Frétt

bb.is | 04.05.2006 | 14:41Perlan Vestfirðir opnar formlega á morgun

Sýningin Perlan Vestfirðir hefst í Perlunni á morgun. Mynd: Rafn Sigubjörnsson/islandsmyndir.is.
Sýningin Perlan Vestfirðir hefst í Perlunni á morgun. Mynd: Rafn Sigubjörnsson/islandsmyndir.is.
Sýningin Perlan Vestfirðir hefst í Perlunni á morgun og stendur fram á sunnudag. Opnunardagskrá fyrir boðsgesti hefst kl. 16 á morgun en þá tekur Elfar Logi Hannesson bæjarlistamaður Ísafjarðar á móti gestum í gervi Gísla Súrssonar. Þá verða tónlistaratriði og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flytur ræðu. Forseti Íslands mun svo opna sýninguna formlega. Sýningin verður opin almenningi milli 11 og 17 á laugardag og sunnudag og er aðgangur ókeypis. Fjölbreytt afþreying verður í boði báða dagana og má þar m.a. nefna ýmsan tónlistarflutning, leikþátt, harðfisksmökkun, hrútaþukl og margvíslega fyrirlestra um Vestfirði. Þá munu vestfirsk sjávarútvegsfyrirtæki kynna gómsæta sjávarrétti úr saltfiski, steinbítskinnum og rækjum.

Svokallað myndablogg hefur verið stofnað þar sem settar verða inn myndir frá sýningunni um helgina og er það á slóðinni http://perlan.vestfirir.mblog.is/mblog/web.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða stendur að sýningunni í samvinnu við Markaðsstofu Vestfjarða og er þetta í annað sinn sem sýningin er haldin í Reykjavík. Yfir 100 fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum taka þátt í sýningunni og er markmið hennar að kynna allt það helsta sem Vestfirðir hafa upp á að bjóða á sviði ferðaþjónustu, atvinnulífs og mannlífs almennt. Framkvæmdastjóri sýningarinnar er Jón Páll Hreinsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða.

Dagskrá sýningarinnar í heild sinni er á þessa leið:

Föstudagur 5. maí

Opnunardagskrá fyrir boðsgesti

16:00 Bæjarlistamaður Ísafjarðar Elfar Logi Hannesson tekur á móti gestum í gervi Gísla Súrssonar.

16:00 Farfuglarnir, hljómsveit skipuð Arnfirðingum, spilar vestfirska tónlist.

16:20 Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra flytur ávarp.

16:30 Jojo-Band, sveit þriggja systkina frá Tónlistarskóla Ísafjarðar, flytur tónlistaratriði.

16:45 Forseti Ísland opnar sýninguna.

16:55 Ingunn Ósk Sturludóttir söngkona syngur tvö lög.

17:05 Gestum frjálst að skoða sýninguna.

18:00 Formlegri setningarhátíð lýkur.

Laugardagur 6. maí

Á sviði:

11:00 Þjóðlagatónlist frá Þingeyri: Raivo, Krista og Uku Sildoja frá Eistlandi koma fram.

12:00 Gísli Súrsson: Elfar Logi Hannesson flytur stytta útgáfu af einleiknum.

13:00 Jón Kr. Ólafsson og Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar flytja nokkur lög.

14:00 Harðfisksmökkun: Þjóðþekktir einstaklingar smakka og dæma vestfirskan harðfisk.

15:00 Palíetturnar frá Bolungarvík: Heitustu deitin á Vestfjörðum, Soffía Vagnsdóttir, Pálína Vagnsdóttir og Íris Sveinsdóttir flytja frumsamda tónlist við undirleik Zbegniew Jarenko og Hauks Vagnssonar.

15:30 Gísli Súrsson: Elfar Logi Hannesson flytur stytta útgáfu af einleiknum.

16:00 Heiða Ólafs af Ströndum syngur nokkur lög.

Í kjallara:

12:30 Sögusýning, hrútaþukl og furðuleikar: Jón Jónsson, þjóðfræðingur og frá Sauðfjársetri á Ströndum.

13:30 Sumarháskóli á Hrafnseyri: Dr. Peter Weiss, Háskólasetur Vestfjarða.

14:30 Refir á Hornströndum: Ester Unnsteinsdóttir, líffræðingur, flytur fyrirlestur með skyggnumyndum.

15:30 Kukl og kæti: Sigurður Atlason framkvæmdastjóri Galdrasýningar á Ströndum.

16:30 Vestfirðir – Paradís ferðamanna: Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vestfjarða.

Sunnudagur 7. maí

Á sviði:

11:30 Þjóðlagatónlist frá Þingeyri: Raivo, Krista og Uku Sildoja frá Eistlandi koma fram.

12:00 Gísli Súrsson: Elfar Logi Hannesson flytur stytta útgáfu af einleiknum.

13:00 Farfuglarnir: Hljómsveit skipuð Arnfirðingum leikur tónlist eftir arnfirska höfunda.

13:30 Jón Sigurður Eyjólfsson, trúbador frá Bíldudal, flytur lög við ljóð vestfirskra skálda við undirleik Farfuglanna.

14:30 Vagnssystkinin frá Bolungarvík ásamt Zbegniew Jarenko.

16:00 Gísli Súrsson: Elfar Logi Hannesson flytur stytta útgáfu af einleiknum.

Í kjallara:

12:30 Draugar og tröll og ósköpin öll: Jón Jónsson, þjóðfræðingur, frá Þjóðtrúarstofu á Ströndum.

13:30 Ferðamöguleikar á Vestfjörðum: Guðmundur Eyþórsson frá Vesturferðum kynnir.

14:30 Rannsóknir á þorskeldi: Dr. Þorleifur Ágústsson frá Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins.

15:30 Víkingar á Vestfjörðum: Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi Vestfjarða, kynnir Gísla sögu verkefni.

gudrun@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli