Frétt

Sturla Böðvarsson | 08.05.2006 | 13:15Perlan Vestfirðir

Sturla Böðvarsson.
Sturla Böðvarsson.
Vestfirðir hafa alla tíð haft ákveðna sérstöðu á ýmsum sviðum í þjóðlífinu og hafa enn. Ef við lítum snöggt á söguna þá getum við rifjað upp að Vestfirðingar hafa jafnan verið framsýnir í atvinnumálum og oft verið fyrstir með nýjungar, ekki síst á sviði sjósóknar og fiskvinnslu og verið í fremstu röð á vettvangi stjórnmála með frelsishetjuna Jón Sigurðsson í broddi fylkingar. Vestfirðingar hafa einnig verið duglegir í samskiptum sínum við umheiminn á sviði verslunar og á sviði menningar hafa þeir ekki síður lagt sitt að mörkum, stundum sótt sér liðsstyrk út í heim eða í aðra landshluta, sem þeir síðan hafa leyft öðrum landsmönnum að njóta með sér.

Við getum nefnt nöfn svo sem Ásgeirsverslun, 3X-stál og Kaldalóns – en öll eiga þessi nöfn sína sögu í hugum Vestfirðinga – fyrr og síðar.

Margt hefur breyst á Vestfjörðum síðustu árin, eins og víðar á landinu, sem hefur haft áhrif á búsetu og atvinnumál Vestfirðinga. Bættar samgöngur leika þar stórt hlutverk og við sjáum fram á miklar breytingar næstu tvö árin.

Þótt sjósókn sé ennþá mikilvæg atvinnugrein hefur fleira komið til sem menn byggja afkomu sína á. Nægir þar að nefna störf sem fylgja auknum möguleikum á menntun í heimabyggð, störf tengd menningu og ýmis störf á sviði tækni sem unnt er að sinna hvar sem er á landinu með góðum nettengingum.

Ferðaþjónustan á Vestfjörðum er þó sú atvinnugrein sem hefur sérstaklega vaxið og dafnað. Sýna tölur að ferðalöngum á Vestfjörðum hefur fjölgað mjög á allra síðustu árum, mun meira en fjölgun þeirra er á landsvísu eða á höfuðborgarsvæðinu. Af hverju skyldi það vera? Gæti ekki verið að æ fleiri hafi uppgötvað perluna Vestfirði? Gæti ekki verið að bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn hafi komið auga á að þangað er margt að sækja? Þetta hefur meðal annars gerst fyrir atbeina ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna í fjórðungnum sem hafa ötullega frætt okkur um að það er vissulega ástæða til að heimsækja Vestfirði. Ferðakynningar hafa verið haldnar hér syðra, íslenskir og erlendir fjölmiðlar hafa verið fræddir um náttúru Vestfjarða og fulltrúar fjórðungsins hafa tekið þátt í ferðasýningum og kaupstefnum erlendis. Allt þetta skilar sér, ekki endilega daginn eftir en kannski á næstu eða þarnæstu vertíð. Þess vegna er sýningin mikilvæg.

Við höfum margt að sækja til Vestfjarða. Til dæmis sem ferðalangar. Náttúra fjórðungsins er stórbrotin. Við getum gleymt okkur í friðlandinu á Hornströndum og látið okkur hverfa út úr skarkala farsíma og tölvu. Við getum reynt á eigin skrokki ánægju göngumannsins sem sigrar tind eða gengur þingmannaleið og við getum líka notið nútímaþæginda á gististöðum þar hvort sem er í þéttbýli eða sveit. Íbúar Vestfjarða geta notið þess að velja sér búsetu í mismunandi þéttum byggðum með kostum þeirra og göllum og hafa um fleira og fleira að velja.

Góðir gestir, þessi sýning er til marks um þann kraft sem býr í vestfirsku atvinnulífi og í ferðaþjónustunni á Vestfjörðum. Hún er til marks um hve íbúar Vestfjarða eru í raun samhentir og sammála um að nýta sér til fullnustu þá sérstöðu sem Vestfirðingar óneitanlega búa við.

Og til að ná sem bestum árangri í að kynna sig og sitt fyrir sem flestum landsmönnum eru Vestfirðingar hér í Perlunni, þessa fyrstu helgi maí mánaðar, ákveðnir í að ná árangri sem aldrei fyrr. Ein megináhersla þessarar sýningar er að Vestfirðingar komi fram með bjartsýni, framsýni, frumkvæði og skemmtun að leiðarljósi. Mér sýnist það hafa tekist – og það með miklum sóma. Það er augljóst að þeir sem hafa stýrt för í sveitarstjórnum og atvinnulífi á Vestfjörðum að undanförnu hafa náð árangri.

Ég óska Vestfirðingum til hamingju með þessa glæsilegu sýningu. Ég hvet landsmenn til þess að koma hingað og kynnast Vestfjörðum.

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra.

Ávarp Sturlu Böðvarssonar við opnun sýningarinnar Perlan Vestfirðir.


bb.is | 21.10.16 | 11:49 Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með frétt Í gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli