hefur vakið mikla athygli úti í heimi.
Fossavatnsgangan hefur vakið mikla athygli úti í heimi.
Fossavatnsgangan sem haldin var á Ísafirði í byrjun maí hefur vakið talsverða athygli úti í heimi og sagt hefur verið frá henni á mörgum af helstu skíðagöngu-netmiðlum veraldar. Þýski skíðagönguvefurinn xc-ski.de er sá stærsti sinnar tegundar í hinum þýskumælandi heimi. Blaðamaður á vegum blaðsins tók þátt í göngunni en vefurinn hefur birt fréttir af undirbúningi hennar. Þar birtist frásögn af göngunni, auk viðtala við sigurvegarann, Jörgen Aukland, og eftirlitsmann FIS, Paddy Field. Einnig birti einn helsti skíðagönguvefur Ítalíu, www.skitime.it frásögn af göngunni og það sama gerði wintersport.as sem er norskur vefur, en er ætlaður alþjóðlegum markaði og því skrifaður á ensku. Á langrenn.com sem er þekktasti skíðagönguvefmiðill Norðurlanda er sagt frá baráttu Jörgen Aukland og Gard Gjerdalen um sigurinn, og á forsíðunni er að finna tengil inn á úrslit göngunnar.

fasterskier.com er líklega þekktasti skíðagönguvefur Norður-Ameríku og þar voru fluttar fréttir af göngunni, bæði undirbúningi og úrslitum. Frétt um gönguna var einnig birt á öðrum vel þekktum bandarískum vef, skinnyski.com, sem er aðalstyrktaraðili mótaraðarinnar Minnesota Skinnyski Series. Mótshaldarar mótaraðarinnar hafa tekið upp samstarf við Fossavatnsgönguna. Ekki fer á milli mála að Bandaríkjamenn eru afar ánægðir með framgöngu síns fólks, þeirra Mary Beth Tuttle og David Christopherson og segja að árangur þeirra á Íslandi sýni að bandarísku mótin séu í háum gæðaflokki.

Gangan var nú í fyrsta sinn á mótaskrá Alþjóðlega skíðasambandsins (FIS) og er síðasta mótið í FIS Nordic Ski Marathon Cup mótaröðinni sem samanstendur af fjórum norrænum skíðagöngumótum í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Íslandi. Fossavatnsgangan er bæði elsta og fjölmennasta skíðagöngumót landsins en hún var fyrst þreytt árið 1935.

Nánar er sagt frá þessu á vef Fossavatnsgöngunnar fossavatn.com.

thelma@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 07:29 Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með frétt Síðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli