Frétt

Guðni Geir Jóhannesson | 09.05.2006 | 11:19Kosið verður um framtíðina

Guðni Geir Jóhannesson.
Guðni Geir Jóhannesson.
Stjórn Ísafjarðarbæjar síðustu kjörtímabilin hefur einkennst af ábyrgð og festu. Samstarf meirihlutaflokkanna undanfarin átta ár hefur verið mjög gott. Árangurinn er í fullu samræmi við þetta og blasir hvarvetna við. Jafnt og þétt hefur verið ráðist í nýjar framkvæmdir, jafnframt því sem skuldir hafa verið borgaðar niður. Allt sveitarfélagið hefur tekið stakkaskiptum til hins betra, ekki aðeins hvað verklegar framkvæmdir varðar, heldur einnig og ekki síður hvað snertir forsendur þess að hér megi áfram ríkja framþróun. Lagður hefur verið grundvöllur að öflugu háskólastarfi og vísindastörfum í ýmsum greinum, sem á komandi árum munu verða bæði Ísafjarðarbæ og landinu öllu að ómetanlegu gagni.

Hér skal sérstaklega minnt á stofnun og uppbyggingu Háskólaseturs Vestfjarða. Þar hefur framvindan verið hraðari og með meiri krafti en margir munu hafa búist við. Við framsóknarmenn í Ísafjarðarbæ munum vinna áfram að þessu mikilvæga máli af fullum krafti. Markmið okkar er, að Háskólasetur Vestfjarða verði orðið að háskóla innan þriggja ára. Ísafjarðarbær á nægan mannauð. Við leggjum okkur fram um að virkja hann.

Bygging íbúðarhúsnæðis í Ísafjarðarbæ er komin á fullan skrið á ný eftir langa lægð. Slíkt er órækasti vottur þess, að fólk hefur mikla trú á samfélaginu hér og framtíð þess. Hér ríkir bjartsýni. Lykillinn að henni er einfaldlega sá, að bæjarfélaginu hefur verið vel stjórnað og fólk treystir því að svo verði áfram. Lykillinn að því að hér megi áfram ríkja bjartsýni og framfarahugur er sá, að áfram verði traust og ábyrg stjórn á bæjarfélaginu. Framtíðin ræðst í kosningunum seinna í þessum mánuði. Þá verður kosið um framtíðina. Málið er ekkert flóknara en það.

Það yrði löng lesning ef verklegar framkvæmdir á vegum Ísafjarðarbæjar á síðasta kjörtímabili, hvað þá síðustu tveimur kjörtímabilum, yrðu taldar upp hér. Samt finnst mér rétt að minna á þau stórvirki sem unnin hafa verið við lagningu og lagfæringar á götum og gangstéttum. Eðli málsins samkvæmt láta slíkar framkvæmdir frekar lítið yfir sér. Lagðir hafa verið stígar fyrir göngu, skokk og hjólreiðar. Ný íþróttamannvirki blasa við og má reyndar tala um byltingu á því sviði. Þannig mætti lengi telja.

Þjónusta í Ísafjarðarbæ er góð. Stöðugt hefur verið unnið að því að bæta hana en slíku verki er aldrei lokið. Nýjar áherslur og nýjar kröfur koma fram. Bæjaryfirvöldum ber að fylgjast með tímanum í þeim efnum sem öðrum. Það höfum við vissulega gert og við munum halda því áfram. Hér má vissulega nota kunnuglegt orðalag: Það er gott að búa í Ísafjarðarbæ.

Stefna Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ er mjög skýr. Hún er líka trúverðug, enda byggð á langri og farsælli reynslu. Hún er byggð á verkum okkar síðustu átta árin. Stefnuskrá okkar var dreift í bæjarfélaginu um síðustu helgi. Ég hvet fólk til að kynna sér hana vel og minnast þess jafnframt, að Framsóknarflokkurinn í Ísafjarðarbæ hefur ekki lagt í vana sinn að gefa innantóm loforð. Kjörorð okkar eru bjartsýni, framsýni og kraftur. Þessi orð gefa góða mynd af starfi okkar í stjórn bæjarfélagsins okkar á liðnum árum og gefa fyrirheit um komandi kjörtímabil.

Þegar gengið er að kjörborðinu er rétt að hyggja að ferli og fyrri verkum þeirra sem bjóða sig fram til trúnaðarstarfa. Reynslan er ólygnust. Framsóknarflokkurinn í Ísafjarðarbæ hefur ekki ástæðu til að kvíða dómi kjósenda í þeim efnum þegar kosið verður um framtíðina síðar í þessum mánuði.

– Guðni Geir Jóhannesson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og oddviti B-lista við komandi bæjarstjórnarkosningar.

bb.is | 21.10.16 | 10:58 Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með frétt Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli