Frétt

Jón Bjarnason | 03.05.2006 | 11:27Einkavæðing á Ísafjarðarflugvelli

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.
Einkavæðingaræði Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er orðið að hættulegri þráhyggju eða ofsatrú sem virðist engin takmörk sett. Nú er ráðist að flugvöllum landsins. Til þessa hefur verið þjóðarsátt um að grunnnet samgangna skulu vera byggð upp og rekin á opinberum grunni. Þá sátt á nú að rjúfa: „Ríkisstjórninni er heimilt að stofna hlutafélag um flugleiðsöguþjónustu og flugvallarekstur Flugmálastjórnar Íslands og tengda starfsemi. Tilgangur félagsins skal vera að annast rekstur og uppbyggingu flugleiðsöguþjónustu, þ.m.t. flugumferðarþjónustu, fjarskipta- og leiðsögukerfa, að annast rekstur og uppbyggingu flugvalla, svo og aðra skylda starfsemi“, segir í nýju frumvarpi um háeffun á flugvöllum landsins. Frumvarpið er nýkomið fram en óðagotið er mikið og ríkisstjórnin krefst þess að einkavæðing flugvallanna verði staðfest án þess að málið fái fulla þinglega meðferð.

Að “ háeffa” lífæðar byggðanna

Flugvellirnir eru hluti af grunnneti samgangna landsins og rekstur þeirra mikilvægur hlekkur í almannaþjónustunnar. Þótt kveðið sé á um að allt hlutafé hins nýja fyrirtækis skuli vera í eigu ríkisins og það ekki selt, hefur reynslan sýnt að slík loforð eru nú ekki einnar messu virði. Frumvarpið gerir einmitt ráð fyrir að hægt sé að búta félagið niður og selja útúr því verkefnin þótt hlutaféð standi eftir. Menn þekkja sögu Landssímans sem var hlutafélagavæddur undir hástemmdum yfirlýsingum um að hann yrði ekki seldur. Og þegar krafist var þess að grunnfjarskiptakerfinu yrði haldið eftir var svar einkavæðingarflokkanna að það væri ekki hægt. Nú er Síminn að bjóða grunnnetið sérstakalega til sölu sem sýnir að ekkert að marka loforð eða yfirlýsingar Framsóknarsjálfstæðisflokksins í þessum málum.

Uppbygging og rekstur flugvalla landsins er fjármagnaður að meginhluta með beinum fjárframlögum ríkisins eins og þjóðvegirnir. Markmið hlutafélagaformsins ganga þvert á samfélagsleg gildi sem opinberum samgöngumannvirkjum er ætlað að starfa eftir og þjóna.

Einkavæðingin, háeffunin á rétt á sér í samkeppnisrekstri þar sem markmiðið eigendanna er að ná sem mestum arði af hlutafénu, ábyrgð eigendanna takamarkast aðeins við hlutafjárupphæðina og hlutirnir geta gengið kaupum og sölum. Fyrirtækið getur þess vegna orðið gjaldþrota ef svo ber undir. Þegar á nú að einkavæða m.a. flugvellina á Ísafirði, Gjögri, Sauðárkróki, Akureyri og Egilsstöðum, alla flugvelli landsins, hlýtur hver og einn að spyrja sig er ríkisstjórnin gengin af göflunum.

Aðför að starfsmönnum

Starfsmenn flugvalla og flugþjónustu vítt og breitt um landið eru nú opinberir starfsmenn og bera ábyrgð og kjör samkvæmt því. Með frumvarpinu er stofnaður nýr lögaðili, sem lýtur umgjörð einkarekstrar, hlutafélag sem yfirtekur uppbygging og rekstur flugvalla. Öllu starfsfólki er sagt upp og þó margt af því sé endurráðið hjá hlutafélaginu er það nýr viðsemjandi, ráðningarform og kjarasamningar eru allt aðrir. Enda er eitt af markmiðum frumvarpsins að skerða ráðningakjör starfsmanna. Miðað við núverandi umsvif breyta þessi lög starfskjörum á 4. hundrað manns.
Upplýsingaréttur almennings og upplýsingaskylda stjórnvalda fellur brott svo og andmælaréttur og lögboðinn uppsagnarfrestur sem og skriflegur rökstuðningur fyrir uppsögn.

Lífeyrisréttindi eru í uppnámi

Þó er í greinargerð með frumvarpinu undirstrikað að gæði og öryggi flugþjónustu og rekstri flugvalla hér á landi séu með því allra besta sem gerist. Er það ekki hvað síst góðu starfsfólki að þakka. Með einkavæðingu flugvallaþjónustunnar er einmitt fyrst og fremst verið að ráðast á ráðningarform og starfskjör þessa fólks sem þar vinnur. Vinstri græn líta á flugvelli og flugleiðsögn sem grunnþætti almenningssamgangna. Einkavæðing þessara lífæða gengur þvert á hagsmuni bæði starfsmanna og íbúanna vítt og breitt um landið. Hana verður að stöðva.

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli